Hjallþjófurinn

Sú er enn ein sögn frá Jóni presti að hann ætti hjalla fyrir ofan bæ þann er á Skarði heitir; sést þar enn merki þeirra. Kom hann einhverju sinni frá Fróðá, annari kirkjunni sem hann þjónaði, og reið um á Sveinsstöðum og var þar boðið inn; prestur kvaðst verða að flýta sér því sér væri grunsamt um hjallana og reið þangað snarlega; en þegar hann kom þar var maður við hjallinn og vildi komast inn til stulda, en þegar hann var að reyna til að stinga upp lásinn fyrir dyrunum festust hendur hans við lásinn og var hann þar fastur þangað til prestur kom, en þá losnaði hann, en það litla sem hann hafði stolið úti við gaf prestur honum og réði honum að leita ekki á sig né aðra til slíkra féfanga, og er sagt hann hefði það að heilræði.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 517.

© Tim Stridmann