Nykur á Lágheiði

Á Lágheiði heitir merkjalækurinn milli Fljóta og Ólafsfjarðar Ginfaxi og rennur hann úr Ginfaxatjörn. Eitt [vor] voru grasastúlkur tvær á Lágheiði búnar að grasa mikið vel eina nótt. Voru þær þá albúnar til heimferðar að tjaldinu um morguninn í þoku staddar hjá Ginfaxatjörn; sjá þær þar þá gráan hest. „Ég held ég verði að taka hestinn þann arna og ríða honum,“ segir önnur. „Breiddu þá fyrst yfir hann svuntuna þína og gerðu krossmark yfir,“ segir hin. Stúlkan breiddi á hann svuntuna sína og fer að gera krossmarkið, en óðar en hún kemur krossinum yfir hann er hann horfinn.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 210–211.

© Tim Stridmann