Ágrip af sögu Danakonunga

325 Haraldr hárfagri var son Hálfdanar svarta, Guðrøðarsonar ins gǫfugláta, Hálfdanarsonar ins milda ok ins matarilla, Eysteinssonar, Hálfdanarsonar hvítbeins, Óláfssonar trételgju, Ingjaldssonar ins illráða, Ǫnundarsonar. Ingjaldr inn illráði átti Gauthildi, dóttur Algauta, sonar Gauts, er Gautland er við kennt.1

Móðir Haralds hárfagra var Ragnhildr, dóttir Sigurðar hjartar. Móðir hans var Áslaug, dóttir Sigurðar orms-í-auga.2

Ráðbarðr konungr í Hólmgarði fekk Unnar, dóttur Ívars ins víðfaðma. Þeira son var Randvér, bróðir Haralds hilditannar. Hans son var Sigurðr hringr; hans son Ragnarr loðbrók; hans son var Sigurðr ormr-í-auga; hans son Hǫrða-Knútr; hans son var Gormr; hans son Haraldr; hans son var Sveinn tjúguskegg; hans son Knútr inn ríki; hans synir váru þeir Hǫrða-Knútr, Haraldr ok Sveinn.

Sveinn konungr tjúguskegg átti dóttur, er Ástríðr3 hét. Hana átti Úlfr jarl Sprakaleggsson. Þeira son var Sveinn, er 326 Magnús hét ǫðru nafni.4 Hans son var inn helgi Knútr konungr ok Eiríkr eygóði.5 Son Eiríks var hertogi6 Knútr inn helgi; hans son var Valdimarr. Son Valdimars hét ok Valdimarr; hans son var inn helgi Eiríkr konungr, faðir Ingiborgar7 dróttningar í Nóregi. Kristófór var bróðir Eiríks konungs; hans son Eiríkr.8

Í þenna tíma er Karl konungr, er kallaðr er Magnús ok um síðir varð keisari, stýrði Rúmverjaríki, hyggju vér ríki ok konungdóm haft hafa á Norðrlǫndum Sigurð hring, fǫður Ragnars loðbrókar. Þann Sigurð segja menn verit hafa bróðurson Haralds hilditannar. Karl keisari andaðisk á því ári, er liðit var frá burð várs herra Jesú Kristí átta hundruð9 ok fimmtán ár. Lovis, son Karls keisara, tók keisaradóm eptir fǫður sinn. Hann lét skíra út í Meiðinzborg 327 Harald konung af Jótlandi. Eptir Harald konung var Eiríkr konungr, er kirkju lét gera í Slésvík. Eptir hann var annarr Eiríkr, er kirkju lét gera í Rípum. Eptir daga þessa Eiríks konungs lagði sá konungr undir sik Danmǫrk alla, er Gormr hét, harðr ok heiðinn. Hans dróttning var Þyri Danmarkarbót.10

Í þenna tíma var uppi í Nóregi Haraldr hárfagri, er undir sik lagði Nóreg allan. Hann fekk þá konu af Danmǫrk, er Ragnhildr hét, ok hyggju vér hana verit hafa dóttur Eiríks konungs ins síðara af Jótlandi, er fyrr var nefndr. Þeira son var Eiríkr blóðøx.11

Haraldr konungr blátǫnn12 tók ríki í Danmǫrk eptir Gorm konung, fǫður sinn. Á hans dǫgum herjaði á Danmǫrk Otti keisari inn fyrsti með því nafni, er kallaðr er Magnús, ok sigraði hann. Ok hann lét skíra Harald konung ok Svein, son hans, ok veitti honum sjálfr guðsifjar ok kallaði hann Svein Ottó. Þenna Svein kalla Danir ok 328 Norðmenn tjúguskegg. Þá tók ǫll Danmǫrk við kristni. Á því ári var liðit frá burð várs herra Jesú Kristí níu hundruð ok fimm tigir ára. Haraldr konungr blátǫnn helt vel síðan kristni.13

