Jón bjargar lestamönnum

Eitt haust um lestaferðir var fjölmennt í Eskifjarðarkaupstað. Kom þá áfelli mikið so vegir tepptust og enginn maður komst heim. Sátu menn þar veðurfastir í viku og sáu þó ekki fært að fara þá upp birti. Voru menn því ráðþrota. Þá gengur Jón fram og spyr ef þeir vildu launa sér nokkru að hann gjörði so greiðan veg á heiðinni að þeir kæmist heim. Þeir urðu glaðir við þetta og lofuðu honum góðum gjöfum ef so gæti til tekizt. Lét þá Jón tygja hesta sína. Hann hafði sex áburðarhesta. Sté hann so á bak og hélt á leið. Lét hann klyfjahrossin fara á undan, en reið á eftir, og varð honum ekki þungfært. Þegar er menn vissu þetta fóru þeir á eftir í slóð þá er Jón hafði gjört, og varð ekki til fyrirstöðu; svo var hún góð. Þessa braut þraut ekki fyrr en á Dalhúsum og var þá Jón heim kominn með allan sinn farangur. Það er sagt að bændur hafi efnt loforð sín við hann.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 589–590.

© Tim Stridmann