Griplur
(eller Hrómundarrímur).

I.

1. Fyrri þá að ek fengunst viðr
fornar rímur að telja,
leiz mér þessi leikrinn miðr
langar stundir dvelja.

2. Orðið hefr mér einka-leitt
Óska bland um tíma,
lokið er því að ek nenni neitt
nær til gamans að ríma.

3. Opt er kveðið af ýtum þeim,
er unnu fljóðum bjǫrtum,
út í Iǫnd ok austr um heim,
angist báru í hjǫrtum.

4. Hitti marga harmrinn beiskr
hér á þessu landi,
þeir sem drukku dygðugt meiskr
af dýru Veneris blandi.

5. Helgi skáld fyr hringa gátt
helt ei gamni neinu,
meyju samdi hann mærðar þátt
á mjúku bréfi einu.

6. Eigi var Helga um hyggju grund
hægt fyr vífið bjarta,
kvað hann því opt um kurteist sprund
að krankt bjó honum í hjarta.

7. Gunnlaug frá ek fyr gullas Bil
gjǫrðuz sorgir móðar,
margar kvað hann þó meyjunum til
mansǫngs vísur góðar.

8. Vessa ek aldri um vífa krans
af Veneris látum neinum,
færum heldur fyrðum dans
af fróðum sagnagreinum.

9. Óláf nefni eg ítran gram,
er átti að stýra Hǫrðum,
lofðung helt með landi fram
lægis dýrum vǫrðum.

10. Gnóðar-Ásmundr grams var feðr,
gumna fára líki,
sá bauð jafnan sverða veðr,
og svipti af kóngum ríki.

11. Kári byggir knarrar stafn
kóngs og hermenn góðir,
honum var fár að afli jafn;
Ǫrnólf hét hans bróðir.

12. Rjóða þeir með ræsir brand,
og refsa vóndum mǫnnum,
fekk sá engi af fyrðum grand,
er fór með kaupskap sǫnnum.

13. Virða sína vísir gleðr
vænum Draupnis sveita,
sá var bóndi brǫgnum meðr,
er burgeis mátti heita.

14. Sá hét Grípr er gjǫrði kíf,
gjarn við stál að skarta,
drengrinn átti dygðugt víf,
dóttur Hróks ins svarta.

15. Átti Grípr og Gunnlǫð sjá
— gjǫraz af vísur klókar —
arfa sex og aðra þrjá,
allir kallaz hrókar.

16. Gríps son frá eg að Hrómund hét,
hann var ellstur bræðra,
hreysti aldri hjartað lét,
hvergi fanz hans æðra.

17. Hrólf skal nefna Hǫgna og Gaut,
Háka og Þrǫst inn sétta,
Angantýr og Helgi hlaut
hendr í stríð að rétta.

18. Logi var yngstur lítill sveinn,
er listug hjónin gátu;
Hrómund stóð í herfǫr einn,
en heima aðrir sátu.

19. Óttaz hvórki sviða né sár
seggr i randa flaugum,
breiðr um herðar, bjartr á hár,
blíðr og snarr í augum.

20. Flýði hann aldri fylking úr,
flein í skjǫldu keyrði,
en í drengskap dyggr og trúr,
sem dugandi manni heyrði.

21. Ilsku-þjóð með afli drap,
aldri hræddr í pínum;
hafði hann allan hetjuskap
af Hróki frænda sínum.

22. Vóru með kóngi kexar tveir,
er kunnu galdra marga,
Bíldr og Vóli, bræður þeir,
báða kalla eg arga.

23. Vísir þiggr af Vóla ráð,
var það ófyrsynju;
kvis hefr hann fyr kurt og dáð,
en klæðiz aldri brynju.

24. Verra mann í vópna skak
valla trú eg að fyndi,
undirfǫrull og illr á bak,
ǫngum trúr í lyndi.

25. Heldu nú fyr Nóreg austr
niflungs menn á ferjum,
lofðungs herr á lægir traustr
legz að Elfarskerjum.

26. Virðar unnu víða greitt
víg á bauga-meiðum;
lágu nú við annes eitt
Óláfs menn á skeiðum.

27. „Þið skuluð ganga þvert yfir ey”
þengill talar við Kára,
„vita ef hittið víkings fley
og vaxi kífið sára”.

28. Kári og Ǫrnólf kanna land,
klæði og vópn sín fengu,
þeir hafa skjǫld og skygðan brand,
skjótt yfir eyna gengu.

29. Herskip náðu sex að sjá
sjáfar-hǫmrum undir,
skreyttur dreki lá skeiðum hjá,
skorinn á margar lundir.

30. Kári réð að kalsa skæðr
og kveðr þá vísur margar:
„hverr er þann að hǫldum ræðr?
— hafi þig allir vargar”.

31. Dólgrinn einn á drekanum stendr
digr og ansa náði:
„Hrǫngviðr er eg að heiti kendr;
hverr ertú enn bráði?”.

32. „Kára og Ǫrnólf kenna mátt
kóngs á bræddum stafni;
þig skal eg Hrǫngviðr hǫggva í smátt;
hafi þig úlfar að tafni”.

33. „Kom þú á morgun Kári hér
með kǫskum drengjum þínum;
bauta skal eg á brjósti þér
með brynþvara oddi mínum”.

34. „Fyrr skulu úlfar eta þitt hold,
auðnan trú eg þér þverri;
eg veit ei fyr ofan mold
annan Hrǫngvið verri.

35. Kant að segja Kára þú,
kappinn, það er vér beiðum,
hversu lengi hafi þér nú
hernað plágað á skeiðum?”.

36. „Sextigi lét eg seggjum hætt
sumur í stála hjaldri;
og svó margar mútur grætt;
minkan fekk eg aldri”.

37. Skildi svó með skǫtnum þeim,
þeir skeinduz lengi í orðum;
Kári og Ǫrnólf koma þá heim,
er kóngrinn sat yfir borðum.

38. Þegnum hermir þeira tal,
þrumdi á borðum alda,
þengill segir að þjóðin skal
þegar til rómu halda.

39. Fýsaz bræðr á frægðir meir
en flóttamenn til skógar;
hvórki skorti, er hittuz þeir,
hǫgg né vísur nógar.

40. Bardaginn var með brǫgnum skæðr,
bráðir fenguz hrafni;
ramliga tóku rǫskvir bræðr
að ryðjaz umm í stafni.

41. Hrǫngviðr á það Herjans tundr
— hǫldum vil eg það glósa —,
mátti hvern dag menja lundr
menn fyr broddi kjósa.

42. Brodda þélin bjǫrt og Iǫng
bilar í ǫngvu hjaldri,
hana bar garpr í geira sǫng,
— get eg hun sljóvgiz aldri.

43. Hrǫngviðr svó við hildi tér,
hann sá brodda fljúga:
„Þú skalt Kári kenna af mér
kesju oddinn bjúga”.

44. „Þó mín bresti brynjan ný
og blæði úr hverju sári,
fregni ei það fljóð í bý,
að flýi hann undan Kári”.

