Hrafninn hans Nóa.

Það er alkunnugt, að hrafninn hans Nóa kom ekki aftur, en ekki hitt, hvað dvaldi hann. En það var það, að hann fann hval rekinn og fór að éta hvalinn og var þar á hvalnum allt til þess, að Nói kom að honum og sá, hvað hann var að gera. Reiddist þá Nói og lagði það á krumma, að hann skyldi aldrei upp frá því koma á hvalfjöru. Síðan hefur hrafn heldur aldrei á hvalfjöru sézt.

Eftir „Allrahanda“ séra Jóns Norðmanns: „Þessa sögu hef ég ekki heyrt fyrr en nýlega, 30. marz 1862“.

Источник: Þjóðsögur og munnmæli (1956), Jón Þorkelsson, bl. 147.

© Tim Stridmann