Sláturdiskurinn

Ein saga er sú frá Þorleifi að hann var á sjó og hásetar hans. Það var um haust á slátrunartíma. Sögðu þá menn hans að nú væri landsmenn sælir, þeir ættu gott að sitja yfir sláturdiskum. Þorleifur kvað þess ei örvænt að hann gæti útvegað þeim smekk af slátri. Þeim var það mjög hugleikið. Jafnskjótt var þar kominn sláturdiskur. Sagði Þorleifur að þeir skyldu ei lesa borðsálm yfir honum, en kvað það slátur vera komið af ríkismanns borði. Þorleif þennan kalla sumir „minn minn“, en orsakir þess viðurnefnis eru ei greindar.

Þorleifur hefur ef til vill flutzt norðan úr landi með Magnúsi syni Jóns frá Svalbarða.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 585–586.

© Tim Stridmann