Á síðustum dǫgum hans stríddi til lands í móti honum Sveinn, son hans, ok í þeim bardaga, er þeir áttu, varð Haraldr konungr sárr ok flýði til Jómsborgar í Vinðland ok andaðisk þar allra heilagra messu14 ok var fluttr til Róiskeldu ok jarðaðr þar. Þá hafði hann verit fimm tigi vetra konungr eptir fǫður sinn.15 Hann hafði gǫrt mikit hervirki í Nóregi.16

Sveinn tjúguskegg tók ríki í Danmǫrk eptir fǫður sinn. Hann helt illa kristni. Á hans ríki herjaði Eiríkr sigrsæli Svíakonungr, ok rak hann Svein konung af ríki ok helt síðan Danaríki til dauðadags. Eptir dauða Eiríks konungs fekk Sveinn konungr ríki sitt í Danmǫrk.17

Í þenna tíma herjuðu Jómsvíkingar í Nóreg at áeggjan Sveins konungs. Mǫrgum vetrum síðar bǫrðusk þeir Sveinn konungr ok Óláfr Svíakonungr ok Eiríkr jarl, son Hákonar 329 jarls ríka af Nóregi, við Óláf Tryggvason Nóregskonung, er þar helt fyrst kristni, ok fengu unnit um síðir. Þá kallaði Sveinn konungr sér þriðjung af Nóregi. Eptir þat herjaði hann í England ok lagði undir sik. Hann andaðisk þar skjótliga í hvílu sinni, ok birtisk svá nǫkkurum mǫnnum sem inn helgi Edmundr hefði drepit hann með því móti sem Merkúríús riddari drap Júlíánúm apostatam. Þá hafði Sveinn konungr verit konungr eptir fǫður sinn …18

Knútr, er Landbertus19 hét skírnarnafni ok kallaðr er á danska tungu ok norrœna Knútr ríki, tók konungdóm í Danmǫrk eptir Svein konung, fǫður sinn, tíu vetra gamall. En þrim vetrum síðar herjaði hann til Englands, ok eptir margar orrostur vann hann <landit> undir sik á því ári. Var hann síðan konungr yfir þessum tveim þjóðlǫndum, þar til er hann fór með tólf hundruð skipa í Nóreg ok lagði undir sik allt konungríki, er inn helgi Óláfr konungr átti ok hann hafði fullkomliga til kristni snúit. Varð þá inn helgi Óláfr konungr at rýma landit fyrir Knúti konungi, ok fór hann fyrst í Svíaríki ok síðan austr í Hólmgarð. Ok þá er hann hafði verit þar einn vetr, vendi hann aptr í Nóreg ok fell þá í Þrándheimi á Stiklastǫðum fyrir landsher.

Knútr konungr gaf konunganǫfn þrim sonum sínum, Haraldi í Englandi, Hǫrða-Knúti í Danmǫrku, Sveini konungi í Nóregi. Hans móðir var Álfífa. Dóttur Knúts konungs, Gunnhildi, átti herra Heinrekr, er síðan varð keisari. Svá segja danskir menn, at Knútr konungr vann 330 undir sik Eistland.20 Hann fór til Róms, ok hann lét setja klaustr í Edmundarborg.21 Hann andaðisk í Englandi Ídús Nóvembris. Þá var liðit frá burð várs herra Jesú Kristí þúsund ok þrír tigir ok fjórir vetr.22 Þá hafði Knútr verit konungr yfir Danmǫrk sjau vetr ok tuttugu, en yfir Englandi fjóra vetr ok tuttugu, en yfir Nóregi sex vetr.23

Hǫrða-Knútr, son Knúts konungs ríka, var konungr í Danmǫrku eptir fǫður sinn átta vetr. Hann var ok konungr yfir Englandi fjóra vetr.24 Hann gerði sætt ok kærleik við Magnús konung góða af Nóregi, son ins helga Óláfs konungs, með þeim skildaga at sá þeira, sem lengr lifði, skyldi taka ríki eptir þann, er fyrri andaðisk, ef sá ætti engan son eptir. Hann andaðisk af sótt.