45. Kári ruddi randir svó
rétt með snildar-greinum,
aldri færi en fimm og tvó
hann feldi í hǫggi einu.

46. Hrgngviðr upp á hilmis skeið
hljóp að Óláfs þegnum,
kesja hans var kynstra breið,
er Kára stóð í gegnum.

47. Þegar að Kári kendi hel,
og kunni hann spjótið nista:
„Ijúfi herra, lifið nú vel.
Lóðurs ætla eg gista”.

48. Barma sendi báða tvó
brátt til heljar pínu.
Ǫrnólf þegar með afli vó
upp á spjóti sínu.

49. Ǫldin gekk þá ekki hljóð
um Óláfs snekkju langa,
Hrǫngviðr tók að hrópa á þjóð:
„á hǫnd oss megi þér ganga”.

50. Grípsson frá eg að gengi hratt
með gaddakylfu eina,
seggrinn hafði síðan hatt,
sá mun kunna að skeina.

51. Berserk þenna bíta ei sverð,
brodda flaug né ǫrva,
því lét kappinn koma í ferð
kylfu af stáli gjǫrva.

52. Garprinn hafði grátt og hvítt
geitaskegg sér bundið,
kemr þar að með kappið strítt,
að Kára getr hann fundið.

53. „Hér hef eg fundið frægsta bræðr
fallna á kóngsins snekkju;
vilda eg þeim, er vígi ræðr,
veita heljar rekkju”.

54. Reisti upp í randa seið
rekkrinn kóngsins merki;
hrǫkk þá alt á Hrǫngviðs skeið,
þá Hrómund lemr inn sterki.

55. Hrǫngviðr spurði hreyti auðs:
„hverr er nistir varga,
sá með lurki lemr til dauðs
liðsmenn vóra marga?.

56. Hverr er þessi enn heimski raumr,
hǫlda fellir sára?,
ertu fretkall flatr og aumr
og faðir ins illa Kára?”.

57. „Hrómund nefna hǫldar mig;
hefna vilda eg bræðra;
kylfa mín skal koma við þig,
þér kemr í brjóstið æðra”.

58. Berserk frá eg í brodda dǫgg
bilaði ei við þetta,
og með lurki lemstrar-hǫgg
lét honum Hrómund detta.

59. Kappans frá eg að kylfuslag
kemr í hjálminn djúpa,
víkingrinn fekk vestan dag,
varð hann þegar að krjúpa.

60. Hrǫngviðr réð með hrausta lund
hratt á fætur spretta,
Laufa Týr mun litla stund
lifa við hǫggið þetta.

61. „Verið hef eg í vópna dǫgg
svó vaskar kempur finni,
þó hef eg aldri þvílíkt hǫgg
þegið á æfi minni”.

62. Hrǫngviðr kvað það hreystiorð,
er hann réð drengi að kvista:
„ef mér kappar koma fyr borð,
í kveld skal eg Óðin gista”.

63. Kylfuhǫgg að kappinn sló,
kom svó fast við vanga,
hjálminn inn að heila dró,
haus varð sundur ganga.

64. Berserks fell þá brandrinn rauðr
burt úr greipar iljum,
litlu síðar liggr hann dauðr
laminn í sundr á þiljum.

65. Hrómund spurði hilmis sveit,
hvórt þeir kjósa vildi
hǫggva nú sem hrottinn beit
eða hætta á kóngsins mildi.

66. „Vér hǫfum látið vaskan mann,
er vakti rómu stranga,
kjósa munum vér kostinn þann
kóngi á hendr að ganga”.

67. Sveitin var til sættar lyst,
sefaðiz herrinn stinni.
Hér mun eg láta fræðið fyst
falla niðr að sinni.

II.

1. Kvinnur svinnar kann eg min í kvæðum prisa,
enn skal henni ǫnnur rísa
orðum skorðuð lystar-vísa.

2. Hinn er kvinnur hata með sút á hverri stundu
dást, og fást, að dregla grundu,
dauðans nauðir hægri mundu.

3. Hríð af stríði hrǫkkviz mér um hjartans torgir,
langt og krankt er að lífa með sorgir,
láta úr máta yndis borgir.

4. Enginn drengja undriz það fyr ǫrva rjóðum,
sveitin teit þó syrgi af fljóðum,
sætan bætir harma þjóðum.

5. Angrið stangar yndis past fyr auðar grundir,
þegna gegna þýðu-fundir
þreyir af meyjum allar stundir.

6. Ekki blekkja ástir mig i afmors fræðum,
þýðar hlýði kvinnur kvæðum,
kærar, nær um Grípsson ræðum.

7. Hrangviðr angr af hǫggi fekk, sem hróðrinn greiddi,

Hrómund sló í haus og meiddi,
hinn frá sinni æfi leiddi.

8. Hrómunds sóma heyri nú með heiðr og dáðir:
mǫrgum vǫrgum miðlar bráðir,
mengið gengr á Óláfs náðir.

9. Garprinn snarpur Grípsson spyrr, er gæddi hrafni,
hvessu að þessi héti að nafni,
er hallaðiz fallinn upp að stafni.

10. „Heiti eg teitur Helgi enn frækni Hrǫngviðs bróðir,
þú gaft nú með Þundar skóðir
þegni gegnum dauða-slóðir”.

11. „Þegninn gegn skal þiggja líf, þó þjóðir firni,
fæddr og græddr, á fenja birni
fljótt og ótt sem hugrinn girni”.

12. Talaði halr á Hrǫngviðs skeið í hreggi Þriðja:
„þenna sennu ætla eg Iðja
ǫngvan slǫngva lífs að biðja.

13. Kjǫri eg með hjǫrvi að hitta þann, er hefr með galdri
„særðan færðan” seima Baldri,
sættast mætti eg við hann aldri.

14. Hvergi ergist hjartað mitt, er heiptir pína,
æru fær eg aldri mína,
ef ellin fellir bræður þina”.

15. Hrómund undraz hreystiorð, er halrinn vakti,
sundur lundr af sárum flakti
seima, beima í orðum hrakti.

16. „Ekki blekkja orð þín mig né ólmslig ræða,
læt eg mætan lífga og græða
lund af undum Hildar klæða”.

17. Hlýra enn dýra Hrǫngviðs tók enn hildar-sækna,
Hrómund frómi lét hann lækna
lýði þýða Helga enn frækna.

18. Seggur leggr í Svíþjóð austur sunda Hrafni,
hjá tiggja þiggr hann tígn í stafni,
tveir eru þeir með Haddings nafni.

19. Errinn verr hann jǫfra stafn með afli og hreysti,
sverði og gerðum sínum treysti,
siklings miklar þrautir leysti.

20. Allir snjallir Óláfs menn með afrek mestum
leysa og geysa fley úr festum,
fríðir ríða báru hestum.

21. Venda og lenda vestr um haf, þar virðar deyja,
seggir leggja suðr til eyja,
sóknir tóku víða að heyja.

22. Hǫldar vǫldu hǫggin stór með heiptar-máli,
eyddu og deyddu alt með stáli,
undu upp stundum logandi báli.

23. Harri snarr í eina ey nam upp að ganga,
stillir vill þar strandhǫgg fanga,
stygðiz bygð við pínu langa.

24. Beimar heiman bygðum úr með bræði flýja,
hættlig ætlar hirðin nýja
hringa þing með orku knýja.

25. Jǫrð og hjǫrð var Óláfs mǫnnum innan handar
fáka ráku fleygir randar
feitar geitr og kýr til strandar.

26. Leitar sveit þegar líðr á dag til líða sinna,
kátir gátu kall að finna,
kvæða ræður er búinn að inna.

27. Bendir stendur baugs á einu bjargi sléttu,
kúnginn ungan kallsi léttu
kveðr og gleðr með nafni réttu.

28. „Víking ríkur, viti þér fátt af vórum grǫnnum,
aldir gjalda yðrum mǫnnum
áðr en náð er skipi og hrǫnnum.

