Sagan af Gríshildi góðu

Einu sinni var kóngur í ríki sínu og átti hvorki konu nébörn. Vildarmönnum hans þótti það miður fara að hann hugsaðiekki betur fyrir ríkinu en svo að ætt hans dæi út með honumog að hann ætti engan réttborinn ríkiserfingja. Þeir töluðuoft um þetta við kóng; en hann eyddi því jafnan fyrir þeim.

Einn góðan veðurdag lét kóngur söðla tuttugu hesta, tíu handakarlmönnum og tíu handa konum, og á einn þeirra lét hannleggja kvensöðul allan logagylltan. Fóru þá hirðmeyjar kóngsað tala um það hver þeirra mundi nú njóta þeirrar upphefðarað fá að ríða í gullna söðlinum og vildu allar verða fyrirþví og þóttist hver um sig vera þess maklegust.

En þetta fór öðruvísi en þær ætluðu, kóngur lét enga þeirraríða þeim hesti sem gyllti söðullinn var á, en níu þeirra léthann ríða hinum söðulhestunum og níu valdi hann afvildismönnum sínum og lét þá ríða með sér og hirðmeyjunum, enhesturinn með gyllta söðlinum var teymdur laus meðreiðmönnunum.

Enginn vissi hvert kóngur ætlaði og enginn vildi spyrja hannþess. Þegar reiðfólkið kom nokkuð frá borginni sá það aðkóngur stefndi út á skóg. Reið það svo lengi og réð kóngurferðinni. Loksins kom hann að húsabæ einum, þar nam hann ogöll fylgd hans staðar. Kóngur drap á dyr og kom þar út stúlkaóvenju fríð og fögur. Hann spurði hana að heiti og hverramanna hún væri; sagðist hún heita Gríshildur og vera dóttirhjónanna þar í kotinu; væri faðir sinn karlægur, en móðir sínnokkru ernari.

Kóngur sagðist hafa erindi við þau og bað Gríshildur hann þáganga inn. Kóngur gerði svo, heilsaði þeim karli og kerlinguog sagðist vera kominn þess erindis að biðja dóttur þeirra.Þau tóku því mjög fjarri og þó einkum karlinn og sagði aðkóngur vildi gabba sig hruman og karlægan, og víst mundi hannfinna aðrar konur sem honum fyndist sér meira jafnræði íannarstaðar en dóttur sína, kotkarlsins, og sagði að þessværi ekki leitandi við sig því þó hann vildi gefa honumdóttur sína mundi honum innan skamms þykja lítið til hennarkoma og líklega reka hana frá sér með skömm.

Kóngur fyrtist þessum ummælum karls og lést mundi hafa valdtil að taka dóttur hans að honum fornspurðum ef hann kynnisér ekki betur hóf í svörum en svo. Kerling var öll auðunnariog vildi mýkja málin fyrir karlinn og bað kóng að erfa ekkiummæli manns síns því hann væri armæddur af elliburðum semlegðust svo þungt á hann og gætti þess vegna ekki ávallt aðstýra tungu sinni. Kerling lagði þá að karli að taka öllummálum kóngs vel og blíðlega og sagði að þeim væri það tilvegs og sóma ef kóngur ætti dóttur þeirra þó hann aldrei nemaræki hana bráðum frá sér aftur eftir nokkurn tíma liðinn. Fórþá svo fyrir umtölur kerlingar að þau karl föstnuðu kóngiGríshildi.

Meðan þetta gerðist inni var Gríshildur úti, en þegar kóngurkom út bað hann hana stíga á bak hestinum með gylltasöðlinum. Hún spyr hvað það eigi að þýða og sagði kóngurhenni þá hvernig komið var. Það datt ofan yfir Gríshildi ogþótti þessu heldur fljótráðið, en kóngur sagði að hér væriekkert orð framar um að ræða því ef hún vildi ekki fara meðgóðu mundi hann láta hafa hana burtu með sér með valdi. Síðanfór Gríshildur inn og kvaddi foreldra sína grátandi, og báðuþau vel fyrir henni og fór hún svo heim með kóngi oghirðfólki hans.

Eftir það hélt kóngur brúðkaup sitt til hennar og tókust með þeim góðar ástir. Hirðmenn kóngs undu því illa að hann hafðitekið sér drottningu af svo lágum stigum og reyndu til meðöllu móti að spilla kóngi við hana, en annað gátu þeir ekkifundið henni til því hún virtist hverjum manni vel. Af þessumumtölum hirðmanna sinna varð kóngur fálátari við drottningu,enda var hann einrænn í lund.

Liðu nú fram tímar til jafnlengdar; tekur þá drottningjóðsótt og elur barn; það var meyja undur fríð og eftirmyndinhennar móður sínnar. Kóngur segir að drottning skuli hafabarnið hjá sér sér til ánægju og gæta þess vel. En eftirnokkurn tíma sendir hann einn af vildismönnum sínum tildrottningar og skipar honum að taka frá henni barnið og gá aðhvort henni bregði nokkuð. Maðurinn fer, og þó nauðugur, ogtekur barnið. Drottning bað hann að láta barnið vera. En hannsagði að kóngur hefði boðið sér að taka það. Urðu það þáúrræði drottningar að hún grét hástöfum, en maðurinn fór meðbarnið til kóngs og kom hann því í fóstur hjá frænda sínumeinum eða föðurbróður.

