Góður viðbætir

Eitt sinn þjónustaði prestur kerlingu, en er því var lokið biður hún hann að gefa sér tóbak upp í sig. Prestur gjörir það og þykir kerlingu vænt um og segir: „Þetta var nú góður viðbætir, prestur minn.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1958), Jón Árnason, V. bindi, bl. 355.

© Tim Stridmann