Magnús konungr góði af Nóregi tók ríki eptir Hǫrða-Knút í Danmǫrk. Sumir landsherrar í Danmǫrku váru honum ótryggir ok stríddu í móti honum ok hǫfðu jafnan lægra hlut. Þá herjuðu Vinðr í Danmǫrk, ok Magnús konungr barðisk við þá ok gaf þeim svá mikit slag á Hlýrskógsheiði, at þar fellu af Vinðum fimmtán þúshundruð manna.25 Hann andaðisk í Danmǫrku áttunda Kalendas 331 dag Nóvembris.26 Norðmenn fluttu lík Magnúss konungs til Nóregs, ok hvílir hann í Kristskirkju í Niðarósi. Þá hafði hann verit fimm vetr konungr yfir Danmǫrk.

Sveinn, er Magnús hét ǫðru nafni, son Úlfs jarls, tók konungdóm í Danmǫrku eptir Magnús konung góða. Móðir Sveins konungs var Ástríðr, dóttir Sveins tjúguskeggs, systir Knúts konungs ríka. Hann hafði lengi ófrið ok stríð við Harald konung harðráða af Nóregi, bróður ins helga Óláfs konungs. Sveinn konungr átti fjórtán syni, þá sem ór bernsku kómu, ok urðu af þeim fimm einvaldskonungar í Danmǫrku. Hann gipti Ingiríði, dóttur sína, Óláfi konungi kyrra af Nóregi, syni Haralds konungs harðráða. Hann varð sóttdauðr. Þá hafði hann verit konungr níu vetr ok tuttugu.27

Haraldr, er kallaðr var hein, tók konungdóm eptir Svein konung, fǫður sinn, ok ríkti fjóra vetr. Hann varð sóttdauðr.

Knútr inn helgi, annarr son Sveins konungs, tók ríki eptir Harald konung, bróður sinn. Hann var sjau vetr konungr. Hann var góðr réttari28 ok refsti mjǫk rán ok ósiðu. Fyrir þat gerðu Danir samnað at honum ok drápu hann ok Benedikt, bróður hans, í heilagri kirkju í Óðinsey í Fjóni. Hans messudagr er sétti Ídús Júlíi.29

Óláfr, þriði son Sveins konungs, tók konungdóm eptir 332 inn helga Knút, bróður sinn. Hans dróttning var Ingigerðr, dóttir Haralds konungs harðráða af Nóregi. Hann var átta vetr konungr ok varð sóttdauðr.

Eiríkr, er kallaðr var eygóði, fjórði son Sveins konungs, tók konungdóm eptir Óláf konung, bróður sinn. Á hans dǫgum var settr erkibiskupsstóll í Lund í Danmǫrku. Ǫzurr erkibiskup var þar fyrstr. Hann andaðisk út í Kípr, þá er hann fór út til Jórsala. Þá hafði hann konungr verit átta vetr.

Níkulás, inn fimmti son Sveins konungs, tók konungdóm eptir Eirík konung, bróður sinn. Hann átti Margrétu, dóttur Inga Steinkelssonar Svíakonungs. Þeira son var herra Magnús sterki. Margrétu átti fyrr Magnús berfœttr Nóregskonungr, son Óláfs kyrra. Síðarliga á dǫgum Níkuláss konungs drápu þeir Magnús, son hans, ok Heinrekr skǫtulær30 með svikum inn helga Knút hertoga í Sjólandi, son Eiríks eygóða. Þat var sjaunda Ídús dag Janúaríi.31 Eptir þetta hófsk í móti Níkulási konungi Eiríkr, er kallaðr er eymuni,32 son Eiríks konungs eygóða, bróðir ins helga Knúts hertoga, ok áttu þeir mikla orrostu í Skáni. Þar fellu sex biskupar, ok þar fell Magnús sterki, son Níkuláss konungs ok Heinrekr skǫtulær, son Sveins Sveinssonar konungs. Níkulás konungr flýði ór bardaganum til Jótlands ok var síðan drepinn í Heiðabý. Þá hafði hann verit konungr þrjá tigi vetra.

