Risafuglinn

Einu sinni var konungur, sem átti 12 dætur, og honum þótti svo vænt um þær, að þær urðu altaf að vera einhversstaðar nálægt honum, en um hádegisbilið á hverjum degi, meðan konungurinn svaf eftir matinn, fóru dætur hans út og gengu sjer til skemtunar. En einu sinni meðan konungur svaf og dætur hans voru úti á göngu, hurfu þær allar og vissi enginn hvað af þeim hafði orðið. Þá varð mikil sorg um alt ríkið, en konungurinn var sorgmæddastur allra. Hann leitaði fregna hvar sem hann gat, ljet lýsa eftir stúlkunum við allar kirkjur, en þær voru horfnar og ekkert spurðist til þeirra. Þá fanst öllum sýnt að tröll hefðu tekið þær.

Þeir sigldu í sjö ár.

Það leið ekki á löngu, ims þessi sorgarfregn spurðist til margra landa, og hún barst líka í land eitt, þar sem konungurinn átti 12 syni. Þegar þeir heyrðu um konungsdæturnar, báðu þær föður sinn að leyfa sjer að leggja af stað og leita þeirra. Hann var tregur til þess, því hann var hræddur um að þeir hyrfu líka, en þeir fjellu á knje fyrir föður sínum og báðu hann vel og lengi og loksins leyfði hann þeim að fara. Hann ljet búa þeim skip og fjekk þeim Svart ráðgjafa sinn fyrir stýrimann, þar sem hann hafði áður verið farmaður mikill.

Þeir sigldu lengi, og allsstaðar þar sem þeir komu að landi, spurðu þeir eftir konungsdætrunum tólf, en enginn, sem þeir hittu, hafði heyrt þær nje sjeð. Nú voru aðeins nokkrir dagar eftir, þangað til þeir voru búnir að vera á þessu flakki í sjö ár, og þá skall á ofsarok, og hjeldu þeir helst að þeir myndu aldrei framar ná landi. En er óveðrið hafði staðið í þrjá daga, tók því að slota og loks kom dúnalogn. Allir á skipinu voru svo þreyttir eftir stritið við að verja skipið, að þeir steinsofnuðu, er vindinn lægði, nema yngsti konungssonurinn, hann gat ómögulega sofnað.

Gekk nú konungssonur aftur og fram um þilfarið, en á meðan barst skipið fyrir straumi að lítilli ey, og á eynni hljóp lítill hundur fram og aftur og gelti að skipinu, eins og hann langaði til að komast út í það. Konungssonur tók nú að kalla á hundinn, en því meir sem konungssonur kallaði, þeim mun hærra gelti hundurinn. Konungssyni fanst synd, að hundurinn yrði að svelta í hel á ey þessari, hann gat sjer þess til, að hann væri af skipi, sem farist hefði, en ekki fanst honum hann heldur geta hjálpað kvikindinu, því ekki gat hann komið skipsbátnum í sjóinn einsamall, og hinir á skipinu sváfu svo vært, að honum fanst hann ekki geta verið að vekja þá bara vegna eins lítilfjörlegs hunds. En veðrið var lygnt og milt, og konungssonur hugsaði með sjer: Jeg verð víst að reyna að koma út bátnum, og það gekk betur en hann hafði búist við. Hann rjeri í land og gekk að hundinum, en þegar hann ætlaði að ná í hann hljóp kvutti imdan og svona hjeldu þeir áfram, ims þeir voru komnir að mikilli höll, sem var bak við hamra nokkra og sást ekki frá skipinu. Þar ummyndaðist hundurinn og varð að yndislegri konungsdóttur, og inni sat maður, svo stór og ljótur, að konungssonur varð dauðsmeykur við að sjá hann.