29. Hǫlda fjǫldinn híngað drífr af hverjum sandi,
skilja vilja með skygðum brandi
skjǫldungs ǫld frá gótsi og landi”.

30. „Kallinn valla kveinar sér af klókskap seggja —
hættlig ætlan eyjarskeggja
ei mun beima að velli leggja”.

31. Frétta af létta fyrðar hann með fylkis ráði,
ganga þangað Grípsson náði
er garprinn karpar fyri á láði.

32. „Hverr er þersi kávis kall, er kappa tælir
hirð og stirðan herskap fælir,
hvesskyns keski skrafar og mælir?”.

33. „Nýtir ýtar Mána kall mig að máli kenna,
keldu elds, nema kotbæ þenna
knáttag fátt af aurum spenna.

34. Fengr er engi að fara í kot og fá þar bauga,
væri nær að vekja upp drauga,
með verkin sterk að ganga í hauga.

35. Ræna vænir rekkar mig, en rausnin dvínar,
follast gjǫlla frægðir þínar;
fari þér þar með kollur mínar”.

36. „Kallinn snjall má kaupi slá við kennir dáðar,
þollur, kollur þínar báðar
þigg að tiggja, Grettis láðar.

37. Hratt og satt ef segir þú mér til seims og hringa,
ferð er verð að fá sér þinga,
frægðar nægð og brynju stinga”.

38. „Hundings kund hafa heiðnir drengir heygt fyr lǫngu,
nár er blár og nýtur ǫngu,
nauða-dauðr í ranni þrǫngu.

39. Þráinn hét sá, er Valland vann og var þar stillir,
besserk þessi brggnum spillir,
blámanns námu galdrar illir.

40. Sveigðu og reigðu seggir eikur saman að bragði,
drógu skóg að dǫkku flagði,
draug í haug með gulli lagði.

41. Sverð og gerðar, silfr og gull má sækja þangað:
fá hefr Þráins til fundar langað,
fekk hann rekka neglum stangað.

42. Betra get eg að berjaz þar sem brandar syngi:
hastr og fastr af frænings byngi,
fyldr og tryldr er Þráinn af kyngi”.

43. „Hvert um þvert er að halda leið á hilmis skeiðum
að hitta mitt að haugi breiðum,
hrúgu kúga af skálki leiðum?”.

44. „Dægr um ægi seggir sex að suðri halda,
þá má blámanns bólið kalda
birtaz skirt, þegar minkar alda”.

45. Eikir veik að Óláfs skeiðum elda Rinar,
kall tók allar kollur sínar,
kvíða og stríð úr brjósti dvínar.

46. Sagði af flagði Grípsson grein og gulli nógu,
seglin veglig seggir drógu,
súðir prúðar ǫldur þvógu.

47. Dýrir stýra dægur sex á dælu Hrafni;
halrinn talaði, hetju jafni:
„haugrinn draugs er nú fyr stafni”.

48. Virða hirð og vísir kemr að valskri grundu,
annes kannar ǫld af stundu
ótt og fljótt og hauginn fundu.

49. Rekkar þekkir rjúfa haug að ráðum gjǫrðu
besserks þess að bóli hǫrðu,
brjóta grjótið niðr að jǫrðu.

50. Drengir gengu að dǫkkum haugi dagana fjóra,
kátir gátu komið á ljóra,
og kenna þenna galdra stjóra.

51. Bólginn dólgur, blár sem hel, á breiðum stóli,
grimmr og dimmur galdra skóli
gljáði Þráins af nǫðru-bóli.

52. „Hverr skal kerskur hilmis maðr í hauginn renna?
Læt eg mætan lundinn þenna
ljósa kjósa gripina þrenna”.

53. Máli Váli mildings svarar, er mart kann raupa:
„feng vill engi fjǫrvi kaupa;
finnr ei hinn, er til vill hlaupa.

54. Blámaðr ránmr belgir hvópt og blæs að eldi,
glotti hrotti og góinum skeldi,
grár og blár um kampa veldi.

55. Hundings kundur hnǫppum blæs að hyrnum rauðum,
heitum, reit hefr hlaðið raeð nauðum
hann sér manna-búkum dauðum”.

56. Rómund frómur ræðir þá með rǫddu hári:
„mundi hundrinn mæta sári,
merkr og sterkr ef lifði Kári.

57. Mest í festi makligt væri mér að renna,
draug í haugi dǫkkvan spenna,
duga mun hugr við kompán þenna.

58. Kjǫrig með hjǫrvi að kifa fyrr við kappa otta,
rekkum ekki dugir að dotta,
drafl er aíl að spara við hrotta”.

59. Oss mun (blossa) brugðið við (kvað báru spennir)
— tveir eru meir en tuttugu þrennir —
trǫll ef ǫllum þessum rennir”.

60. Hnígr og sígur halrinn inn í haug með festi,
nógt um þókti nadda lesti
nær sem væri frykrinn mesti.

61. Meiðir reiður mǫrgum safnar mætum baugi,
Gripsson hripsar gull frá draugi,
gilliga vill hann ryðja úr haugi.

62. Fyrðar byrðar fagrar upp í festum venda,
halrinn valdi hringa brenda.
Háttr og þáttr er kominn á enda.

III.

1. Skáldin þau seni skýra brag
skemta silkihrundum,
nasa í þetta nátt sem dag
náliga ǫllum stundum.

2. Kveðr eg aldri svó kurteis orð
kátum menja þǫllum,
svinnust gefr mér seima skorð
sorg í móti ǫllum.

3. Þeira lát og listarfar
líz mér harmrinn mesti.
Greinum hitt, að Gripsson bar
gull og silfr í festi.

4. Hrómund þótti úr haugi mál,
heldur líðr á stundir,
kall var þá að kynda bál
katli sínum undir.

5. Funi var millum fóta hans,
fullur ketill af búkum;
ásjón hefr hann einskis manns
jafnt og segir af púkum.

6. Pótti nokkuð þrautasamr
Þráinn í fyrrum ǫldrum;
var hann í fystu Vallands gramr
og vann þó alt með gǫldrum.

7. Snemma var hann í ilsku ern
um æsku tíma vakra,
og með grimd yfir garpinn hvern
hann gekk sem Loki yfir akra.

8. Þegar er auði Þundar vífs
þoldi hann ekki stýra,
hann var settr í hauginn lífs
og hjá honum gull ið dýra.