Ekki þorði drottning að kvarta um þessa meðferð við kóng,enda spurði hann aldrei eftir barninu, en að því spurði hannvildismann sinn hvernig drottningu hefði orðið viðbarnsmissinn.

Að ári liðnu hér frá fæddi drottning son, frítt barn oggæfulegt, og sagði kóngur þá eins og áður að hún skyldi hafahann hjá sér sér til ánægju. En skammt leið frá því hún varðfrísk þangað til kóngur sendi mann eftir sveininum og léttaka hann frá drottningu eins og dóttur þeirra áður. En svoilla sem drottning barst af áður eftir dótturmissinn undi húnþó enn verr sonarmissinum og grét sáran þegar hann var borinnburtu.

Allt þetta var sagt kóngi, en hann gaf sig ekkert að því oglét skömmu síðar kalla drottningu fyrir sig. Þegar hún komsagði hann henni að sýna sér börn þeirra. Við það ýfðust ennupp harmar hennar svo hún flóði öll í tárum og sagði aðbörnin hefðu verið tekin frá sér eftir hans undirlagi svo húngæti ekki sýnt honum þau og mætti hann best vita hvað um þauværi orðið.

Kóngur brást reiður við þetta og spurði hvort hún dirfðist aðbæta því ofan á barnamorðið, því myrt hefði hún þau, að ljúgaþví upp á sig að hann hefði hlutast til að börnin væru tekinfrá henni og frelsa sig með því. Varð hann þá hamslaus afbræði og skipaði drottningu að snauta burtu og koma aldreifyrir augu sín oftar, sagði að hún hefði unnið til þess aðhún væri drepin.

Síðan fór Gríshildur úr kóngsríki óhuggandi af harmi og sorgog heim til foreldra sinna í húsabæinn á skógnum, og jók þaðekki lítið á harma hennar að karlinn faðir hennar tók henni illa og sagði að hún hefði átt erindið til kóngsins eins ogsig hefði grunað, að búa saman við hann í tvö ár og verða svorekin burt með skömm. Kerling var öll mildari við Gríshildiog hafði af fyrir henni með öllu sem hún gat.

Var svo Gríshildur hjá karli og kerlingu hin næstu sextán árog þjónaði þeim af trú og dyggð. Þegar þau ár voru liðingerði kóngur það bert að hann ætlaði að kvongast í annaðsinn, og hafði fengið sér undur fríða mey fyrirdrottningarefni.

Einn dag sendi hann menn út á skóg í húsabæinn til þeirraGríshildar. Báru þeir henni kveðju kóngs og þá orðsending aðhann beiddi hana að gera það fyrir sig að koma heim íkóngsríki og vera forgangskona með matreiðslu í brúðkaupisínu sem hann ætlaði að halda sama daginn. Hún var lengi tregtil þess, en foreldrar hennar þó enn tregari. En þó fór svoað hún fór heim í kóngsríki; var svo haldið brúðkaupið oggekk Gríshildur fyrir beina, og þótti henni fara það afmikilli snilld og skörungsskap, en ekki sinnti hún neinu öðruen því sem hún átti að vinna.

Um kvöldið þegar menn gengu til náða og kóngur vill til hvílusinnar með nýju drottningunni segir hann Gríshildi að takalítið kertisskar, kveikja á því, halda því á gómum sér ogfylgja þeim hjónum til hvílu. Gríshildur gerir svo og lýsirþeim meðan þau hátta; fer svo hin nýja drottning fyrst upp íhvíluna, en kóngur var að hátta. Var þá skarið sem Gríshildurhélt á svo brunnið að það logaði á berum gómunum svo kóngurspyr hvort hún brenni sig ekki.

Gríshildur segir: „Sárt brenna gómarnir, en sárara brennurhjartað,“ og tárfelldi um leið.

Þá þoldi kóngur ekki lengur að horfa á hana svo hann stendurupp og segir: „Nú mun ég lengja nafn þitt héðan af og kallaþig Gríshildi góðu. Ég hef nú reynt góðlyndi þitt ogþolinmæði til hlítar með öllu því sem fram við þig hefurkomið, en þessi kona sem ég lést ætla að taka mér fyrirdrottningu er raunar dóttir okkar; er hún ígildi þitt ogeftirmyndin í öllu og sonur okkar er hér einnig kominn,mannvænlegasti maður og líklegur til góðs höfðingja. Sé þaðnú jafnt þinn vilji sem minn þá ertu ein drottning mín ogengin önnur.“

Eftir það umföðmuðu þau hvort annað og bað kóngur Gríshildidrottningu með mörgum orðum fyrirgefningar. Síðan settist húnað ríkjum með honum og var mjög ástúðlegt með þeim tildauðadags. Sonur þeirra tók ríkið eftir föður sinn og varðþar kóngur yfir, en gifti systur sína kóngssyni úr öðrulandi, og lýkur hér að segja af Gríshildi góðu.

© Tim Stridmann