„Ekki þarftu að verða hræddur við mig“, sagði maðurinn, — og konungssonur varð enn hræddari, er hann heyrði málróm hans, — „því jeg veit hvað þú vilt: þið eruð 12 konungssynir, og þið eruð að leita að 12 konungsdætrum. En þær veit jeg hvar eru, því þær eru hjá húsbónda mínum, þar sitja þær á gullstólum hjá honum og greiða hár hans, því hann hefir 12 höfuð. Nú hafið þið siglt í 7 ár, en í önnur sjö munuð þið sigla, áður en þið finnið þær. En svo gætir þú nú gjarna orðið hjerna eftir og gifst dóttur minni, en fyrst yrðir þú samt að ráða húsbónda mínum bana. Hann er strangur og harður, og við erum allir leiðir á hörku hans, og þegar hann er dauður, verð jeg konungur í hans stað. „Hjer hefi jeg sverð sem bítur“, sagði risinn svo og fjekk konungssyni gamalt og ryðgað sverð, en þegar konungssonur sveiflaði því, þá datt riðið af og sverðið glóði og glampaði á það.

„Þegar þú kemur út í skipið aftur“, sagði risinn, „þá mundu að fela sverðið í rúmi þínu, svo Svartur sjái það ekki. Hann mun öfunda þig af því og leggja á þig hatur. Þegar svo vantar þrjá daga á það að önnur 7 ár sjeu liðin, þá fer alveg eins og nú: Þið fáið ofsaveður, en þegar það lægir, verðið þið allir syfjaðir, nema þú og þá verðurðu að taka sverðið og róa í land, þá kemur þú að höll, þar sem úlfar, bjarndýr og ljón standa á verði, en þú skalt ekki hræðast þessi dýr, því þau gera þjer ekki minsta mein. En þegar þú kemur inn í höllina, muntu sjá, hvar þursi situr í hásæti í stórum og fögrum sal, en tólf höfðaður er hann og konungsdæturnar greiða hár hans hver á sínu höfði. Og það skaltu vita, að það er starfi, sem þeim ekki geðjast að. Þá verðurðu að hafa hraðann á og höggva hvert höfuðið af þursanum eftir annað. Ef hann vaknar og sjer þig, þá gleypir hann þig með húð og hári“.

Konungssonur reri nú út í skipið með sverðið, og mundi vel alt það, sem honum hafði verið sagt. Hinir lágu enn og sváfu, og svo faldi hann sverðið í bóli sínu og hvorki Svartur skipstjóri nje neinn annar sá það. Nú tók til að hvessa aftur og hann vakti hina og sagði að þeir gætu ekki legið og sofið lengur, er kominn væri svona góður byr. Enginn hafði orðið var við það að hann fór af skipinu.

Þegar nú sjö árin næstu voru liðin, að undanteknum þrem dögum, þá fór eins og risinn hafði sagt fyrir. Óveður mikið skall yfir og stóð í þrjá daga og er því slotaði, voru allir orðnir syfjaðir og þreyttir og fóru að sofa, en yngsti konungssonurinn reri til lands þess, sem skipið hafði hrakið að, og dýrin öll, sem stóðú vörð, fjellu honum til fóta, svo hann komst klakklaust til hallarinnar. Þegar hann kom inn í salinn mikla, lá risinn þar í hásætinu og svaf, en konungsdæturnar greiddu hárið á hinum ófrýnilegu hausum hans. Benti nú konungssonur þeim að færa sig, en þær bentu á móti að hann skyldi koma sjer burtu úr höllinni, og skiftust þau nú lengi á benaingum, en loks skyldist systrimum 12 að hann var kominn til þess að bjarga þeim úr tröllahöndum, svo þær læddust burt eins hægt og þær gátu, hver á fætur annari og konungssonur hjó hvern hausinn af tröllinu á eftir öðrum.

Þegar hann hafði drepið tröllið, rjeri hann aftur út í skipið og faldi sverðið, nú fannst honum hann hafa gert nóg, en ekki gat hann draslað skrokknum af tröllinu út; nema með hjálp, og honum fannst svei mjer ekki ofverknaður fyrir skipsmenn að rjetta honum hönd við það verk. Hann vakti fjelaga sína og sagði þeim að það væri skömm fyrir þá að liggja svona og flatmaga, nú hefði hann fundið konungsdæturnar og bjargað þeim. Hinir hlógu bara að honum og sögðu að hann hefði steinsofið eins og þeir og dreymt þetta allt saman. En yngsti konungssonurinn sagði þeim frá því, hvernig allt hefði atvikast og þá fóru þeir með honum í land, sáu höllina og dautt tröllið og konungsdæturnar tólf og svo hjálpuðu þeir til að koma tröllskrokknum út úr höllinni. Nú voru alhr glaðir, en enginn glaðari en konungsdæturnar, sem losnuðu nú við að greiða tröllinu allan liðlangan daginn. Þau tóku nú með sjer ósköpin öll af gulli og gersemum, sem voru í höllinni, eins mikið og skipið gat borið og svo fór allt fólkið út á skipið og segl voru undin upp.

