Iðrunarmansöngur

Frá ævilokum Þormóðar veit ég ekkert að segja, en hitt er víst að hann kvað „Iðrunarmansöng“ áður en hann dó árið 1741 og var hann þá gamall orðinn.1


1 Þormóður kemur við söguna af þeim feðgum Bjarna Jónssyni og Bjarna Bjarnasyni [sbr. 529.–530. bls.]; þar að auki hefur leikið orð á því að hann hafi fóstrað Galdra-Loft, komið honum í Hólaskóla sökum vináttu við Stein biskup frá því hann var prestur á Setbergi og harmað mjög missi Lofts þegar hann fórst. Svo hefur Gísli Konráðsson frá sagt.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 543.

© Tim Stridmann