Kross á kýrmölum

12. júlí 1847 sagði móðir mín1 mér frá því að þegar hún var ung og var hjá kúm sem voru að bera hefði hún alténd milli kálfs og hilda skorið hár úr kýrhalanum og lagt hárið í kross á malirnar á nýbærunni til þess að tilberinn þyrði ekki að henni. — Það er alkunnugt að aðferð tilberans er sú að hann leggur sig yfir kýrmalirnar og teygir ranana niður beggja megin til að sjúga kúna. Þessu átti nú hárkrossinn að varna.


1 Þ. e. Margrét, móðir Jóns Norðmanns.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 455.

© Tim Stridmann