Brennisteinn

Hann er góður að brenna fyrir nösum á konu er seint verður um barnburð. Hann skal og brennast undir kýli og kauni áður en það er fullmagnað. Einnin á hann við mörgum meinsemdum með sama slag brúkaður, ekki sízt því sem er af illu, ef í tíma er gjört. Hann skal ekki í því húsi vera sem ólétt kona er inni í. Einnin má illt með honum gjöra.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1956), Jón Árnason, IV. bindi, bl. 24.

© Tim Stridmann