Jóhannes læknar kú

Einu sinni veiktist kýr á bæ í grennd við Jóhannes; meintu menn að mundi af óhreinum anda, og var nú leitað lækninga kúnni til Jóhannesar að hann útræki andann. Jóhannes mælti að farið skyldi í fjósið og kallað hátt orðum þessum: „Jóhannes á Kirkjubóli biður að heilsa kúnni.“ Þetta var gjört sem hann mælti fyrir og batnaði kúnni.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 595.

© Tim Stridmann