Það var einu sinni að faðir síra Ólafs prófasts í Flatey á Breiðafirði lá fársjúkur á Mosfelli í Mosfellssveit. Dreymdi hann þá að álfkona kom til sín og spyrja sig hvert hann vildi verða heill aftur og játaði hann því. Honum þótti hún þá smyrja sig með áburði nokkrum og annars dags eftir varð hann heill heilsu.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 25.