En þegar skipið var komið nokkuð frá landi, sögðu konungsdæturnar að í gleði sinni hefðu þær gleymt gullkórónunum sínum, þær voru inni í skáp einum í höllinni og auðvitað vildu þær ekki skilja þær eftir. En þegar enginn annar vildi sækja þær, sagði yngsti konungssonurinn: „O, jeg held jeg geti þá náð í þessar kórónur, jeg hefi þá víst gert það, sem meira er, — en þá verðið þið að fella seglin og bíða þangað til jeg kem aftur“. Já, þeir lofuðu því, og svo lagði hann af stað í bátnum. En þegar hann var kominn úr augsýn frá skipinu, sagði Svartur skipstjóri, sem sjálfur vildi gjarna vera fremstur og fá yngstu konungsdótturina, að það þýddi ekkert að liggja og bíða eftir konungssyni, hann kæmi aldrei aftur. „Konungurinn hefir veitt mjer svo mikinn myndugleika og makt, að jeg sigli þegar jeg vil“, sagði hann og skipaði að allir skyldu segja að hann hefði frelsað konungsdæturnar, en hver sem annað segði, skyldi missa lífið. Konungssynirnir þorðu ekki annað en hlýða, og svo var siglt af stað.

Á meðan rjeri yngsti konungssonurinn í land og gekk upp í höllina. Hann fann skápinn með gullkórónunum í, tók þær og hjelt aftur til strandar, en er hann kom þangað, sem hann gat sjeð skipið, var það horfið. Hann skildi fljótt, hvernig þetta hefði atvikast og sá strax að ekki var til neins að reyna að róa á eftir skipinu, svo hann sneri við og rjeri til lands aftur. Hann var dálítið smeykur við að vera einn um nóttina í höllinni, en þarna var ekki annað húsaskjól að hafa og svo tók hann í sig kjark og fór inn og læsti öllum dyrum og lagðist svo til hvílu í herbergi einu, þar sem stóð uppbúið rúm. En hræddur var hann og varð enn hræddari, þegar tók til að braka í veggjum og þaki, eins og höllin ætlaði að hrynja. Allt í einu kom eitthvað niður við hliðina á rúminu hans, eins stórt og heysæti. Þá dvínaði hávaðinn, en hann heyrði rödd, sem bað hann að vera ekki hræddan og bætti við: „Jeg er risafugl, og skal hjálpa þjer. En strax þegar þú vaknar í fyrramálið verðurðu að fara út í geymsluna hjerna í höllinni og ná í fjórar tunnur af rúgi handa mjer, það verð jeg að fá í morgunverð, annars get jeg ekkert gert fyrir þig“.

Þegar konungssonur vaknaði, sá hann ógurleg?. stóran fugl, og aftur úr höfðinu á honum stóð fjöður, sem var eins löng og ungt grenitrje. Konungssonur fór nú út í geymslu eftir fjórum tunnum af rúgi, og þegar risafuglinn hafði jetið allan þenna rúg upp til agna, bað hann konungsson að taka skápinn með kórónum konungsdætranna og hengja hann um hálsinn á sjer í bandi, en á móti átti hann að hengja jafnmikið af gulli og gimsteinum. Svo átti konungssonur að setjast á bak fuglinum og halda sjer fást í löngu hnakkafjöðrina hans.

