Gandreiðin

Einu sinni hvarf Eiríkur prestur og vissi enginn hvar hann var um nokkra daga. Á meðan vóru piltar tveir sem vóru til kennslu hjá honum sendir fram í kirkju. Og er þeir ljúka upp sýnist þeim Eiríkur prestur liggja höfuðlaus á gólfinu. Annar vill þreifa á honum, en hinn þverbannaði það. Degi síðar kom Eiríkur aftur og þakkaði hann piltinum fyrir að hann lét hann ósnertan, kvaðst hafa farið á gandreið á Vestfjörðu að finna kunningja sína. „Hefði ég nú verið snertur, þá hefði ég aldrei komizt í samt lag aftur.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 549.

© Tim Stridmann