Nykurtjörn

Á Hausunum upp undan Grund í Svarfárdal er tjörn ein sem kölluð er Nykurtjörn. Úr tjörninni rennur lækur sem kallaður er Grundarlækur. Ævinlega annað hvort ár ryður nykurinn svo miklu í lækinn að lækurinn gerir stórskemmdir, en hitt árið gerir lækurinn enga skemmd.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bls. 211.

© Tim Stridmann