„Jeg er risafugl og hjálpa þjer.“

Svo flaug fuglinn af stað og ekki fór hann hægt. Það leið ekki á löngu þar til hann náði skipinu og fór fram hjá því. Konungssonur vildi helst komast á skipið, þó ekki væri nema til þess að ná sverðinu sínu, því hann var hræddur um að einhver sæi það, og það hafði risinn sagt, að enginn mætti, en risafuglinn sagði að ekki væri hægt að sinna því núna. „Jeg býst ekki við að Svartur sjái það, bætti hann við, og ef þú ferð niður á skipið, þá býst jeg við, að hann reyni að ráða þig af dögum, því hann vill sjálfur fá yngstu konungsdótturina, en um hana geturðu verið öruggur, því hún sefur með nakið sverð fyrir framan sig í rúminu hverja nótt“.

Eftir langt flug komu þeir til risans og þar var tekið svo vel á móti konungssyni, að það var eins og sonur risans væri að koma heim, og vissi jötuninn og fólk hans ekki hvað það átti fyrir hann að gera vegna þess, að hann hafði banað hinum tólfhöfðaða og gert jötuninn sjálfan að konungi, og vildi risinn gjarna gefa honum dóttur sína og hálft ríki sitt. En konungssyninum þótti svo vænt um yngstu konungsdótturina, sem hann hafði bjargað, að hann var aldrei í rónni fyrir hugsunum um hana, og ætlaði af stað að leita hennar hvað eftir annað. En risinn sagði honum að vera rólegum, kvað ekkert liggja á, því að þeir á skipinu ættu enn eftir að sigla í sjö ár, áður en þeir kæmust heim. Og eins og risafuglinn, sagði líka tröllkarlinn, að með hana væri engin hætta, hún svæfi með sverð fyrir framan sig í rúminu. — „En annars“, bætti jötuninn við, „geturðu sjálfur farið út í skipið, þegar það siglir hjerna fram hjá og sótt sverðið og sjeð hvernig allt er þar, — því sverðið verð jeg að fá aftur hvort sem er“.

Þegar skipið sigldi svo þarna fram hjá, hafði aftur verið mikið óveður og er konimgssonur kom út í skipið, svaf allt fólkið þar rjett einu sinni. Sá þá konungssonur að allt var rjett, sem risinn og fuglinn höfðu sagt um yngstu konungsdótturina. Konungssonur tók svo sverðið og komst í land aftur, án þess að nokkur hefði orðið hans var.

En samt var konungssonur ekki rólegur, oft langaði hann til þess að halda af stað, og þegar tók að líða á árin sjö, svo að aðeins þrjár vikur voru eftir af þeim, sagði risinn: „Nú geturðu farið að búast til ferðar, fyrst þú vilt ekki vera um kyrt hjá okkur og þú skalt fá lánaðan bátinn minn, hann er úr járni, og hann fer af stað ef þú segir: „Áfram bátur!“ í bátnum er járnkylfa og henni skaltu lyfta upp, þegar þú nálgast skipið, þá hvessir svo mikið, að skipsmenn hafa ekki tíma til að sinna þjer fyrir bráðum byr, og þegar þú ert kominn að skipshliðinni, skaltu aftur lyfta kylfunni og þá kemur svo mikil stormur, að karlarnir mega alls ekki vera að sinna þjer neitt, og þegar þú ert kominn fram hjá skipinu, skaltu lyfta kylfunni í þriðja sinn, en alltaf verðurðu að leggja hana varlega niður aftur, annars verður svo mikið veður að bæði þeir og þú farast. Þegar þú svo ert kominn að landi, þá þarftu ekki að hugsa neitt meira um bátinn. Ýttu honum bara frá og segðu: „Heim með þig, bátur!“

Þegar konungssonur lagði af stað, fjekk hann eins mikið gull og silfur og báturinn gat borið, og margt annað fleira, fínustu föt, sem dóttir risans hafði saumað handa honum, svo nú var hann miklu ríkari en nokkur af bræðrum hans. Hann hafði ekki fyrr stigið út í bátinn og sagt: „Áfram, bátur!“, en báturinn skreið frá landi og ekki fór hann neitt hægt. Og þegar skipið kom í augsýn fyrir stafni, lyfti hann kylfunni og kom þá svo óður byr, að skipsmenn máttu ekki vera að horfa neitt í kringum sig. Þegar báturinn var kominn á hlið við skipið, lyfti konungssonur kylfunni aftur, og um leið brast á beljandi stormur, sjórinn umhverfis skipið stóð í hvítu löðri, svo enn höfðu skipsmenn eitthvað annað að gera en líta í áttina til bátsins. Hann kom að landi löngu á undan skipinu, og þegar hann hafði borið allt sitt upp úr bátnum, ýtti hann honum frá landi aftur og sagði: „Heim með þig, bátur!“ Og báturinn af stað með það sama.

