„Megn hefur Vogsósataðan verið“

Einhverju sinni komu vermenn margir um kvöld að Vogsósum og beiddu að lofa sér að vera og selja sér hey handa hestum sínum. Prestur seldi þeim heyið, en þeim líkaði það ekki; fóru þeir þá í garðinn og stálu þar töðu handa hestum sínum. Um morguninn fóru þeir af stað og komu að læk einum; þar fóru hestarnir að drekka. Þóttu þeim hestarnir vera lengi að því. Loksins hættu þeir að drekka. Héldu þeir þá af stað aftur og komu bráðum að bæ einum; þekktu þeir að það voru Vogsósar. Síra Eiríkur stóð úti á hlaði og mælti: „Megn hefur Vogsósataðan verið, piltar.“ Þeir skömmuðust sín og svöruðu engu, beiddu prestinn fyrirgefningar á tiltæki sínu og beiddu hann að lofa sér að vera um nóttina. Síra Eiríkur lét þeim það til reiðu, en sagðist vilja ráða þeim til að stela ekki heyi aftur.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 519–520.

© Tim Stridmann