Sjóskrímsli

Það var eitt sinn að kall var á ferð um næturtíma að gæta fjár í landplássi nokkru sem lá til sjávar, en þó innanfjarðar. Maðurinn var haldinn á þeirri tíð hvorjum manni skyggnari og ekki hræddur. Hann sér hvar kemur á móti sér einhvor skringileg skepna. Hún var að ofanverðu nokkuð svipuð manni nema allt stærri, ekki nema á tveimur fótum, en mjög ljót að neðan með langan hala. Hún stefnir á móti manninum, en honum [var] ekki um að beygja mikið úr vegi. Þegar skammt var orðið á milli þá fór manninum ekki að lítast á og segir: „Atlarðu ofan í mig andskotinn þinn!“ Það stanzar þá við og sindrar úr því á alla vegu og fer so fram hjá. Maðurinn hefði átt að segja að hann hefði aldrei orðið hræddur á ævi sinni utan þá. Maður þessi var mikið orðvar og mikið skjaldan að þetta hafðist hjá honum þó hann væri spurður.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1955), Jón Árnason, III. bindi, bl. 212.

© Tim Stridmann