Sveinn lögmaður og frú Ingibjörg

Til hins sama bendir vísa Sveins lögmanns Sölvasonar sem hann kvað við Ingibjörgu Sigurðardóttur, frú Gísla biskups Magnússonar á Hólum, er hann sá og heyrði til hrafns á vindhanastöng yfir húsi því sem hún var í. Hann kvað:

„Hrafn situr á hárri stöng,
höldar mark á taki:
ei þess verður ævin löng
sem undir býr því þaki.“

En hún var ekki lengi að hugsa sig um og kvað í móti:

„Engin hrakspá er það mér
þó undan gangi ég nauðum,
en ef hann kvakar yfir þér
ekki seinna dauðum.“

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bl. 617.

© Tim Stridmann