„Álútur ríður hann núna“

Kerling átti von á að biskup kæmi. Hún gekk út um kvöld að gá að honum. Þá sá hún bera við himininn að graðhestur reið meri. Kerling hugsaði að þarna riði biskupinn og sagði: „Álútur ríður hann núna, blessaður herrann.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

© Tim Stridmann