VIII. Snæfellsnesprófastsdæmi.

Í Snæfellsnesprófastsdæmi eru nú þessi 6 prestaköll: Miklaholt (Fáskrúðarbakka-, Rauðamels- og Kolbeinsstaðasóknir, 2., 1. og VII, 7. að Vs); Staðarstaður (Staðarstaðar-, Búða- og Hellnasóknir, 3. og 4.); Nesþing (Ölafsvíkur-, Brimilsvalla- og Ingjaldshólssóknir, 5.); Setberg (Setbergssókn, 6.); Helgafell (Helgafells-, Bjarnarhafnar- og Stykkishólmssóknir, 7.); og Breiðabólsstaður á Skógarströnd (Breiðabólsstaðar- og Narfeyrarsóknir, 8.).

Prófastsdæmið nær frá Hítará að Gljúfurá innan Skógarstrandar (sbr. þó bls. 130).

1. Kolbeinsstaðir

í Hnappadal. Þar var Nikuláskirkja, sem var helguð Guði og Guðs móður Maríu, Pétri postula, Magnúsi eyjajarli, Nikolao, Dominico, Catharinae og öllum helgum.1

fyrir 1220Þorlákur Ketilsson
fyrir 1222Sölvi Jörundsson á Rauðamel syðra
1235–1273Ketill Þorláksson (d. 11.02.1273)
Íæ III. 358
fyrir 1253–1284Narfi Snorrason (d. 1284)
Íæ III. 486
fyrir 1339?Flosi Jónsson (d. eftir 1368)
Íæ II. 16–17, VI. 529
fyrir 1437?Ketill Narfason
Íæ III. 357
1587–1609Steingrímur Jónsson (d. eftir 13.12.1612)
Íæ IV. 348
1609–1629Einar Kolbeinsson (um 1580–1660)
Íæ I. 371
1629–1632Jón Nikulásson (d. 1636)
Íæ III. 229, VI. 542
1632–1636Jón Brandsson (d. 1682)
Íæ III. 80
1636–1644Jón litli Ormsson (um 1602–30.12.1685)
Íæ III. 243–244

1. A. Haffjarðarey

í Eyjahreppi. Þar var Nikuláskirkja.2

–1503Helgi Jónsson
–1536Eysteinn Jónsson (d. 02.06.1536)
1540–1568Bjarni Gíslason (um 1508–eftir 9.04.1593)
Íæ I. 165

2. Miklaholt

í Miklaholtshreppi. Þar var Jóns kirkja skírara. Rauðimelur ytri er annexía frá 1645.3

fyr. 1242–1257Guðmundur Ólafsson
–fyr. 1354Snorri (Þórðarson?)
fyr. 1354Gunnar (Gilsson?)
1393Jón refur
fyr. 1437Páll Bjarnarson
fyr. 1455–1463Ari Gunnsteinsson
1463–fyr. 1494Helgi Magnússon
 Magnús
fyr. 1518?Narfi Þorsteinsson
fyr. 1530?Snorri Jónsson
 1568–Ásmundur Nikulásson (1535–1603)
Íæ I. 104, VI. 521
 1608–1609Loftur Skaftason (d. 1629)
Íæ III. 398–399
 1620–1646Sigurður Finnsson (1570–1646)
Íæ IV. 218
 1646–1647Halldór Marteinsson (1610–11.1655)
Íæ II. 266
 1647–1674Sigurður Jónsson (d. 1681)
Íæ IV. 233
 1674–1708Jón Sigurðsson (1630–1714)
Íæ III. 259
 1708–1721Jón Jónsson (1663–14.08.1735)
Íæ III. 176–177
 1721–1778Pétur Einarsson (1694–27.04.1778)
Íæ IV. 154
 1778–1786Vigfús Jónsson (1736–29.09.1786)
Íæ V. 54–55
 1786–1792Sigurður Magnússon (1733–29.09.1816)
Íæ IV. 246–247
 1792–1812Magnús Sigurðsson (1.09.1769–5.05.1812)
Íæ III. 453–454, V. 455
 1812–1812Jón Hallgrímsson Bachmann (29.08.1775–11.06.1845)
Íæ III. 58–59
 1812–1817Sveinn Jónsson (1757–26.07.1829)
Íæ IV. 370–371
 1817–1823Páll Guðmundsson (11.04.1778–23.07.1846)
Íæ IV. 117
 1823–1845Brynjólfur Bjarnason (24.12.1785–5.10.1850)
Íæ I. 273
 1845–1854Magnús Hákonarson (16.08.1812–28.04.1875)
Íæ III. 426–427
 1854–1882Geir Jónsson Bachmann (17.04.1804–29.08.1886)
Íæ II. 30, V. 543
1882–1886Oddgeir Þórðarson Guðmundsen (11.08.1849–2.01.1924)
Íæ IV. 5
 1886–1934Árni Þórarinsson (20.01.1860–3.02.1948)
Íæ V. 279–280
1934–1961Þorsteinn Lúter Jónsson (19.07.1906–4.10.1979)
1961–1971Árni Pálsson (9.06.1927–16.09.2016)
 1982–1993Hreinn Skagfjörð Hákonarson (f. 18.08.1952)
 1993–Helga Soffía Konráðsdóttir (f. 23.02.1960)

