Anton Tsjekhov

Eftir leikhúsferðina

Um leið og Nadja Zelenína kom heim úr leikhúsinu þar sem hún og móðir hennar höfðu verið viðstaddar sýningu á óperunni „Jevgeníj Onegín“, flýtti hún sér upp í herbergið sitt, snaraði sér úr kjólnum, leysti fléttuna og settist við skrifborðið í pilsinu og hvítum bol einum saman til að skrifa sams konar bréf og Tatjana.

— Ég elska yður, skrifaði hún, — en þér elskið mig ekki, elskið mig ekki!

Hún las orðin og hló.

Hún var aðeins sextán ára og hafði enn ekki orðið ástfangin. Hún vissi að bæði Gornyj liðsforingi og stúdentinn Grúzdjov voru hrifnir af henni, en nú eftir óperuna, kaus hún að efast um ást þeirra. Hana langaði að vera forsmáð og óhamingjusöm — en spennandi! Henni fannst það eitthvað svo fallegt, hjartnæmt og skáldlegt þegar annar aðilinn var ástfanginn en hinum stóð á sama. Það áhugaverða við Onegín var einmitt að hann var áhugalaus og Tatjana var hrífandi vegna þess að hún var ástfangin. Ef þau elskuðu hvort annað jafn mikið og væru hamingjusöm, þá hlyti manni að finnast þau hálfleiðinleg.

— Hættið að fullvissa mig um ást yðar.

Nadja hélt áfram að skrifa með Gornyj liðsforingja í huga. — Ég get ómögulega trúað yður. Þér eruð afar gáfaður, menntaður og alvörugefinn. Þér hafið mikla hæfileika og ef til vill eigið þér glæsta framtíð fyrir höndum, en ég er einföld, lítilsverð stúlka og þér vitið fullvel að ég yrði yður bara fjötur um fót. Að vísu er það satt að þér urðuð hrifmn af mér og hélduð að þér hefðuð fundið þá einu réttu, en það voru mistök. Og nú spyrjið þér sjálfan yður í örvæntingu: Hvers vegna kynntist ég þessari stúlku? Það er einungis góðmennska yðar sem hindrar yður í að viðurkenna það!

Nadja var farin að vorkenna sjálfri sér, hún fór að snökta og hélt áfram:

— Ég get ekki hugsað mér að yfirgefa mömmu og bróður minn, annars klæddist ég munkakufii og færi burt sem leið liggur. Þér yrðuð frjáls og gætuð elskað aðra. Ó, bara að ég væri dauð!

Henni var ómögulegt að lesa það sem hún hafði skrifað fyrir tárum. Örsmá regnbogabrot glitruðu á borðinu, gólfinu og í loftinu eins og Nadja væri að horfa í gegnum margstrending. Hún var hætt að geta skrifað og hún hallaði sér aftur í stólnum og fór að hugsa um Gornyj.

Guð minn góður, hversu áhugaverðir, hversu dásamlegir eru ekki karlmenn! Nadja minntist þess hversu yndislegur liðsforinginn varð á svipinn þegar hann tók þátt í samræðum um tónlist, allt í senn biðjandi, sakbitinn og blíður, og hvernig hann gerði sér far um að leyna tilfinningum sínum. Það var í tísku og þótti bera vott um gott uppeldi og göfuglyndi að vera þóttafullur og áhugalaus og mönnum bar að hafa hemil á tilfinningum sínum. Og hann reyndi að leyna þeim en tókst það ekki og allir vissu vel að hann hafði ástríðufullt dálæti á tónlist. Endalausar samræður um tónlist og sleggjudómar skilningssljórra manna ollu því að hann var stöðugt á nálum, smeykur, styggur og fámáll. Hann spilaði frábærlega á píanó, alveg eins og alvörupíanóleikari. Ef hann hefði ekki orðið liðsforingi hefði hann að öllum líkindum orðið frægur tónlistarmaður.

Tárin voru þornuð og Nadja mundi að Gornyj hafði játað henni ást sína á sinfoníutónleikum og aftur nálægt fatahenginu niðri þar sem var dragsúgur úr öllum áttum.

— Það gleður mig að þér skulið loks hafa kynnst Grúzdjov, hélt hún áfram. — Hann er mjög greindur og yður mun örugglega líka vel við hann. Í gær kom hann í heimsókn og sat hjá okkur til klukkan rvö. Við vorum öll yfir okkur hrifin og mér þótti leitt að þér skylduð ekki líta við hjá okkur. Hann sagði svo margt merkilegt.