Eiríkr eymuni tók ríki ok konungdóm eptir Níkulás konung. Hann átti Málmfríði dróttning, er fyrr hafði átt Sigurðr konungr í Nóregi Jórsalafari. Hann fór með her í 333 Nóreg ok með honum Magnús konungr blindi, son Sigurðar konungs Jórsalafara. Þeir brenndu staðinn í Ósló ok svá Hallvarðskirkju33 ok unnu ekki til frægðar í þeiri ferð. Ingi ok Sigurðr, synir Haralds konungs gilla, váru þá konungar í Nóregi, bǫrn at aldri. Eiríkr lét drepa Harald kesju, bróður sinn, ok tvá syni hans. Eiríkr konungr var drepinn á þingi í Jótlandi. Sá hét Plógr svarti, er vá konunginn. Þá hafði hann konungr verit fjóra vetr.

Eiríkr spaki, er sumir menn kalla lamb, systurson Eiríks konungs eymuna, tók konungdóm eptir hann. Í fǫðurætt var hann kominn af Magnúsi konungi góða. Í móti honum stríddi til ríkis Óláfr, son Haralds kesju, ok þeir áttu átta bardaga á einu ári, ok einn tíma bǫrðusk þeir þrysvar á einum degi. Á ǫðru ári34 ríkis Eiríks konungs fell Óláfr fyrir honum. Eiríkr var konungr átta vetr. Hann gaf sik í klaustr, ok andaðisk hann munkr í Óðinsey.

Eptir þat váru konungar tveir í senn yfir Danmǫrku. Tóku Skánungar sér til konungs Svein, er kallaðr var svíðandi, son Eiríks konungs eymuna. En Jótar tóku sér til konungs Knút, son herra Magnúss sterka. Þessir konungar stríddu lengi um ríkit, ok veitti Knúti konungi jafnan þyngra, þar til er Valdimarr, son ins helga Knúts hertoga, kom til liðsemðar við Knút konung. Var þá gefit Valdimar konungsnafn, en Sveinn konungr varð at flýja í þýðiskt land. Hann var harðr maðr ok svikall. Litlu síðar sættusk þessir þrír konungar, ok skiptu þeir þá Danmǫrk millim sín í þriðjunga. Ok þegar eptir þat sveik Sveinn konungr báða þá, Knút konung ok Valdimar konung. Var þá Knútr 334 konungr veginn, en Valdimarr konungr varð sárr ok komsk við þat undan. Þetta var í Róiskeldu á Laurenzmessu aptan.35 Knút konung segja menn helgan. Knútr var átta vetr konungr. Nǫkkuru síðar bǫrðusk þeir Valdimarr konungr ok Sveinn konungr á þeiri heiði, er Graði36 heitir. Þar fell Sveinn konungr. Þá hafði hann verit konungr níu vetr.37

Eptir þetta eignaðisk Valdimarr konungr alla Danmǫrk ok var ágætr konungr. Hann átti Suffíu, dóttur Valaðar konungs af Pólenía. Þeira synir váru þeir Knútr konungr ok Valdimarr konungr. Kristófór hertogi var ok son Valdimars konungs. Tófa hét móðir hans. Herra Viljálmr af Brúnsvík, bróðir Otta keisara, fekk dóttur Valdimars konungs, ok aðra fekk Philippús, konungr af Franz. Hina þriðju átti Eiríkr Svíakonungr. Hon hét Ríkiza.38

