Draumur Jóhanns Halldórssonar

Á jólaföstu 1843 dreymdi Jóhann kandídat Halldórsson, prófasts á Melstað Ámundasonar — var hann þá í Kaupmannahöfn — að hann þykist koma í kirkjugarðinn á Melstað. Þykir honum faðir sinn koma þar á móti sér glaður í bragði, rétta að sér höndina og segja: „Komdu með mér.“

Draumurinn þýddi það að Jóhann dó skömmu eftir eða á nýjársdag 1844; faðir hans deyði sumarið áður úr sóttinni sem þá gekk. Bar þá svo til að Jóhann kom inn á skipi á Ísafjörð og fór þaðan landveg norður, og er hann kom að Melstað var önd nýliðin upp af föður hans og veitti hann honum nábjargirnar. — Jóhann drukknaði af Löngubrú í Kaupmannahöfn.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 406.

© Tim Stridmann