„Skárri eru það skrattans lætin“

Karl einn sem gengið hafði til skrifta með öðru fólki hvarf úr kirkjunni undan útdeilingu og er henni var lokið vantaði karlinn. Meðhjálparinn gengur út að leita hans og finnur hann í eldhúsi á bænum og er hann þar við skófnapott. Meðhjálparinn segir honum hvar komið sé í kirkjunni og skipar að hann komi strax með sér. Þá segir karl: „Skárri eru það skrattans lætin, ekki liggur líf við, má ég ekki skafa pottinn áður?“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1958), Jón Árnason, V. bindi, bls. 356.

© Tim Stridmann