9. Sverð á einum súlustaf
sér hann uppi hanga,
sá mun bjóða berserk af,
er bregður gramnum langa.

10. Brigðill fanz ei betri neinn,
en brandrinn þessi fráni;
það er inn mæti Mistilteinn,
mart lið veitti Þráni.

11. Gripsson var til gjallars fúss,
glóar af snáka bóli;
vill þá tala með herra húss,
hefr sig framm að stóli.

12. Hrómund kvaddi heiptar-lund
hal með orðum slíkum:
„séð hef eg ǫngvan svartari hund
seimi stýra ríkum”.

13. Hrómund talar af hreysti og mekt:
„hringum hefr eg svarfað,
aptans bíður ófrǫm sekt,
eg hef þetta starfað.

14. Oss er mál úr yðrum haug,
eingi trúeg því hamli.
(— ei var hýrt að horfa á draug —)
Hversu máttu, inn gamli?”.

15. „Nú er í reiðing ráðið mitt,
rekkar trúeg það prófi,
mitt er angur mikið og strítt —
má eg þó enn að hófi.

16. Einskis kynna eg yðra dul,
— ansar Þráinn í pínum —
„ef þú létir þenna þul
þreyja á stóli sínum”.

17. „Ǫllum hef eg þig auði rænt,
elli- þrymr inn -móði,
minn er hringr og men svó vænt
og Mistilteinn inn góði”.

18. „Segðu ei hvór sigri veldr
— svarar hann menja-lundi —
fyrr en þú úr haugi heldr
heill af okkrum fundi”.

19. „Sáttu ekki sverða meiðr,
safnað hafði eg baugum,
er þú húktir, hundrinn leiðr,
hvað var þér í augum?.

20. Fyrri hefði flagðið þurt
fjárins mér að synja,
allan hef eg þinn auð á burt;
ekki hefr þú að skynja”.

21. Seggrinn frá eg að sæmdar-trauðr
svaraði garpnum væna:
„orðinn er eg að ǫllu blauðr,
ef einn skaltú mig ræna”.

22. „Stelumz eg ei frá stála bǫr”,
stýfir talaði randa,
„karpar þú með kyndug svǫr
en kant ei upp að standa”.

23. „Kunna eg fyrr að koma í rjár,
kǫppum varð að nauðum;
þér mun eg synja sverðs og fjár,
sjá þú við mér dauðum”.

24. „Stattu á fætur stúrulaust,
stakað mun verða flagði,
miklu er þitt minna traust,
en Máni kall af þér sagði.

25. Hugrinn þinn er harla flatr”
Hrómund talar af kappi,
„skríð þú af stóli, skálkrinn latr,
skilinn frá ǫllu happi”.

26. „Fremd er engi að fella mig
með fránum hjalta-vendi;
eg vil reyna afl við þig,
ef ekki er vætta í hendi”.

27. Hrómund kastar hrotta þá,
handa afli treysti,
Þráinn var glaðr, er þetta sá,
þungan ketilinn leysti.

28. „Riga þú þér i rúmi blauðr,
ragari en nokkuð kvendi,
sæktú að mér svartr og dauðr,
sverð er burt úr hendi”.

29. „Nú mun ráð að fara á fætr,
frýr þú hugarins draugi,
dagrinn líður drjúgt til nætr,
dimma tekr i haugi.

30. Það mun ráð að rísa viðr
og reyna galdra-ímu;
katli mínum kasta eg niðr,
kom þú svó til glímu”.

31. Gripsson lítur garpinn blá,
gengr í móti draugi,
rennaz til og ráðaz á
rammir tveir í haugi.

32. Skrykkjum gengur skáli flagðs,
skelfur alt í næri;
það mun kenna kempu bragðs
að koma við Þráin í tæri.

33. Gripsson lætur grjót og tré
ganga upp inn mæti,
þá varð leiðr að lúta á kné
loddarinn ǫðrum fæti.

34. „Stǫkumz eg meira, sterkr ertú,
stirnar kall við elda,
fæti ǫðrum fell eg nú,
fast mun taka að kvelda”.

35. Þá varð hár af hræva daun
haugrinn upp að fyllaz,
næsta kom hann í nóga raun,
nú tók Þráinn að tryllaz.

36. Hrómund talar í huganum glaðr
— horfið var þá mengi —:
„ekki ertú sem menskur maðr,
má þig fella engi”.

37. Eigi sparði álma bǫr
ilskumaðr að klóra;
koma í með þeim pilta-pǫr,
pústra gefa þeir stóra.

38. Aurnir hafði illar klær,
ekki má honum þakka,
Gripssyni lét hann ganga þær,
greip til upp á hnakka.

39. Niðr um háls og herðarblað
hreif hann góma fleinum,
lætur gefa á lendum stað,
leysir hold frá beinum.

40. Frægðar maðrinn forðar sér,
fangið tekr að grána —
„svíða nokkuð siður þér?
seg þú mér ef blána!”

41. „Hafðag á því hugarins skyn”,
Hrómund talar enn færi,
„hvaðan ið leiða katta kyn
komið í hauginn væri.

42. Fæ eg það séð að friða þig
fæstir kostir góðir,
kalla eg ráð þú klórir ei mig,
katta bannsett móðir”.

43. „Gunnlǫð hefr ei Grips í bý
getið sér arfa slikan,
þú munt fæddr af flatri þý,
fýlu tel eg þig líkan.

44. Hræddr er orðinn hugrinn þinn,
hvikar þú allr úr fangi,
kreppiz þú við kláðann minn,
þótt kall hafi negl á gangi.

45. Sé eg að þér mun sárna hryggr,
svó skal eg að þér kreppa,
munt þú aldri menja Yggr
mér úr hǫndum sleppa.

46. Blána mun þér bakið og hryggr,
ef báðar hendur hrifa,
naktan skal eg þig nadda Yggr
með nǫglum sundur rífa”.

47. Mjǫg var orðið myrkt í haug,
mátti þanninn verða,
með fótar bragði fornan draug
feldi beytir sverða.

48. „Láta skaltu ið leiða fjǫr”,
kvað lestir unda nǫðru,
„nú hef eg flagðs enn frána hjǫr
fengið i sinni ǫðru”.

49. „Þetta var þér þrautar-ráð”,
þegninn svarar enn bleiki,
„skygðum hefr þú skjóma náð,
hann skiptir með okkur leiki.

50. Svó hef eg lengi loðað á fé
og lifað í haugi mínum,
ei er gott, þó góðir sé,
gripum að treysta sínum.

51. Garprinn jafnt og sjálfum sér
sverði þessu trúði,
nú skal verða að meini mér
Mistilteinn inn prúði”.

52. „Grein þú mér”, að Gripsson kvað,
„galdra kallinn eini,
hvessu margri hildi að
þú hjótt með Mistilteini”.

53. „Sæmingr kóngr í Sámsey hét,
við sóttumz grímu alla,
sagði hann, þá sverðið lét,
seinliga munda eg falla.

54. Í sextíi hef eg og seytján betr
sumur í víking haldið,
og svó úti alla vetr,
ýta dauða valdið.

55. Hundrað sinnum hólmi á
eg hjó með sverði hreinu,
fyrðar urðu að fǫlvum ná,
fekk eg aldri skeinu”.

56. „Lengi hefr þín lundin sterk
lýðum aflað nauða:
það er ið hæsta happaverk
að hǫggva þig til dauða”.

