Á fögru kvöldi sat embættismaðurinn Ívan Dmítritsj Tsérvjakov á öðrum svalabekk í leikhúsi og horfði á „Klukkurnar í Corneville“ gegnum leikhúskíkinn sinn. Þarna sat hann og lét sér líða vel. En allt í einu…!
Í frásögnum rekst maður oft á þetta „en allt í einu“. Og rithöfundarnir hafa rétt fyrir sér, lífið er fullt af óvæntum atburðum.
En allt í einu skældi hann sig, augun ranghvoifdust, andardrátturinn stöðvaðist… hann tók kíkinn frá augunum, beygði sig fram og… atsjú!!! Hann hnerraði eins og þið skiljið.
Það er alls staðar leyfilegt að hnerra og engum hömlum háð. Bæði bændur og bæjarfógetar hnerra og stundum einnig háttsettir embættismenn. Allir hnerra. Það kom ekki hið minnsta fát á Tsérvjakov, hann þurrkaði sér með vasaklútnum og eins kurteis og hann var, leit hann í kringum sig: hafði hann truflað einhvern með hnerra sínum? Og nú brá honum illa í brún. Hann tók eftir því að eldri herramaður sem sat fyrir framan hann á fyrsta bekk, þurrkaði vandlega á sér skallann og hnakkann með hanska sínum, um leið og hann rumdi eitthvað. Tsérvjakov sá að þar var kominn Brizzjalov, hershöfðingi í samgönguráðuneytinu.
„Ég hef frussað á hann! — hugsaði Tsérvjakov. — Ekki það að hann sé minn yfirmaður, en það er nú samt klúður. Ég verð að biðja hann afsökunar.“
Tsérvjakov hóstaði, beygði sig örlítið framávið og hvfslaði í eyra hershöfðingjans:
— Afsakið yðar náð, ég frussaði víst á yður… það var alveg óvart…
— Það var ekkert…
— Fyrirgefið mér í öllum bænum, ég… það var ekki ásetningur minn!
— Ah, setjist niður. Leyfið mér að hlusta!
Tséryjakov varð hálf ruglaður, brosti vandræðalega og leit í átt að sviðinu. Hann horfði á sviðið en vellíðanin var nú gersamlega horfin. Óróleikinn tók að kvelja hann.
Í hléinu gekk hann til Brizzjalovs, stóð við hlið hans skamma stund, bældi niður kjarkleysið og tautaði svo:
— Ég frussaði víst á yður yðar náð… Fyrirgefið mér… ég… ekki svo að skilja…
— Ah, nú er nóg komið… Ég var búinn að gleyma þessu, og svo komið þér! sagði hershöfðinginn og sneri upp á sig óþolinmóður.
„Þykist vera búinn að gleyma þessu en það skín út úr honum illskan, — hugsaði Tsérvjakov og horfði tortrygginn á hershöfðingjann. Og ekki vill hann tala um það. Ég verð að skýra út fyrir honum áð það hafi alls ekki verið meiningin… að það sé náttúruiögmálið, en hann heldur víst að ég hafi frussað viljandi. Og haldi hann það ekki núna þá mun hanri halda það síðar!
Þegar hann var kominn heim, sagði Tsérvjakov konu sinni frá klaufsku sinni. Frúin tók þessu allt of létt, fannst honum; hún varð bara hrædd, en eftir á, þegar hún frétti að Brizzjalov væri ekki hans yfirmaður, varð henni rórra.
— En samt sem áður ættir þú að fara og biðjast afsökunar, sagði hún. — Hann gæti haldið að þú kynnir ekki að hegða þér meðal fólks!
— Það er einmitt það! Ég reyndi að biðjast afsökunar, en hann tók því eitthvað skringilega, sagði ekki orð af viti. Og það gafst heldur ekki tími til að tala saman.
Næsta dag fór Tsérvjakov í nýja einkennisbúninginn sinn, lét klippa sig og hélt af stað til Brizzjalovs til að útskýra… Á biðstofu hershöfðingjans sá hann margt manna, þar á meðal sjálfan hershöfðingjann, sem var farinn að taka á móti umsóknum. Er hann hafði afgreitt nokkra umsækjendur kom hershöfðinginn auga á Tsérvjakov.
