Þrándarholt hét bær í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu. Hjá bænum var vatn eitt er nefndist Þrándarvatn. Sagt er að tveir menn hafi veitt fisk í vatni þessu og borðað hann, en dáið af því, og hefur ekki verið veitt í vatninu eftir það.
Á Arnarvatnsheiði er vatn er nefnist Gunnarssonavatn; þar var fyrrum veiðimannaskáli og er sagt að tveir bræður hafi legið í skálanum til silungsveiði og hafi þeir fundizt dauðir með diskana í knjánum þegar að þeim var komið. En þegar betur var skoðað sást að silungurinn sem þeir höfðu étið var loðfiskur. Bræður þessir voru Gunnarssynir. Af þessu er vatnið kallað Gunnarssonavatn og hafa menn ekki veitt í því síðan.
Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 634.