57. Mætan reiddi Mistiltein
af miklu orkuláni,
hjó hann í sundur hálsins bein,
hǫfuðið fauk af Þráni.

58. Lýkur svó við ljótan skupp
leyfður fleina sendir,
brendi kall á báli upp,
burt úr haugi vendir.

59. Hilmir spurði Hrómund nú,
í hauginn réð að ganga;
„hversu skilduð þráinn og þú
þrautar-glímu langa?”.

60. „Glíman okkar gekk í kjǫr,
gaf það brandrinn hreini;
settig af honum Heimdals hjǫr
með hǫrðum Mistilteini”.

61. Gripsson kjǫri af greipar stein,
er garpr í hauginn sótti,
menið og hring sem Mistiltein,
er mestir gripirnir þótti.

62. Allir fengu Óláfs menn
ótal gullsins brenda.
Nausta dýr með niflung renn,
norðr í Bjǫrgvin lenda.

63. Sjóli leggur sigling af
og sitr um kyrt í landi;
gekk sú frægð um grund og haf,
er Gripsson vó með brandi.

64. Brǫgnum frá eg að burgeis traustr
býtti Ófnis palla.
Sǫgunni víkr í Svíþjóð austr,
svó skal ríman falla.

IV.

1. Fræðum gjǫrumz eg fallinn á,
fagra málið niðri lá;
því er mér trautt um að tóna dans
um tígnar-Hildi nǫðru lans.

2. Nefndan hef eg nótað stíl,
nýjan bruggað Viðris gíl;
kvendið fær af kveikum drjúgt,
kvæðið verðr af slíku mjúkt.

3. Int var næsta í óði þeim,
ýtar kómu úr víking heim;
settiz gramr að grundu hægr,
Gripsson varð af stríði frægr.

4. Grundi hét einn góður þegn,
gefr hann honum með prýði og megn
rakka þann er heitir Hrókr;
hann var bæði snarpr og klókr.

5. Hrómund gaf honum hring með gull,
— hundsins þótti launin full —
eyrir vegr og aðra sjau,
er það meir en verðin tvau.

6. Vissi þetta vóndur trúðr
Vóli kall, er ei var prúðr,
drepr hann þann inn dýra hund,
dragnaz til á náttarstund.

7. Vella Týr til vísu tók:
„Vóli, hefr þú deyddan Hrók;
einhvern tíma innig þér
fyr ǫll þau pǫrin þú leikur mér”.

8. Sjóli átti systur tvær,
svinnar vóru báðar þær:
Dagný var til dáða vend,
drós var ǫnnur Svanhvít kend.

9. Svanhvít var fyr systrum tveim,
segja má rétt af báðum þeim,
hún ber mekt yfir meyja krans
millum Víkr og Hálugalans.

10. Hǫldar lofuðu hringa grund,
Hrómund gjǫrir sér kært við sprund,
varaz hann ekki Vóla né Bíld;
verðr nú engi á rógi hvíld.

11. Talar við Hrómund hringa Fríð
heimugliga á einni tíð:
„Bíldr og Vóli við brǫgðin nóg
bera þig opt við kóng í róg”.

12. „Vilir þú ekki varna máls
vǫldug brúðrin hreyti stáls,
fýlur ǫngvar fæla mig;
eg fer sem áðr að tala við þig”.

13. Var það enn fyr vísi um dag
Vóli talar með þetta slag:
„Grípsson tælir gullas Rán,
gjǫrir hann yðr svó mikla smán”.

14. Tikin fekk svó tunguskæð
talað fyr kóngi, að leggr hann fæð
Hrómund á fyr hrópið leitt;
hvórgi gefr um annan neitt.

15. Þar til efliz þykkjan stirð,
þegninn skilz við kóngsins hirð;
svó gjǫra allir átta bræðr,
eru nú þar sem faðir hans ræðr.

16. Ólaf kóng á einni tíð
orðum kvaddi meyjan blíð:
„kempan er sú frá þér flæmd
er fengið hefr þú af mesta sæmd.

17. Hér í móti hefr þú svó
huglausasta bræður tvó,
trúir á þeira reflig ráð,
og ræktir meira lygar en dáð”.

18. „Kunnliga er það komið fyr mig,
kappinn taki að fífla þig,
heiti eg því, að hjǫrrinn skal
hepta ykkart blíðutal”.

19. „Mantu nokkuð, milding, þat,
máttugt trǫll í haugi sat,
þorðir hvórki þú né neinn
þangað fara nema Hrómund einn?”.

20. Fors var ei með fylkir dælt,
„fyr þau orð að þú hefr mælt,
gista verður gálga tré
Gripsson, þótt hann frækinn sé”.

21. Brúðrin gekk í burtu reið,
bróður svarar á þessa leið:
„fylkirs hugr er forsi strengdr;
fyrr mun Bíldr og Vóli hengdr”.

22. Jungfrú tældi ástin ný
afreksmann i kóngsins bý;
gjǫrðiz eigi Gripsson bráðr,
hann gekk á tal við mey sem áðr.

23. Sjólar tveir á svænskri grund,
sveitir heldu á þessari stund,
hafa þeir báðir Haddings nafn;
Helgi varði þeira stafn.

24. Helgi inn frækni hafði sigr
hvar sem hann bar að rómu vigr;
flesta kyngi framda lét
frilla hans er Kára hét.

25. Gjǫra þeir boð til Óláfs ótt,
ǫðling skal með sína drótt
koma um vetr á Vænis ís;
vargar skulu þar eiga prís.

26. Hann vill dubba herlið frítt
heldr en flýja óðal sítt;
býz hann þegar í branda morð,
bræðrum gjǫrir og Hrómund orð.

27. Hrómund kvez um hauðr og sam
hvergi skyldu fylgja gram,
„Bíldr er frægstr og Vóli á valt
vinna þeir með kóngi alt”.

28. Ǫðling bjó sem áöur lið,
jungfrú tók að blikna við,
hún hefr sig upp á Hrómunds garð,
að hennar kómu skemtan varð.

29. „Meira virtu mína bæn,
menja Týr”, kvað brúðrin væn,
„heldr en breytni bróður míns,
biðja vil eg þig fylgis þíns.

30. Býta vil eg þér bugnir einn,
betri finz ei skjǫldur neinn,
skeðr þig hvórki skaði né grand,
ef skjaldar hefr þú nokkuð band.

31. Bugnir finz ei betri en sá”,
burðug mælti hringa Ná,
„mistu aldri mektar rendr
á meðan nokkuð eptir stendr”.

32. Gripsson þiggur gilda rít,
gladdiz við það brúðrin hvit,
hetjan býz til ferðar fróð;
flestu orkar kvinnan góð.

33. Forlags stundin ílestu ræðr,
ferðaz hann og átta bræðr;
vísir kemr til Vænis þýðr,
var þar fyrir inn svænski lýðr.

34. Að morni þegar er vigljóst var,
vópnaz meim á ísi þar;
Svíar og Norðmenn sóttuz fast,
sverðið varð að brotna hvast.

35. Bildur var, þegar byrjar fundr,
barinn í hel sem annar hundr;
ógurligt var ýta fall,
engi maðr sá Vóla kall.

36. Oláfs sverð í ǫrva dríf
járni klýf'ur búna hlíf;
Hadding kóngur hitti gram,
þeir hjugguz þegar að brandrinn nam.

37. Alla klýfur Óláfs sverð
ǫðlings síðu niðr frá herð;
Hadding varð af hǫggi nár,
hilmir fellur móðr og sár.

38. Hrómund átti hrauktjald eitt,
hinn veg stóð við vatnið breitt.
Bragnar fengu bana og sár,
bræður klæðaz þegar í ár.

39. Afreksmaðrinn innir brátt:
„illa hefr mig dreymt í nátt;
ekki gengur alt í hag;
ekki fer eg til striðs í dag”.

40. Allir bræður æsaz framm:
„er það rélt in mesta skamm,
heita að veita hilmir lið
og hafa þó ǫngvan drengskap við”.

41. Bræður óðu i branda þátt
og brytja ei með vópnum smátt;
hverr lá dauðr af Haddings ferð,
er hopaði undir þeira sverð.

