Kýr Ara í Ögri

Þorleifur Þórðarson ólst upp með Magnúsi prúða eftir því sem sagt er, og var í miklu afhaldi hjá honum, en er Magnús var dáinn fór Þorleifur að búa á Karlsstöðum í grennd við Ögur og var mjög fátækur. Þá bjó Ari Magnússon í Ögri er átti Kristínu dóttur Guðbrands biskups. Einhverju sinni bað Þorleifur hann að láta sig fá kú; hann synjaði, en svo brá við að kýrin sýndist sem dauð væri. Ari sagði Þorleifi honum væri bezt að sleikja um beinin hennar, hún væri svo dauð hvert sem væri. Þá leiddi Þorleifur kúna burt og var hún með fullu lífi.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 585.

© Tim Stridmann