Arnþór hjálpar huldukonu

Eitt kveld var það að Arnþór bjó sig eins og hann ætlaði burtu; samt fór hann ei, heldur sat á rúmi sínu og lagði vetti sína hjá sér. En þegar leið lengra fram á kvöldvökuna komu tólf menn inn á baðstofugólfið, bláklæddir. Þá tók Arnþór vettlinga sína strax, stóð upp og gekk út með þeim. Þeir höfðu verið úr Litlufjörubjargi1 og verið sendir að sækja hann til að sitja yfir huldukonu sem lá á gólfi og mátti ekki fæða. Arnþóri tókust vel ljósmóðurverkin og var síðan í vinskap við [huldufólk] það sem bjó í þessu bjargi; en það var sögn manna að þar væri heilt huldufólkskóngsríki og hefði nokkurn skipastól á vík einni þar nálægt.


1 Bjarg þetta er vestan við fljótsósinn.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 596.

© Tim Stridmann