Það er sagt að hún finnist við sjó og verði að taka hana og geyma í hveiti og stela undir hana silfurpening, og er sagt að hún eigi að draga undir sig úr sjó annan eins pening og undir hana er látinn með hvörju sjávarfalli ef so þétt er undan henni tekið, en passa þó það að taka ekki þann skildinginn sem fyrst er undir hana stolið; á honum segir sagan að hún verði alltaf að liggja. Einnig segir sagan að verði að þvo hana úr messuvíni daglega.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 456.