1 Kirkja var fyrrum á Rauðamel syðra, af tekin með hirðstjórabréfi 27/9. 1563. Bænhús voru á Snorrastöðum, Ytri-Görðum, Stóra-Hrauni, Jörfa og Oddastöðum, en eru löngu lögð niður. Ytra-Rauðamelskirkja var lögð til Kolbeinsstaða 1570, er Haffjarðareyjarprestakall var lagt niður. Kolbeinsstaðaprestakall var lagt niður 1645, og var þá Kolbeinsstaðasókn lögð til Hítarnesþinga (VII, 7.), en Rauðamelssókn ytra til Miklaholts (2.).

2 Í Haffjarðarey var kirkja og prestsetur frá fomu fari, en var af tekin 1563, og prestakallið niður lagt. Var þá lítil kirkja byggð í Hrossholti, og bæirnir í Eyjahreppi fyrir sunnan Núpa lagðir til sóknar að Kolbeinsstöðum, en hinir að Miklaholti. Þetta stóð þó skamma stund, því að kirkja var byggð upp á Ytra-Rauðamel 1570, og til hennar lögð hin forna Haffjarðareyjarsókn, að Höfða fráteknum; lá síðan Rauðamelssókn til Kolbeinsstaða, unz það prestakall var lagt niður (1645), en síðan til Miklaholts. Svo er að sjá, að áður hafi verið kirkja á Rauðamel syðra, en verið af tekin með hirðstjórabréfi 27/9. 1563 (D.I. XIV, 153). Fimm bænhús lágu áður til Haffjarðareyjar, og er talið, að þrjú þeirra hafi verið í Hrossholti, á Rauðkollsstöðum og í Borgarholti.

3 Kirkja var fyrrum á Hofsstöðum, og síðar bænhús, er var af tekið með kgbr. 8/3. 1820. Bænhús voru og á Eiðhúsum og í Dal, og þrjú önnur, en eru löngu af tekin. Með l. 27/2. 1880 eru Kolbeinsstaða- og Krossholtssóknir lagðar undir Miklaholt, en Krossholtskirkja er lögð niður með lhbr. 13/2. 1882 og sóknin lögð til Kolbeinsstaða. Með l. 16/11. 1907 er Miklaholtsprestakall lagt niður, og eru þá Miklaholts- og Rauðamelssóknir lagðar til Staðarstaðar (3.), en Kolbeinsstaðasókn til Staðarhrauns (VII, 5.), en sú breyting komst ekki í framkvæmd, og prestakallið var endurreist óbreytt með l. 26/10. 1917. 1934 var Miklaholtskirkja flutt að Fáskrúðarbakka, en kapella reist að Miklaholti 1946.

© Tim Stridmann