Saga af Þorgeiri stjakarhöfða

Í mínu ungdæmi hef ég1 heyrt frásögn nokkra um Þorgeir stjakarhöfða. Mig minnir að með þessa sögn færi Vigfús Jónsson.2 Þorgeir átti að hafa lifað samtíða Ólafi kóngi (Tryggvasyni, trúi ég). Úr þessari sögn man ég þetta sem eftir fylgir, trúi og að það ég heyrði sagt væri ekki meira.

Sem Ólafur kóngur eitt sinn fór á skipi fram með björgum nokkrum eður og lá á skipi undir björgum nokkrum hugðu kóngur og hans menn ekki fyrri að en skipið var hálft eður meir komið inn í hamarinn (kannske skúta eður hellir er verið hafi í bjargið). Hafði bjargbúi sá er þar átti byggð ætlað að seiða til sín inn í hamarinn skipshöfnina. Þegar so var komið í óvænt efni greip Þorgeir sem meðal kóngsmanna var á skipinu einn ás og setti hann í bjargið, en annan enda fyrir bringspalir sér. Tröllskapur bjargbúans dró skipið inn, en Þorgeir stóð á móti. Um síðir reyndi Þorgeir á orku sína so að bringuteinar hans gengu í sundur og í því sama átaki komst skipið út úr bjarginu og varð laust þar við.

Hér af fekk Þorgeir stjakarhöfðanafn.


1 Þ. e. Árni Magnússon.

2 Leirulækjar-Fúsi, móðurbróðir [þetta er rangt; á að vera föðurbróðirNorrœn Dýrð] Árna.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, I. bindi, bls. 157.

© Tim Stridmann