„Þeirra orða var mér þaðan von“

Prestur spurði börn á kirkjugólfi að Ingjaldshóli. Hann spyr eitt barnið að því hver hefði innleitt syndina í heiminn. Barnið þegir og svarar engu; þá heyrir prestur að sagt er í kórnum: „Má ég ekki svara fyrir barnið?“ „Hver má svara sem vill,“ segir prestur. Þá segir kórbúinn: „Heilagur andi gjörði það.“ „Hver svaraði?“ mælti prestur. „Þorvaldur Grímsson,“ mælti hinn. „Þeirra orða var mér þaðan von,“ mælti prestur. Þá segir Þorvaldur við sessunauta sína: „Haldið þið piltar að honum hafi ekki þótt vænt um?“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1958), Jón Árnason, V. bindi, bl. 343.

© Tim Stridmann