Svo klæddist konungssonur sjómannsklæðum og fór upp í gamalt og hrörlegt kot þar á ströndinni, þar sem kerling nokkur bjó. Henni sagði hann að hann væri háseti, sem hefði orðið skipreika og hefðu allir skipverjar drukknað nema hann einn. Og svo bað hann hana að lofa sjer að vera og lána sjer húsaskjól fyrir sig og það af eigum sínum, sem hann hefði bjargað.

„Hvernig í ósköpunum á jeg að geta það“, sagði konan. „Jeg get engum lofað að vera, þú sjerð hvernig lítur út hjerna. Jeg á ekki einu sinni rúmið til þess að sofa í, og því síður rúm hana gestum“.

„Mjer er alveg sama um það“, sagði „sjómaðurinn“. Ef jeg bara fæ þak yfir höfuðið, þá get jeg gjarna legið á gólfinu. Og ekki geturðu úthýst mjer, ef jeg geri mjer allt að góðu, eins og það er“.

Konungssonur lyfti kylfunni.

Um kvöldið flutti hann farangur sinn inn í kotið kerlingarinnar, og ekki var hann fyrr kominn inn, en kerla tók heldur betur til að spyrja hann spjörunum úr, hana langaði til þess að fá frjettir til að hlaupa með. Hún spurði hann hver hann væri, hvaðan hann væri. hvar hann hefði verið, hvað hann hefði meðferðis og hvert hann ætlaði og hvort hann hefði ekkert heyrt um konungsdæturnar tólf sem fyrir mörgum herrans árum hefðu horfið, og margt og margt annað spurði hún um og yrði of langt mál að telja það allt upp. En hann sagðist vera svo lasinn eftir sjóvolkið, hefði svo mikinn höfuðverk eftir að veltast í briminu, að hann gæti ekki munað nokkurn skapaðan hlut eins og stæði.Hún yrði að lofa sjer að jafna sig nokkra daga, og þá skyldi hún fá að vita allt sem hún hefði spurt um og meira til. Daginn eftir tók kerling aftur til að spyrja og nauða, en sjómaðurinn hafði enn svo mikinn höfuðverk eftir illviðrið, að hann vissi ekki neitt og flest sem hann sagði var óttalegt rugl. En samt heppnaðist honum svo lítið bar á að skjóta inn í, að hann vissi nú kannske eitthvað um konungsdæturnar. Og um leið rauk kerla af stað með þessa frjett til allra kjaftakerlinga sem voru þarna nærri og svo komu þær hver af annari og spurðu fregna um konungsdæturnar, hvort hann hefði sjeð þær, hvort þær væru á leiðinni heim og fleira þess háttar. Hann sagði að sjer væri enn illt í höfðinu eftir volkið og væri ekki fær um að hugsa nema lítið og myndi ekki margt, en svo mikið vissi hann þó, að ef þær hefðu ekki farist í aftakaveðrinu, sem hann braut skip sitt í, þá kæmu þær heim eftir svo sem hálfan mánuð, eða kannske fyr, en ekki sagðist hann nú geta sagt um það með neinni vissu, hvort þær væru lifandi, og sjeð hafði hann þær, en kannske hefðu þær farist.

Ein af kerlingunum hljóp með þetta til konungshallar og sagði að það byggi sjómaður í kofanum hjá kerlingunni sem hún tiltók og hann hefði sjeð konungsdæturnar og þær myndu koma eftir svo sem hálfan mánuð, eða kannske viku. Þegar konungur heyrði þetta, ljet hann senda til sjómannsins og bauð honum að koma til sín og segja sjer frá þessu sjálfur. 1

„Jeg get það nú varla“, sagði sjómaðurinn. „Jeg hefi ekki föt til þess að ganga fyrir konung í“. En sendiboði konungs sagði, að hann mætti til með að koma til konungsins og tala við hann, því enn hefði enginn vitað neitt að segja honum um dætur hans.

