Undirflogin

Á Álftamýri hjá Markúsi presti Þórðarsyni varð það eitt sumar að peningur, kýr og ær, skemmdust mjög af undirflogum á dal þeim Krákudalur heitir. Ætluðu menn að meinvættur mundi á liggja. Var þá ráða leitað til Jóhannesar; mælti hann fyrir að smalinn skyldi þá er hann ræki féð á dalinn og skildi við það kalla hástöfum orðum þessum: „Jóhannes Ólafsson á Kirkjubóli biður að heilsa dalbúanum.“ Var svo gjört og gjörist að fjárskemmdunum, en mælt var að Jóhannes hefði á eftir svarað til að slíkt skyldi hann aldrei oftar gjöra.

Tjaldanes heitir jörð í Arnarfirði; er hún kirkjujörð frá Álftamýri. Jörð þessa falaði Jóhannes til byggingar af presti Markúsi og fékk ekki. En sem Jóhannes frétti að prestur leið af aðsókn dysbúans mælti hann: „Ég skyldi hafa stuggað við drengnum hans, hefði hann byggt mér Tjaldanesið.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 595.

© Tim Stridmann