Eiríkur skyggni

Ég þekkti mann í Þingeyjarsýslu sem Eiríkur hét Eiríksson. Hann sá stundum fyrir tilburði sem seinna komu fram. Einu sinni sá hann af Vöðluheiðarvegi skip farast yzt út á Eyjafirði og taldi mennina sem fórust; tiltók hann bæði sviðið á sjónum og mannatöluna og kom það fram nokkrum tíma síðar rétt eins og honum sýndist áður. Sami maður þóttist líka sjá svipi framliðinna manna og gat einu sinni eða oftar leitt skýr rök að því að hann hefði séð rétt.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 432.

© Tim Stridmann