Hrafnsunginn

Karl gamall náði eitt sinn hrafnsunga lifandi og kom heim með til kerlingar sinnar. Þeim þótti gaman að krumma og ætluðu að ala hann. Gestur kom á bæinn og sýna þau honum fuglinn. Hann spyr hvað þau ætli með það að ala hrafnskrattann. „Við höfum heyrt,“ mælti kerling, „að hrafninn gæti orðið þrjú hundruð ára gamall og ætlum við að vita hvort það sé satt.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862), Jón Árnason.

Текст с сайта is.wikisource.org

© Tim Stridmann