Draugahver

J. Á. I. — Eftir sögn síra Jóhanns Briems í Hruna og munnlegri frásögn síra Kjartans Helgassonar.

Hjá Grafarbakka í Hrunamannahrepp eru margir hverir. Skammt þaðan er bær, sem heitir Reykjadalur. Þar bjó kona fjölkunnug. Hún öfundaði konuna á Grafarbakka af hverunum, sem spöruðu henni eldivið. Vakti hún því upp draug og skipaði honum að sækja einn góðan hver fram að Grafarbakka og koma með hann upp að Reykjardal. Draugurinn fór, tók upp einn hverinn og bar hann í höndunum eins og strokk. En þegar hann var kominn í miðja mýrina fyrir ofan Gröf (nú Hvamm), þoldi hann ekki lengur hitann af hvernum og missti hann niður. Er hann síðan nokkuð langt frá hinum hverunum og heitir Draugahver.

Текст с сайта Folkesagn

© Tim Stridmann