Йоун из Вёр

Hreppstjórinn

Ekki man ég það sjálfur,
sagði fóstri minn.
En móðir mín sagði mér
að það hefði verið
sín bitrasta stund
þegar valdsmaðurinn
hreif mig grátandi
úr fangi hennar
og fól mig vandalausum
til uppeldis.

Þegar ég var unglingur
var ég ásamt öörum pilti
látinn taka gröf
í garðinum að Brjánslæk
á Barðaströnd.

Þegar við vorum að komast
í hæfilega dýpt
varð fyrir okkur
spýtnamosk,
sem varla þoldi snertingu.
Þó mátti sjá
að þetta hafði verið kista
rekin saman með trénöglum.

En þegar ég beygði mig
og lyfti fjalabrotunum
var þar hvorki bein eða hár,
ekkert nema ljóst dust,
sem ekki þoldi andardrátt okkar,
heldur var eins og ryki
úr sverðinum
líkt og að honum væri borinn
ósýnilegur logi.

Oft hef ég spurt:
Skyldi þetta
einu sinni hafa verið
hreppstjóri?

© Tim Stridmann