V. V. Majakovskí

Venjulega svo

Sérhver maður hlýtur gáfu ástarinnar í vöggugjöf,
en brauðstrit
fjármunir
og annað því um líkt
gera hjarta vort þurrt og ófrjótt.
Hjartað er klætt í líkama
og líkaminn í skyrtu.
En jafnvel það er ekki nóg.
Eitt
fífl
fær sér manséttur
og stífað brjóst
til að hressa upp á hrörnun ellinnar.
Konan farðar sig
og karlmaðurinn hamast í Möllersæfingum eins og mylluhjól.
En allt er um seinan.
Húðin sofnar í hrukkum
og ástin
— hún vex
og hún visnar.

Geir Kristjánsson þýddi


Обыкновенно так

Любовь любому рожденному дадена, —
но между служб,
доходов
и прочего
со дня на́ день
очерствевает сердечная почва.
На сердце тело надето,
на тело — рубаха.
Но и этого мало!
Один —
идиот! —
манжеты наделал
и груди стал заливать крахмалом.
Под старость спохватятся.
Женщина мажется.
Мужчина по Мюллеру1 мельницей машется.
Но поздно.
Морщинами множится кожица.
Любовь поцветет,
поцветет —
и скукожится.

1922


1 Мюллер — автор популярного руководства по гимнастике.

© Tim Stridmann