Valdimarr konungr kristnaði mikinn hlut af Vinðlandi. Hann styrkði Magnús konung Erlingsson, frænda sinn, til Nóregs, ok fór sjálfr með her sinn í Nóreg til Túnsbergs, þá er honum þótti Erlingr skakki, faðir Magnúss konungs, hafa brotit einkamál þeira. Litlu síðar fór Erlingr til Danmarkar ok gekk á vald Valdimars konungs, ok gaf konungrinn honum þá jarlsnafn.39 Valdimarr konungr lét upp 335 taka helgan dóm ins helga Knúts hertoga, fǫður síns. Hann var konungr sex vetr ok tuttugu ok andaðisk in festo Johannis ante Portam Latinam.40

Knútr tók konungdóm eptir Valdimar konung, fǫður sinn, en Valdimarr, bróðir hans, var hertogi fyrir sunnan á41 í Jótlandi. Þessir brœðr kristnuðu Vinðland til fulls. Knútr var ríkr konungr ok góðr. Hann andaðisk á því sama ári sem Sverrir konungr í Nóregi. Þá hafði hann verit konungr tuttugu vetr.

Valdimarr hertogi tók konungdóm eptir Knút konung, bróður sinn. Hann fekk dóttur konungsins af Bœm, Margrétu, er sumir kalla Dagmey. Þeira son var Valdimarr, er konungr var með feðr sínum nǫkkura vetr. Síðar átti Valdimarr konungr Berengaríu, dóttur konungsins af Portúgal. Þeira synir váru þeir Eiríkr ok Abel ok Kristófór. Valdimarr konungr átti ok tvá frillusyni, hertoga Knút ok greifa Níkulás. Valdimarr konungr vann undir sik mikinn hlut af Eistlandi ok kristnaði ok lét gera sterka borg í Revalum. Hann vann ok mikit af þýðersku <landi>. Hann fór ok í Nóreg til Túnsbergs ok lét gefa konungsnafn Erlingi, 336 er hans menn kǫlluðu steinvegg ok son Magnúss konungs Erlingssonar. Valdimarr er kallaðr ágætastr Danakonunga.42


1 Þetta eru ættir Ynglinga, og er Hkr. væntanlega heimildin. Einn liður hefur fallið niður í móðurætt Ingjalds illráða: “Ok er Ingjaldr var roskinn, þá bað Ǫnundr konu til handa honum, Gauthildar, dóttur Algauta konungs. Hann var sonr Gautreks konungs ins milda, sonar Gauts, er Gautland er við kennt” (Hkr. I, 64).

2 Móðurætt Haralds hárfagra kemur heim við Hkr. (I, 87–88). Þetta er Skjöldungakyn, sem síðan er rakið frá Ívari víðfaðma og þegið frá Skjöld.s. eða ættartölum.

3 Astrið (og síðar) B.

4 Úlfur jarl er í sögum ýmist sagður son Þorgils sprakaleggs eða Sprakaleggsson (sbr. Hkr. II, 235, 275; Knýtl.s. 8. og 21. kap.). — Engin íslenzk saga önnur en Knýtl.s. kann að skýra frá því, að Sveinn Úlfsson héti Magnús öðru nafni, en dæmi eru um það í dönskum bókum.

5 egoðe (og víðar) B. — Í íslenzkum frásögnum er Eiríkur oftast kallaður góði (lat. bonus; sbr. Hkr. og Knýtl.s.) og stöku sinnum eygóði (sbr. ættartölur og annála; þ.e. “hinn sígóði”). Hins vegar er egóði dönsk orðmynd (sbr. annála; sjá DGP, Tilnavne).

6 Knútur helgi Eiríksson er ævinlega kallaður “lávarður” í íslenzkum sögum, en ekki hertogi, sem er þýðing á lat. dux, en þá nafnbót hefur hann í íslenzkum (og auðvitað dönskum) annálum.