42. Helgi átti hǫggvópn það,
hvergi gefr í járni stað,
Finnsleif hét in fagra hlíf,
er frillumaðrinn berr í kif.

43. Kára var sú, er konstrin nam,
komin á lopt í áltarham;
gól hun svó með galdra stig,
gáði engi að verja sig.

44. Fór í móti frændum Hróks,
fleina veðr af magni óx,
æfin varð ei lýðum lǫng,
litu þeir til þar áltin sǫng.

45. Hjó hann í fystu Hǫgna og Gaut,
Hrólfr og Þrǫstr að velli laut,
Háka sem Loga í hjǫrva gný
Helga inn sterka og Angantý.

46. Gumna feldi galdra drengr,
Gripsson út af tjaldi gengr;
drengmanns hjarta dýru ræðr,
drepna leit hann átta bræðr.

47. „Nú hefr Helgi inn frækni felt
fræga bræðr, en móður hrelt;
á honum er mér að hefna skylt,
hjartað verðr af sorgum fylt”.

48. Stefnir hans var stáli af,
stoltar skjǫldr, er Svanhvít gaf,
aldri kom honum brynja á bein,
bar hann í hendi Mistiltein.

49. Geysiligr var gumna styrr,
Gripsson stendur ekki kyrr,
bragna klýfr hann brandi meðr;
bugaði alt þar Hrómund veðr.

50. „Hér er sá kominn að Hrangað vó”,
Helgi inn frækni talaði svó;
„sjái þér nú við sverði því,
er sótti kappinn hauginn í.

51. Gripsson máttu ganga nær,
er garpa mína drepr og slær;
hlýra þinna brjóst og blóð
brandrinn minn að hjǫltum óð”.

52. „Hvergi þarf til hǫggs við sig
Helgi inn frækni að eggja mig;
annað hvórt skal eg eða þú
ǫndu firður liggja nú”.

53. „Þitt er sverðið þungt og breitt,
þú fær valla stálið reitt;
viltu eg fái þér vópnið það,
valdið getir þú rómu að?”.

54. „Eigi þarftu Helgi hér
hjartaleysi að eigna mér;
það man eg hǫgg að Hrangað fekk,
hausinn allr í sundur gekk”.

55. „Sætu hefr þú sokkabǫnd,
seggrinn, vafið um þina hǫnd;
af því fær þú ǫngva und;
er það satt, þú trúir á sprund.

56. Skildu frá þér skjaldarbrot
skjalligt er það giptu þrot:
vittu þá, ef vópn er reitt,
veita skal eg þér hǫggið eitt”.

57. Mintiz litt, á meyjar orð,
mundriða kastar niðr á storð;
báðum hǫndum berz hann nú,
bregðr af því sem talaði frú.

58. Helgi reiddi upp hvassa egg,
hjó hann í sundur áltar legg;
Kára hvergi kynstrug fló,
kraup hun niðr ab velli og dó.

59. Hrómund reiðir Hildar blys —:
„Helgi vantu ið mesta slys:
farin er heill við fleina gjálfr,
frillu þina draptu sjáJfr”.

60. Gott er ei við garp að kláz.
Gripsson undan hǫggi bráz;
korn þá oddrinn ótæpt við,
allan reist hann Hrómunds kvið.

61. Helgi talar, en hlifar trǫll
að hjǫltum rendi niðr í vǫll:
„úti er nú æfin mín,
illa fór eg mista þín”.

62. Hrómund sá, að Helgi lýtr,
hrævar lauðr um garpinn flýtr,
hann lét ekki að hǫndum sein
hart að reiða Mistiltein.

63. Hausinn klýfr og hjálminn blá,
heilinn þegar á sverði lá,
jǫxlum mætti eggin hǫrð,
urðu stór í brandinn skǫrð.

64. Hrómund lítur hrottann á.
Helgi verður þegar að ná.
Nú má hverr, er heyrir til,
hafa að sér ið fjórða spil.

V.

1. Ástar leikur armr og veikr
amar að brjósti þrǫngu;
sit eg því bleikr að silkieikr
sinna til mín ǫngu.

2. Þegninn fær, þá þeini er kær,
þakkar orðið blíða:
hinn er ær, sem ekki slær
alls kyns dansa fríða.

3. Fæ eg það seint að fljóðið hreint
fárið vildi lækna.
Hitt var greint að stálið steint
stýfði Helga inn frækna.

4. Ægis barð í jaxla garð
urði hann Mistilteini;
molna varð í mækinn skarð,
fyr meizla hǫrðu beini.

5. Brandinn skók sá skyldr er Hrók,
skýfir Haddings mengi,
særaz tók en sveitin klók
sótti að honum lengi.

6. Fullhuginn lætr framan til nætr
felda drengi tvista,
hǫfuð og fætur Hrómund lætr
hrottann af þeim kvista.

7. Bana fekk hverr, er brandrinn skerr,
brátt kom nótt in dimma.
Haddings herr úr hildi ferr,
heptiz þanninn rimma.

8. Stóran leit, er stefnir sveit,
standa mann á ísi,
garprinn veit, að gjǫrt hefr reit
galdra kallinn vísi.

9. Hann hefr vígt og ristið ríkt
reit með gǫldrum sínum,
„væri líkt, að vinna slíkt,
Vóla kompán mínum”.

10. Hetjan stinn yfir hringinn inn
hljóp að Grimnis arfa,
hjaltalinn hann hefr upp sinn,
„hvað mun Vóli starfa?”

11. Kemr þar brátt hann kann ei fátt;
kappans sverð úr hendi
blæs hann hátt við bragða mátt,
burt í ísinn rendi.

12. Svó bar að uni sára nað,
svikarinn mátti kunna,
rataði það á rifu í stað
og rendi niðr til grunna.

13. Lyddan sú með lymska trú
lær að fleina sendi:
„feigr ertú á fótum nú,
fell þér sverð úr hendi”.

14. Halrinn eigur hǫrku seigr
heiptir gjalda fóla:
„þú munt feigur fantrinn deigr”,
fullhuginn greip til Vóla.

15. Misti stáls, en mýgir áls
meiðing veitli stranga,
varnar máls, en Vóla háls
varð í sundr að ganga.

16. Þar lá óður þeygi góðr
þulr enn galdra vísi;
seima rjóður sár og móðr
settiz niðr á ísi.

17. „Mætrar frú, er mér var trú,
mista eg ráðs um stundir,
hef eg því nú — segir hetjan sú —
hættar fjórtán undir.