— Í gær í „Arkadíus“, ef þér munið yðar náð, — byijaði embættismaðurinn, — hnerraði ég og… frussaði ég af tilviljun… ég biðst afs…
— Hvers lags smámunir… Herra minn trúr. Hvað get ég gert fyrir yður, — sagði hershöfðinginn og sneri sér að næsta umsækjanda.
„Hann vill ekki tala um það! — hugsaði Tsérvjakov og fölnaði. Það þýðir að hann er reiður. Nei, við svo búið má ekki standa. Ég verð að skýra út fyrir honum…“
Þegar hershöfðinginn hafði lokið samtalinu við síðasta umsækjandann og var á leið inn til sín, tiplaði Tsérvjakov á eftir honum og tautaði:
— Yðar náð! Ef ég má leyfa mér að trufla yðar náð þá verð ég að segja að ég iðrast af öllu hjarta. Það var ekki með vilja gert megið þér vita.
Hershöfðinginn setti upp mæðusvip og bandaði frá sér.
— En þér eruð bara að spauga herra minn! — sagði hann og hvarf inn um dyrnar.
„Hver er að tala um spaug? — hugsaði Tsérvjakov. Þetta á að heita hershöfðingi og skilur ekkert. Ég er þá ekkert lengur að biðja þetta merkikerti afsökunar. Fjandinn hirði hann. Ég ætla að skrifa honum bréf, en hér stíg ég ekki fæti inn framar. Nei, það veit sá sem allt veit að það geri ég ekki!“
Þannig hugsaði Tsérvjakov á leiðinni heim. Hann skrifaði ekkert bréf til hershöfðingjans. Hann braut heilann ákaft en þó tókst honum ekki að orða slíkt bréf.
Daginn eftir fór hann aftur til að útskýra.
— Eg var hér í gær og truflaði yðar náð, — byijaði hann þegar hershöfðinginn leit spyijandi á hann, — ekki til að gera gys að yður eins og yður varð að orði. Ég baðst afsökunar því ég fmssaði þegar ég hnerraði, en það hefur aldrei hvarflað að mér að spauga. Myndi ég voga mér að spauga? Ef menn fara að spauga þá verður engin virðing fyrir persónum…
— Komið yður út!! — öskraði hershöfðinginn blár í framan og titrandi.
— Hvað? — spurði Tsérvjakov hvíslandi og hann svimaði næstum af skelfingu.
— Komið yður út!! — endurtók hershöfðinginn og stappaði niður fótunum.
Það brast eitthvað í iðrum Tsérvjakovs. Blindur og heyrriarlaús hörfaði hann að dyrunum, gekk út á götuna og dróst heim á leið.
Hann gekk heim eins og í svefni og þar lagðist hann í sófann, án þess að fara úr einkennisbúningnum… og dó.
В один прекрасный вечер не менее прекрасный экзекутор, Иван Дмитрич Червяков, сидел во втором ряду кресел и глядел в бинокль на «Корневильские колокола». Он глядел и чувствовал себя на верху блаженства. Но вдруг… В рассказах часто встречается это «но вдруг». Авторы правы: жизнь так полна внезапностей! Но вдруг лицо его поморщилось, глаза подкатились, дыхание остановилось… он отвел от глаз бинокль, нагнулся и…. апчхи!!! Чихнул, как видите. Чихать никому и нигде не возбраняется. Чихают и мужики, и полицеймейстеры, и иногда даже и тайные советники. Все чихают. Червяков нисколько не сконфузился, утерся платочком и, как вежливый человек, поглядел вокруг себя: не обеспокоил ли он кого-нибудь своим чиханьем? Но тут уж пришлось сконфузиться. Он увидел, что старичок, сидевший впереди него, в первом ряду кресел, старательно вытирал свою лысину и шею перчаткой и бормотал что-то. В старичке Червяков узнал статского генерала Бризжалова, служащего по ведомству путей сообщения.
«Я его обрызгал! — подумал Червяков. — Не мой начальник, чужой, но все-таки неловко. Извиниться надо».
