Йоун из Вёр

Í dönskum fiskibæ

Á trébekk fremst á bryggjunni
sitja þrír gamlir sjómenn,
hallast þegjandi fram á stafi sína
og horfa út á sjóinn.
Í eyrum þeirra hljómar vélarhljóð bátsins,
sem nálgast óðum.

Skammt frá þeim liggja nokkrir drengir,
með höfuð og hendur
fram af bryggjusporðinum.
Þeir fylgjast í orðlausum ákafa
með hreyfingum smáfiskanna,
sem narta í beituna.
Skyldu þeir ekki ætla að taka?

Dunk dunk dunk, segir vél bátsins,
og fuglarnir sem elta hann,
tala sama mál og fuglarnir heima.
Það kveikir í báru
þegar sjávarflöturinn gárast.

Karlarnir rísa á fætur,
viðbúnir að taka við fangalínunni.
Allt eins og heima.

© Tim Stridmann