Brönugrös

Það gras sem kallast brönugrös; þau vaxa í fjallahlíðum móti sólar undirgöngu. Það er spannarhátt og ljósgrænt að lit og vaxa mörg upp af sömu rót. Þau hafa mikinn legg neðan og er hann loðinn sem skarifífill, en lauf eru upp eftir leggnum, og upp úr kollinum er rautt fræ sem korn. Um þetta gras er í gömlum fræðibókum skrifað að það hafi þá náttúru að ef það er í hvítu silki látið liggja undir kvenmannshöfði eður kodda so hún sofni þar á, þá fær hún stóran kærleika til þess manns er því olli. Þetta gras á að takast á Jónsmessunótt með fjöru sjávar.

Brönugrös hafa menn haldið ykju ástir milli karla og kvenna og verkuðu frjóvunarkraft.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1956), Jón Árnason, IV. bindi, bl. 21–22.

© Tim Stridmann