Jæja, hann varð þá að fara til konungshallar, og var boðið inn til konungsins sjálfs, sem spurði hann, hvort það væri satt að hann hefði sjeð dætur hans.

„Já, það hefi jeg“, sagði sjómaðurinn, „en ekki get jeg vitað, hvort þær eru enn á lífi, því nokkru eftir að jeg sá þær, kom slíkt óveður að skipið mitt fórst, en ef þær hafa komist af, þá koma þær sjálfsagt hingað eftir eitthvað hálfan mánuð eða svo“.

Þegar konungurinn heyrði þetta, rjeði hann sjer varla fyrir gleði, og er að þeim tíma leið, er sjómaðurinn hafði sagt að þær myndu koma, lagði konungur af stað niður til strandar í sínum besta skrúða og með fríðu föruneyti, og um allt landið var mikil kæti, þegar skipið með konungsdætrunum, konungssonunum og Svarti skipstjóra lagði í höfn, en ekki var þó nokkur maður glaðari en gamli konungurinn, sem hafði endurheimt dætur sínar. Allar ellefu elstu konungsdæturnar voru líka glaðar og fegnar að vera komnar heim, en sú yngsta, sem átti að giftast Svarti skipstjóra, hún grjet og var afar sorgmædd. Konunginum fannst þetta illt, og spurði hana hvers vegna hún væri ekki glöð og kát, eins og systur hennar, — það amaði ekkert að henni, þegar hún væri nú leyst úr tröllahöndum og ætti að eignast annan eins ágætis mann og Svart skipstjóra. En hún þorði ekkert að segja, því Svartur hafði hótað að drepa hvern þann, sem segði hvernig alt hefðí gerst.

En einn góðan veðurdag, er konxmgsdætur voru að sauma brúðarskartið, kom þar inn maður í sjómannabúningi með stóran skáp á bakinu og spurði hvort konungsdæturnar vildu ekki kaupa af sjer skrautgripi nokkra til brúðkaupsins; hann hefði marga kostulega gripi úr gulli og silfri til sölu. Þær litu á vörur hans og þær litu á hann, því þeim fanst þær kannast við hann og marga af gripum þeim, sem hann hafði á boðstólum.

„Sá, sem á svona dýrgripi, hlýtur að eiga enn glæsilegri gripi, og sem hæfðu okkur betur”, sagði sú yngsta.

„Verið getur það“, sagði sjómaðurinn.

En hinar báðu hana að muna eftir því sem Svartur hefði hótað þeim.

Nokkru síðar sátu konungsdætur við gluggann einn dag og þá kom konungssonurinn yngsti aftur í sjómannsbúningnum og með skápinn með gullkórónunum á bakinu. Þegar hann kom inn, opnaði hann skápinn fyrir konungsdæturnar, og er þær nú þektu hver sína gullkórónu, þá sagði hin yngsta: „Mjer finst rjettlátt að sá, sem hefir bjargað okkur, fái þau laun, sem hann á skilið, og það er ekki Svartur skipstjóri, heldur sá, sem nú er kominn með gullkórónurnar okkar, — hann bjargaði okkur frá þeim tólfhöfðaða“. Þá fleygði konungssonur af sjer farmannskuflinum og var þá mikið glæsilegri ásýndum en allir hinir, og svo ljet gamli konungurinn Svart fá makleg málagjöld.

Nú fyrst varð almenn gleði í konungsgarði, bráðlega var efnt til brúðkaups, þar sem hver konungssonur gekk að eiga sína konungsdóttur. Var fögnuður svo mikill, að það frjettist um tólf konungsríki.

Источник: Norsk æfintýri. P. Chr. Asbjörnsen og Jörgen Moe. Jens Benediktsson íslenzkaði. Reykjavík. Útgefandi: Bókaútgáfan. 1943.

© Tim Stridmann