18. Urðu hér”, kvað álma grér,
„átta bræðr að krjúpa;
hjalta lér úr hendi mér
hvarf i vatnið djúpa.

19. Sútar karmur, sára farmr,
sækir menja skerði,
minn er harmur mikill og armr,
mestr er skaðinn að sverði.

20. Bera skal fætur burgeis mætr
brátt úr stála hjaldri;
þess mun eg bætr, er brandinn lætr,
bíða á æfi aldri”.

21. Virðum þeim i vopna seim
vigin urðu að gjaldi;
kemr þá heim og kveikir eim
kempan ein i tjaldi.

22. Bakar þar viður brjóst og iðr,
brunnu eldar langir,
opinn er kviðr en ístrið niðr
alt úr búki hangir.

23. Hratt hann inn, en heimti út skinn,
hreinum ísturs broddi,
kempan stinn tók stálkníf sinn
og stingur fyrir með oddi.

24. Reyndi lið svó ræsis nið,
ríka geldur leigu,
ristinn kvið, því ramt er við,
rifar með basti seigu.

25. Systur tvær með sjóla nær
sóttu langt til hildar,
vænu mær til valsins þær
að vitja um kempur gildar.

26. Hittuz fljóð og hetjan góð,
er heimti sorgir aumar,
kappinn stóð við kveikta glóð,
kvið með basti saumar.

27. „Hví skal fót á hjǫrva mót
hafa um nætur svanni?
Viltu bót, en væna snót,
vinna sárum manni?”.

28. „Heitir sá”, kvað hringa Ná,
„Hagall er þig skal græða;
kelling má, er kappinn á,
kempu rǫskva fæða”.

29. Fóru sprund með fleina lund
og færðu Hagli kalli;
græddi af und þann garp um stund,
að grimri er hverjum jalli.

30. Hjónin klók á heiðna bók
Hrómund gjǫrðu að lækna:
vífið ók til vals og tók
visi á burt inn frækna.

31. Sjóli mæddr af svanna klæddr
sóttr af menjatróðum,
hann var fæddur heill og græddr
húss af bónda góðum.

32. Hrómund fann að kelling kann
kuklaradóm af sprundum;
hennar mann fyr vífi vann
og veiðir fiska stundum.

33. Þegar í ár að þegninn stár
þrifinn á vatnið hreina,
dregr með sár úr djúpi lár
drengrinn geddu eina.

Ferðaz skal að frelsa hal
ef finnaz mætti tiggi,
eg kann val með vizku tal
vígja svó hann liggi.

34. Kendi mein, er krufði bein
kall með stórri breddu;
Mistiltein með mætri grein
í maganum fann á geddu.

35. Fylliz sjóðr, þá fleina bjóðr
færði menja skerði;
ei var hljóður ǫrva rjóðr,
þá ǫðling tók við sverði.

36. Sá var einn i sóknum beinn
Svía ineð rikum stilli,
Haddings sveinn að heldr var meinn,
heitir Blindr inn illi.

37. Halrinn sá kvaz hyggja þá
að Hrómund væri á lífi,
„heilsu má og hressing fá
Hagals hjá klóku víti”.

38. „Eigi mun,” kvað hilmir, „hun
Hrómund þora að leyna”;
Herjans sun kvez hafa á grun,
„hirðin skal það reyna”.

39. Hirðin stór frá hǫllu fór,
hefr til bæjar langað;
kelling sór við Kjalar og Þór,
að kæmi nokkuð þangað.

40. Kemr frá hǫll með kynstrin ǫll
kóngsins vinr að bragði,
„enn mun trǫll”, kvað auðar þǫll,
„jafnslægt verða flagði.

41. Lókrinn skal með lýða val
leita verða um stundir”.
Hrómund fal í hávum sal
heitu katli undir.

42. Eigi var hindr að hér kom Blindr,
Hrómunds leita náði,
fór sem vindr um fornar grindr,
fann þó ei á láði.

43. Þegar að drengr úr garði gengr,
gǫrpum segir hann teitum:
„oss er ei fengr í ferðum lengr;
fǫru vér aptr og leitum.

44. Kúrði meir sá knúði geir
ketils í miðju hvólfi”.
„Hér fara þeir”, kvað hringa Eir,
„Hrómund, stattu á gólfi.

45. Nú skal þegn, sem þjóðin fregn,
í þýjar klæði færa;
þú hefr megn að mala í gegn,
mína kvern að hræra”.

46. Þegninn stóð í þýjar vóð,
þrifur mǫndul stinnan;
Blindur óð með brǫgðin fróð
brátt um húsið innan.

47. Mǫndul dró af magni svó,
mátti ei orku slilla,
lítið bló, en leit hann þó
til lofðungs manna illa.

48. Fleina Gaut, er frægðir hlaut,
fann hann ei með galdri,
fara þeir braut, en baugalaut
bað þá þrífaz aldri.

49. „Klók er fru, eri kynstrug hjú
hjá kelling þeygi prúðri;
ambátt sú var ekki trú,
er áðan sióð hjá lúðri”.

50. Ristill svinnr í ráðum vinnr
ræsis kempur teitar;
halrinn svinnur hvergi finnr,
hversu opt sem leitar.

51. Firna-raumur, flatr og aumr
frá eg að ekki vinni.
Hverfi glaumr og hornastraumr
Hárs í fimta sinni.

VI.

1. Reika tekr en ramma þrá
rýgjar mér í vindi,
því er eg orðinn ǫxlum frá
ungri silkilindi.

2. Gekk eg framm á sútar sand
á sorgar-tíma ǫrmum,
þar lá fley við frygðar-land
fult af alls kyns hǫrmum.

3. Stóð þar upp i stafni Pín
af stríðu hatri kvenna,
hun bað mig koma í sess til sín
á sorgar bátinn þenna.

4. Er því drjúgum daga sem húm
dapr að ǫðru hverju,
kom eg þar niðr í krapparúm
Kjalars á hauka ferju.

5. Rak mig burt af ræktar hafn
af ráði sorgar vinda,
má eg því ekki meyjar nafn
í minum kvæðum binda.

6. Sorgum trú eg að sætan kær
seint mun vilja létta,
þulda eg rimur þrjár og tvær,
þessi verðr en sétta.

7. Um vetrinn eptir bar fyr Blind
brigða-marga drauma;
sagði hann þetta svænskri kind,
síz mun ganga í tauma.

8. Þar fyrir misti hann gleði og glaum
gjǫrðiz fátt til náða;
halrinn skyldi herma draum,
en Hadding kóngur ráða.

9. „Var það fyst í vórum blund,
varg sá eg austan renna,
beit hann yðr svó breiða und,
bragning mátti kenna”.

10. „Koma mun vindr úr skýjum skæðr,
skelfa kóngsins veldi;
hrjóta á mig gneista glæðr,
geng eg næri eldi”.

11. „Dreymdi mig að æliz einn
úlfr hjá Hagli kalli,
sá var ei í blíðu beinn,
beit hann menn á hjalli.

12. Jafnvel reif hann yðr sem mig
og alla kóngsins þegna;
heldr var sýnin hræðilig,
hvað nnm slíku gegna?”.

13. „Hagals er sagt við húsagarð
híðbjǫrn nokkur liggi,
jafnan hǫfu vér æfiskarð
ætlað honum”, kvað tiggi.

