Eggjaskálin í Viðey

Einu sinni þegar Magnús Stephensen konferenzráð var á gangi úti á Viðey kom til hans kona og fékk honum fulla skál af eggjum. Hann tók lítið eftir þessu, en hélt þetta væri einhver vinnukonan sín sem hefði verið í eggjaleit um eyna. Þegar vinnufólkið kom heim um kvöldið kannaðist enginn við þetta enda sýndi það sig að skálin var umfram. Þá sáu menn fyrst að það hefði verið álfkona sem hefði mætt húsbóndanum.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 26.

© Tim Stridmann