7. Nafnið Ingiborg birtist á marga vegu í textum, þar sem í þvi koma saman ólíkir nafnstofnar: Ingilborg, Ingibjǫrg, Engilborg, Ingiburg o. fl. (sjá DGP, undir Ingiburgh). Í ritum Sturlu Þórðarsonar (Íslendinga sögu og Hákonar s. Hákonarsonar) er Ingiborg drottning nefnd Ingibjǫrg eða Ingilborg. — Eiríkur, faðir Ingiborgar drottningar, var kallaður plógpenningur sökum skattheimtu, en hinn helgi fyrir þær sakir, að hann var myrtur í Slésvík (1250), og er það hald manna, að Abel, bróðir hans, er varð konungur fyrir vikið, hafi komið þar nærri. (Um rás danskrar sögu frá þessu skeiði má vísa m.a. til [Gyldendals] Danmarks historie I (Kh. 1977), 403 o.áfr.; H. Paludan: Tiden 1241–1340).

8 Í ÁM 415, 4to frá upphafi 14. aldar eru taldir upp Danakonungar til Eiríks Eiríkssonar (1286–1319; sbr. Alfr.ísl. III, 56–57).

9 hundrat B.

10 Ekki verður vísað á eina beina heimild að öllum þessum frásögnum, en þær virðast flestar eiga rætur að rekja til bókar Adams frá Brimum, og eru Hróarskeldukróníka og danskar annálagreinar hugsanlegir milliliðir, og hefur sumt bersýnilega verið úr lagi fært (Eiríkr settur fyrir Hárekr; Adam: Horicus).

Vant er að skýra, hvernig á því stendur, að Karlamagnús keisari (d. 815) og Sigurður hringur skuli taldir samtíða. Annales Fuldenses geta þess 812, að tveir bræðrasynir Goðfröðar Danakonungs, Sigfröður (Sigafrid) og Hringur (Anulo), hafi barizt um konungdóminn og báðir týnt lífi. Adam hefur tekið þess sögn upp, og má láta sér til hugar koma, að þeir frændur hafi getið af sér Sigurð hring, og þar liggi rót þessarar tímasetningar (sjá útg. B. Schmeidlers (1917), 20).

Í Ólafs s. Tryggvasonar hinni mestu eru um sumt hliðstæðar frásagnir, sem standa mun nær Adam; þar eru þeir frændur nefndir “Sigfrøðr” og “Hringr anulo”, og Horicus réttilega “Hárekr” (sjá útg. Ó.H. I (Kh. 1958), 118 o.áfr.).

11 “Hann (þ.e. Haraldur hárfagri) fekk þeirar konu, er Ragnhildr hét, dóttir Eiríks konungs af Jótlandi. Hon var kǫlluð Ragnhildr in ríka. Þeira sonr var Eiríkr blóðøx” (Hkr. I, 118–19). “Eiríkur þessi er hvergi nefndur í öðrum íslenzkum heimildum en ritum Snorra” (B.A. nmáls).

12 blátann (og síðar) B.

13 Þessar frásagnir af Haraldi blátönn og kristnitöku Dana eru upphaflega úr bók Adams frá Brimum (sbr. þýð. í Alfr.ísl. III, 59 o.áfr. (og Flat. I, 17–18)), og ganga þær aftur bæði í Hkr. og Knýtl.s. En sagnaritarinn hefur vísast leitað til danskra annálagreina (“Otti keisari” er kallaður Magnús). G. Storm hefur bent á samsvaranir í Lundarannál í útg. sinni af Ágripinu.

14 Þ.e. 1. nóv.

