Kaupangur

Svo heitir nú bær einn í Eyjafirði, en sagt er að hann hafi áður heitið Bíldsá1 og hafi hann verið nefndur Kaupangur af því að hann hafi verið seldur við gjafverði í hungursári. Þessi saga sem á svo vel við bæjarnafnið og sem þess vegna kynni í sjálfu sér að virðast grunsöm stendur þó alls ekki ein á blaði, því enn eru til margar fleiri sögur um sama óár þar í byggðarlaginu.


1 Landnáma, Ísl. s. I, 155.

Источник: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1954), Jón Árnason, II. bindi, bl. 101.

© Tim Stridmann