Þórir og Skúmur

Þórir var og útilegumaður; hann hafðist við á Þóristungum, millum Köldukvíslar og Tungnaár, og lifði af veiði í Fiskivötnum. Af hans nafni eru dregin þessi örnefni: fjallið Þóristindur, lækurinn Þórisós, Þórisvatn, og svæðið sem kallað er Þóristungur þó það komi ekki heim við þá sögusögn sem segir að Þórisvatn dragi nafn af Þóri syni Þórálfs þess sem Ármanns saga1 getur um að hafi tryllzt. Skúmur var enn nefndur útilegumaður. Hann hafðist við í Skúmstungum, milli lækja tveggja fyrir vestan Þjórsá, og dregur svæðið nafn af honum.2


1 10. kap. í Ármanns sögu, Ísl. s. XII, 439–442.

2 Sbr. Ný félagsrit, 8. ár, 56. bls.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954), Jón Árnason, II. bindi, bls. 164.

© Tim Stridmann