Йоун из Вёр

Vorhugsun

Í sólvermdri moldinni
vex sú jurt, sem verður
mín huggun í júní.

Og hjarta mitt slœr,
og bíður í fangelsi sínu,
unz allt er fullkomnað.

Þeir vindar, sem koma,
fara sinn veg
og vita aldrei neitt

um vorhugsun drengs,
sem sáir.

© Tim Stridmann