14. „Þá mun bjǫrninn bíta yðr,
er búiz þér hann að veiða”.
„Þar er sú dygð að drauminn styðr,
djarfliga skal eg það greiða”.

15. „Sunnan rendi svínið mart
seggr að þinni hǫllu,
rananum tóku að róta hart
ríki þessu ǫllu”.

16. „Þar mun leysa sull úr sjó,
sól í heiði skína,
verǫldin gleðz með vakt og frjó,
veðr og kuldar svína”.

17. „Kómu úr norðri kolsvǫrt ský
með klær og vængi bjúga
og með þenna breiða bý
burtu gjǫrði að fljúga”.

18. „Húsin vór munu hefjaz ǫll,
hygg eg það fyr góðu;
gjǫrig þar eina glæsta hǫll,
er gamlar toptir stóðu”.

19. „Var það enn í einum draum,
eg vil greina tiggja,
gildan leit eg gríðar taum
grams við ríkið liggja”.

20. „Þar er þú leiz inn langa orm
liggja fyri á sandi,
það raun dreki með dýrligt form
duna að vóru landi”.

21. „Langur var sá Lóðurs kundr,
leit eg austan renna,
réð á yðr og reif í sundr;
ráð þú drauminn þenna”.

22. „Þar mun koma frá kóngi af Hleiðr
kappi nokkurs máttar;
fyst mun verða fundrinn reiðr
og falla niðr til sáttar”.

23. „Kom eg þar, herra, í húsið inn,
er haukar sátu á stǫllum;
fjaðralaus var fálkinn þinn
og flettur hamnum ǫllum”.

24. „Margir koma í mildings hǫll
menn af landi ríku;
vópnin munu þér veita upp ǫll,
verð eg reiðr af slíku”.

25. „Dreki þinn leiz mér færðr á flóð,
flaut í báru miðri,
hǫfuðlaus allur herrinn stóð
í heitu vatni niðri”.

26. „Lofa eg minni Ijúfri hirð
lǫnd að kanna fleiri,
þá mun ǫðlings ásjón firð,
ekki er draumrinn meiri”.

27. „Dreymdi mig að drákons feðr
drægi Hagall úr Væni;
Hrómunds linda hekk sá meðr
heiðarfiskrinn græni”.

28. „Állinn kemr þar upp í mót,
eigi smár frá grunni;
verðr hann síðan vafinn í nót
og veiddr af menja runni.

29. Vópnið sǫkk í vatnið kalt,
valla má slíkt ugga;
hvórt ætlar þú Hrómund alt,
in hræðslufulla dugga?”.

30. Frá eg að kæmi fylkis til
fleiri draumar sterkir,
ǫðling réð þá alla í vil,
en ǫngvan svó sem merkir.

31. „Blindur muntu birta mér,
beint svó að ekki tálmi;
harðr var sleginn um háls á þér
hringr af brendum málmi.

32. Leiðum reittu letinnar klár
lítla stund til náða,
dælt mun vera, kvað drengrinn flár,
drauma slíka að ráða”.

33. „Gálgi merkir gamlan hest,
get eg að mínki náðir;
líkt inun okkur fara um flest,
feigir eru við báðir”.

34. Hrómund var hjá Hagli græddr
heill og vel til reika.
Þegar vill Óláfr járni klæddr
afla vargi steika.

35. Fjǫlda manns að fylkir dregr
frægðarmaðr í hljóði,
seggja liggr í Svíþjóð vegr;
sverðin trú eg þeir rjóði.

36. Óvart koma þeir eina nátt
ǫllum Haddings gǫrpum,
lúðrar margir létu hátt,
lagið er vópnum snǫrpum.

37. Ǫðling vaknar ekki fyrr
úti frá eg hann liggja,
hús er brotið, en hǫggnar dyrr
á hviluranni tlggja.

38. Hadding kóngur heitir á menn,
og hljóp í skyrtu síða,
„hverr er sá með harki renn
hygz um nætr að stríða?”.

39. „Hrómund Gripsson heitir sá,
hér er kominn í skemmu,
kappa gjǫrir að kǫldum ná
og klýfur hjálm og emmu”.

40. „Furðu mun þér falla vel,
þó fyrðar hnígi mínir,
áður dó fyr oss í hel
átta bræður þínir”.

41. „Minstu á það milding fátt,
mér býr nóg í hjarta;
sú skal þín in seinsta nátt,
ef sverðið dugir ið bjarta”.

42. „Buðlungs hvergi brynjan finz,
burt er hattur Þriðja,
eg skal þó meðan æfin vinz
ǫngrar sáttar biðja”.

43. Pegn hljóp upp í þessu einn,
þegar til vópna festi,
sá var ræsis rekkju sveinn,
risi og trǫll að vexti.

44. Gripsson hǫggur glaðr til raums,
gall í stæltum fleini;
þá tók af honum enda saums
egg á Mistilteini.

45. Hadding verz með hrotta knár,
Hrómund að honum sótti,
ǫðling varð þó ekki sár;
undur flestum þótti.

46. Hvert það hǫgg á hilmi datt
og Hrómund skyldi greiða,
sverðið kemr á sjóla flatt,
sǫng í gramnum breiða.

47. Kylfu neytti kappinn vel,
kastar Bæsings líka,
þar kemr loks hann lemr í hel
lofðúng þann inn ríka.

48. Hrómund talar að „Haddings herr
hefr nú fengið lægra;
sá hefr lofðung látiz hér,
leit eg ǫngvan frægra.

49. Sjá bar fylkir fremd og þrótt
sem fornum kóngi stæði,
hefði eg aldri sjóla sótt,
ef sinum gerðum næði”.

50. Hverr var dauðr á Haddings láð
hinn er bjóz til varnar;
þá var leiðum lóki náð;
listir hans eru farnar.

51. Bǫlvís kall er Blindur hét
bundinn var með snæri,
hengdr á gálga og heiðrinn lét,
hann gat þessu næri.

52. Bragnar tóku inn brenda seim
og báru á mǫrgum hestum;
seggir fóru úr Svíþjóð heim
sigri prýddir mestum.

53. Fór með kóngi, fegri en dript,
foldin bjartra veiga;
Hrómundi var hringþǫll gipt,
er hún vill gjarna eiga.

54. Svanhvít festi síðan hann,
seggrinn allvel unni;
vífið elskar virta-mann
vel sem dygðin kunni.

55. Hrómund Gripsson herrann lætr
hæstan mann í ríki;
ól við Svanhvít sonu og dætr,
sá var kónga líki.

56. Aldri trú við tiggja brá,
tókuz mægðir slíkar,
kappa þeim eru komnar frá
kónga-ættir ríkar.

57. Kvæða biðja kurteis sprund,
eg kann þeim ekki neita;
glósað hef eg gaman um stund:
Griplur skulu það heita.

58. Þessar rímur þiggi nú,
þreyttur er eg af mæði,
þungi mikill og þrettán bú, —
þar skal úti kvæði.

Источник: Rímnasafn — Samling af de ældste islandske rimer. Udgivet for Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur ved Finnur Jónsson. I. Bind. København. S. L. Møllers bogtrykkeri. 1905–1912. P. 351-408.

Сканирование: Евгений Мироненко

OCR: Тим Стридманн

© Tim Stridmann