Skriftarminning Galdra-Leifa

Þorleifur Þórðarson nafnkenndur galdramaður samtíða Jóni Guðmundssyni lærða, hann sagði að álfastúlka hefði ást á sér; hann sturlaðist af því að þau mættu ei njótast. Hann kvað kvæði til hennar. Skriftarminning kvað hann er hann var hýddur fyrir. Í því kvæði segir hann að Adam hafi verið sextíu álna hár og að hann hafi af harmi eftir Abel son sinn ekki samrekkt Evu í hundrað ár og á þeim tíma hafi komið af honum huldufólkið.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 5.

© Tim Stridmann