Símon Pétur og Símon galdramaður

Sagt er að þeir hafi margar brösur átt saman nafnarnir Símon Pétur og Símon galdramaður, þó af ólíkum toga væru spunnar, þar annar vann af krafti guðs og hans anda, en hinn með vélum djöfulsins. Einu sinni fór Símon galdramaður til sævar með nafna sínum. Vöddust þeir um hvor fisknari væri og létust báðir vera, renndu nú færum sínum með önglum og drógu jafnt. Leysti þá Símon Pétur af öngulinn og eins nafni hans og var enn jafnt. Þá leysir Pétur hnútinn af öngultaum sínum og eins Símon og drógu nú enn, en sá var munurinn að Símon Pétur innbyrti fisk sinn, en Símon galdramaður missti alltaf er hann skyldi innbyrða.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1956), Jón Árnason, IV. bindi, bl. 68.

© Tim Stridmann