15 Þessi sögn um illdeilur þeirra feðga, Haralds og Sveins, og andlát Haralds er kynjuð frá Adam frá Brimum (sbr. þýð. í Alfr.ísl. III, 60), og hefur hún hreiðrað um sig í dönskum bókum. Hkr. og Knýtl.s. hafa hins vegar þá sögu að segja, að Sveinn sé ofurliði borinn í bardaganum og flýi, en Haraldur fái þau sár, er hann leiddi til bana (Hkr. I, 272; Knýtl.s. 4. kap.).

16 Þegar Ágrip skýrir frá því, að Haraldur hafi “gǫrt mikit hervirki í Nóregi”, er það án efa sótt til Hkr. (I, 270–72) og/eða Knýtl.s. (3. kap.).

17 Enn liggja ræturnar til Adams frá Brimum (sbr. Alfr.ísl. III, 60–62 og Flat. I, 18). Hliðstæðar sagnir eru í Lundarannál (sjá E. Jørgensen: Annales Danici, 57–58).

18 Hér vantar ríkisstjórnarár Sveins tjúguskeggs. — Samsvarandi frásagnir af andláti Sveins eru í Hkr. (II, 14) og Knýtl.s. (6. kap.). En hér bregður svo við, að Júlíanus keisari er nefndur apostata (þ.e. guðníðingur) og hinn helgi Merkúríus riddari (sjá skýr. við 6. kap. Knýtl.s.).

19 Í nótu við bók Adams frá Brimum (nr. 37 í útg. B. Schmeidlers (1917), 112) er þess getið, að Knútur hafi við skírn tekið sér nafnið Lambertus. Ekki er frá þessu greint í öðrum íslenzkum ritum. Nafnið er óþekkt hér á landi, sjá þó afbrigðið Landbjartur (E.H. Lind; DGP, Forn.).

20 Í Ryðannál (Annales Ryenses) segir, að Knútur gamli hafi unnið Eistland (E. Jørgensen: Annales Danici, 69), en ekki hefur sú sögn komið í leitirnar í íslenzkum ritum.

21 Ekki er vitað, hvaðan þetta er komið, en að sögn enskra heimilda lét Knútur ríki endurreisa klaustur hins helga Játmundar í Bury á árunum 1020–32 (sjá Edw. A. Freeman: The Norman Conquest I, 435–36).

22 Hér skakkar ári. Knútur lézt (13. nóv.) 1035.

23 Ríkisstjórnarár Knúts ríka koma heim við Hkr. (III, 11) og Knýtl.s. (18. kap.) að því undan skildu, að Knútur ríkti sjö vetur í Noregi að sögn þeirra en ekki sex (villa í Ágripi).

24 Ágrip er samsaga dönskum annálum um ríkisstjórnarár Hörða-Knúts. Hkr. (III, 31) og Knýtl.s. (21. kap.) herma, að hann hafi verið sjö vetur konungur yfir Danmörku og tvo vetur yfir Englandi.

25 Samsvarandi tala fallinna er í Lundarannál (E. Jørgensen: Annales Danici, 60).

26 Þ.e. 25. október (1047). Um ártalið sjá Ólafía Einarsdóttir: Studier i kronol. metode (Sth. 1964), 199–213.

27 Heimildin er Knýtl.s. Hvergi annars staðar í íslenzkum og dönskum ritum er greint frá því, að Sveinn Úlfsson hafi átt fjórtán sonu. Bera má saman: “Hann átti fjórtán sonu, þá er ór barnœsku kómusk” (23. kap.) og “Sveinn átti fjórtán syni, þá sem ór bernsku kómu.”

28 réttari: Valdsmaður (dómari, sýslumaður, umboðsmaður). Orðið er ekki sérnorskt, eins og G. Storm hugði. Það kemur m.a. fyrir í Sn.-Eddu (1931), 161, og er þar í almennri merkingu: stjórnandi laga og réttar.

29 Þ.e. 10. júlí.

30 Heinrekur Sveinsson er ýmist kallaðir skǫtulær (sbr. Fsk. (útg. F. J.), 341) eða halti (í Knýtl.s.), og munu þessi víðurnefni lúta að sömu líkamslýtum. Um skýr. og útbreiðslu vísast til DGP, Tilnavne (undir Skatelar).

