Hengifossárgil heitir árgil eitt í Fljótsdal. Það hefur lengi verið trú manna að þar væri nóg huldufólk í. Fyrir nokkrum árum síðan vóru tveir menn á ferð neðan við gilið á eyrunum á nýársdag. Heyrðu þeir þá sunginn í klettinum hjá sér Grallarasálminn „Heiður sé guði himnum á“. Stóðu þeir við á meðan sálmurinn var sunginn út og að honum enduðum heyrðu þeir að hringt var lítilli bjöllu. Síðan fóru mennirnir burtu leið sína.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 47.