Steypireyður

Eitt sinn þegar menn voru á sjó og mikil illfiskanauð sókti að þeim komu steypireyðar tvær til að verja skipið fyrir illfiskunum og fylgdu því að landi; þá var annar reyðarfiskurinn orðinn svo móður að lá kyrr í höfninni, en einn af skipverjum tók stein og kastaði í blástur hvalsins so hann sprakk og lá þar dauður. Aðrir menn fengu samvizkutilfinning af þessu óþakkláta verki og jafnvel sjálfur hvalsbaninn, og var honum ráðlagt að fara ekki á sjó í tuttugu ár, en á nítjánda ári frá hvaldrápinu vildi hann ekki lengur standa í sjóróðrabindindinu og röri. En um daginn kom steypireyðarhvalur að skipinu og sletti sporðinum upp á skipið utan um manninn sem drap hinn hvalinn, og steypti honum í sjóinn; aðrir sögðu hvalurinn hefði rétt tunguna utan um manninn og gleypt hann.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1956), Jón Árnason, IV. bindi, bl. 9.

© Tim Stridmann