Ein lítil historía.

Einu sinni var maður íslenzkur að kyni, er hraktist á flanderskri duggu til Grænlands. Honum lukkaðist að komast landveg á fæti yfir fjöll og jökla og öll öræfi og yfir alla hafsbotna allt úr Grænlands byggð og austur til Gandvíkur og svo til Noregs. Hann leiddi með sér eina geit og fæddist á mjólk hennar. Hitti hann oftast dali og mjó sund á milli jökla, svo geit hans gat haldizt við gras eða skóg.

Eftir handriti séra Finns Þorsteinssonar, þá á Þönglabakka (1857–63), síðar á Klyppstað (1870–88), í Landsbókasafni 417, 8vo.

Источник: Þjóðsögur og munnmæli (1956), Jón Þorkelsson, bl. 185.

© Tim Stridmann