Червяков кашлянул, подался туловищем вперед и зашептал генералу на ухо:
— Извините, ваше —ство, я вас обрызгал… я нечаянно…
— Ничего, ничего…
— Ради бога, извините. Я ведь… я не желал!
— Ах, сидите, пожалуйста! Дайте слушать!
Червяков сконфузился, глупо улыбнулся и начал глядеть на сцену. Глядел он, но уж блаженства больше не чувствовал. Его начало помучивать беспокойство.
В антракте он подошел к Бризжалову, походил возле него и, поборовши робость, пробормотал:
— Я вас обрызгал, ваше —ство… Простите… Я ведь… не то чтобы…
— Ах, полноте… Я уж забыл, а вы всё о том же! — сказал генерал и нетерпеливо шевельнул нижней губой.
«Забыл, а у самого ехидство в глазах, — подумал Червяков, подозрительно поглядывая на генерала. — И говорить не хочет. Надо бы ему объяснить, что я вовсе не желал… что это закон природы, а то подумает, что я плюнуть хотел. Теперь не подумает, так после подумает!..»
Придя домой, Червяков рассказал жене о своем невежестве. Жена, как показалось ему, слишком легкомысленно отнеслась к происшедшему; она только испугалась, а потом, когда узнала, что Бризжалов «чужой», успокоилась.
— А все-таки ты сходи, извинись, — сказала она. — Подумает, что ты себя в публике держать не умеешь!
— То-то вот и есть! Я извинялся, да он как-то странно… Ни одного слова путного не сказал. Да и некогда было разговаривать.
На другой день Червяков надел новый вицмундир, подстригся и пошел к Бризжалову объяснить… Войдя в приемную генерала, он увидел там много просителей, а между просителями и самого генерала, который уже начал прием прошений. Опросив несколько просителей, генерал поднял глаза и на Червякова.
— Вчера в «Аркадии», ежели припомните, ваше —ство, — начал докладывать экзекутор, — я чихнул-с и… нечаянно обрызгал… Изв…
— Какие пустяки… Бог знает что! Вам что угодно? — обратился генерал к следующему просителю.
«Говорить не хочет! — подумал Червяков, бледнея. — Сердится, значит… Нет, этого нельзя так оставить… Я ему объясню…»
Когда генерал кончил беседу с последним просителем и направился во внутренние апартаменты, Червяков шагнул за ним и забормотал:
— Ваше —ство! Ежели я осмеливаюсь беспокоить ваше —ство, то именно из чувства, могу сказать, раскаяния!.. Не нарочно, сами изволите знать-с!
Генерал состроил плаксивое лицо и махнул рукой.
— Да вы просто смеетесь, милостисдарь! — сказал он, скрываясь за дверью.
«Какие же тут насмешки? — подумал Червяков. — Вовсе тут нет никаких насмешек! Генерал, а не может понять! Когда так, не стану же я больше извиняться перед этим фанфароном! Чёрт с ним! Напишу ему письмо, а ходить не стану! Ей-богу, не стану!»
Так думал Червяков, идя домой. Письма генералу он не написал. Думал, думал, и никак не выдумал этого письма. Пришлось на другой день идти самому объяснять.
— Я вчера приходил беспокоить ваше —ство, — забормотал он, когда генерал поднял на него вопрошающие глаза, — не для того, чтобы смеяться, как вы изволили сказать. Я извинялся за то, что, чихая, брызнул-с…, а смеяться я и не думал. Смею ли я смеяться? Ежели мы будем смеяться, так никакого тогда, значит, и уважения к персонам… не будет…
— Пошел вон!! — гаркнул вдруг посиневший и затрясшийся генерал.
— Что-с? — спросил шёпотом Червяков, млея от ужаса.
— Пошел вон!! — повторил генерал, затопав ногами.
В животе у Червякова что-то оторвалось. Ничего не видя, ничего не слыша, он попятился к двери, вышел на улицу и поплелся… Придя машинально домой, не снимая вицмундира, он лег на диван и… помер.
1883
Þýðandi: Árni Þór Sigurðsson.
Источник: Lesbók Morgunblaðsins. 16.09.1989. Bl. 2.