31 Þ.e. 7. janúar (1131).

32 emuni (og síðar) B.

33 Sbr. Knýtl.s. (102. kap.): “En konungr (þ.e. Eiríkur eymuni) brenndi bœinn í Ósló ok svá Hallvarðskirkju …”

34 Á ǫðru ári villa fyrir “á fjórða ári”, sbr. bæði Knýtl.s. (106. kap.) og annála.

35 Þ.e. daginn fyrir Laurentíusmessu 10. ágúst (1157).

36 Grathe B.

37 Höfundur Ágrips hefur að langmestu leyti stuðzt við Knýtl.s. í frásögnum sínum af Sveini Úlfssyni og öðrum Danakonungum til Valdimars Knútssonar. Sum viðurnefni eru þó ekki þaðan komin, svo sem skǫtulær, hertogi og e(y)góði. Ætlandi er, að höfundur viði að sér efni úr erlendum bókum, væntanlega dönskum annálum, þegar hann skýrir frá því, að Valdimar hafi verið gefið konungsnafn, áður en Sveinn Eiríksson flýði úr landi (þessu er öfugt farið í Knýtl.s., sbr. 111. kap.) og gildið í Hróarskeldu hafi farið fram Laurentíusaftan. Sömu sögu er að segja, er höfundur nefnir orrustustaðinn Graði (þ.e. Grathe; Knýtl.s.: Graðarheiði; Ryðannáll: Grathæhethæ).

38 Þessi ættartala er þegin frá Knýtl.s. (127. kap.).

39 Samsvarandi frásögn af skiptum Valdimars konungs og Erlings skakka er í Hkr. (III, 375 o.áfr.), og Knýtl.s. (124. kap.), þar sem vísað er í “sǫgur Nóregskonunga.”

40 in festo Johannis ante Portam Latinam, þ.e. á hátíð Jóhannesar fyrir framan Latínuhliðið. — Domitianus keisari lét setja hinn sæla Jóhannes, postula og guðspjallamann, “í ketil kvikan, fullan af (vellanda) viðsmjørvi, ok skyldi hann svá láta líf sitt, ok kvað á stað, hvar þetta skyldi gera, fyrir útan hlið þat á Rómaborg, er Porta Latina er kallat … Ok var honum (þ.e. Jóhannesi) sú vist svá hæg sem hann væri í laugu hófliga heitri … Þessi inn dýrligi atburðr varð pridie Nónas Maíi (þ.e. 6. maí) … En til merkja ok eilífrar minningar ins sæla Jóans, postola ok guðspjallamanns, um þenna inn postoliga sigr, þá létu kristnir menn kirkju gera í þeim stað, sem þessir atburðir gerðusk …” (Sjá C. R. Unger: Postola sögur. Jóns saga postola I (Christiania 1874), 418–19. — D. H. Farmer: The Oxford Dictionary of Saints (Oxford 1978), 213–14).

41 Þ.e. áin Slé (sbr. Slésvík).

42 Sbr. Knýtl.s. (127. kap.): “Valdimarr … er einhverr hefir verit ágætastr konungr hingat á Norðrlǫnd” og Hákonar s. Hákonarsonar: “Valdimarr … er þann tíma var einn ágætastr konungr á Norðrlǫndum” (Codex Frisianus (útg. C. R. Ungers, Christiania 1871), 524. — Eirspennill (útg. F. J., Kristiania 1916), 614). — Gerst er greint frá Erlingi steinvegg í Böglunga sögum, og mættu þær vera heimild Ágrips (Eirspennill, 440 o.áfr.).

Источник: Danakonunga sǫgur (Íslenzk fornrit XXXV). Reykjavík. 1982. Bl. 325–336.

OCR: Stridmann

© Tim Stridmann