Nadja lagðist fram á borðið með höfuðið á krosslögðum handleggjunum. Hár hennar breiddi sig yfir bréfið. Hún fór að hugsa um það að Grúzdjov elskaði hana líka og að hann ætti alveg eins rétt á bréfi frá henni og Gornyj. Væri ekki í raun réttara að skrifa honum? Hún fann allt í einu fyrir óvæntri gleðitilfinningu án þess að gera sér grein fyrir ástæðunni. Fyrst var þetta bara dálítill fiðringur sem skoppaði í brjósti hennar eins og gúmmíbolti, síðan breiddi hann úr sér, stækkaði og hvolfdist yfir hana eins og alda. Nadja var búin að gleyma Gornyj og Grúzdjov, hugsanir hennar urðu óskýrar og gleðin óx jafnt og þétt, flæddi úr brjóstinu útí hendur og fætur og henni fannst sem léttur, svalur vindgustur léki um höfuð hennar og bærði hárið. Hljóðlátur hlátur skók axlir hennar, borðið titraði, einnig glerið í lampanum og tár streymdu niður á bréfið. Henni var gersamlega ómögulegt að stöðva þennan hlátur og til að sannfæra sjálfa sig um að hún væri ekki að hlæja að ástæðulausu, flýtti hún sér að minnast einhvers spaugilegs atviks.

— En fyndinn kjölturakki! sagði hún, og fann að hláturinn var að bera hana ofurliði. — En fyndinn kjölturakki!

Hún minntist þess hvernig Grúzdjov hafði leikið við hundinn Maxím eftir tedrykkjuna í gær og síðan sagt frá öðrum sniðugum hundi, sem hafði verið að eltast við hrafn í húsagarði nokkrum og hrafninn hefði litið við og sagt:

— Þú ert nú meiri þorparinn!

Hundurinn, sem var ókunnugt um að hrafninn væri svona lærður, fór gersamlega hjá sér, hörfaði steinhissa og tók að gelta.

— Nei, ég ætla heldur að elska Grúzdjov, ákvað Nadja og reif bréfið í tvennt.

Hún fór að hugsa um stúdentinn, um ást hans, um sínar eigin tilfinningar í hans garð, en svo rann allt saman í eitt og henni datt allt mögulegt í hug: móðir sín, gatan, blýanturinn og flygillinn… Hugsanir hennar voru gleðiþrungnar og henni fannst allt vera svo gott, svo stórkostlegt, en henni skildist jafnframt að þetta væri ekki allt, að innan skamms yrði allt enn betra. Bráðum færi að vora, svo kæmi sumarið og hún færi með mömmu sinni til Gorbíkí, Gornyj kæmi í heimsókn, þau myndu ganga saman í garðinum og hann myndi snúast í kringum hana. Grúzdjov kæmi einnig og léki við hana krokkett og keiluspil og segði henni frá ýmsu spaugilegu eða skemmtilegu. Hana sárlengdi eftir garðinum, myrkrinu, heiðum himni og stjörnum. Aftur hristi hlátur axlir hennar og henni fannst sem herbergið ilmaði af malurt og trjágrein slægist í gluggann.

Hún vissi hreint ekki hvað hún átti að gera við þessa miklu gleði sem hafði heltekið hana, en settist á rúmið og horfði á helgimyndina sem hékk á rúmgaflinum og hvíslaði:

— Guð minn! Guð minn! Guð minn!

Áslaug Agnarsdóttir þýddi


Антон Павлович Чехов

После театра

Надя Зеленина, вернувшись с мамой из театра, где давали «Евгения Онегина», и придя к себе в комнату, быстро сбросила платье, распустила косу и в одной юбке и в белой кофточке поскорее села за стол, чтобы написать такое письмо, как Татьяна.

«Я люблю вас, — написала она, — но вы меня не любите, не любите!»

Написала и засмеялась.

Ей было только шестнадцать лет, и она еще никого не любила. Она знала, что ее любят офицер Горный и студент Груздев, но теперь, после оперы, ей хотелось сомневаться в их любви. Быть нелюбимой и несчастной — как это интересно! В том, когда один любит больше, а другой равнодушен, есть что-то красивое, трогательное и поэтическое. Онегин интересен тем, что совсем не любит, а Татьяна очаровательна, потому что очень любит, и если бы они одинаково любили друг друга и были счастливы, то, пожалуй, показались бы скучными.

«Перестаньте же уверять, что вы меня любите, — продолжала Надя писать, думая об офицере Горном. — Поверить вам я не могу. Вы очень умны, образованны, серьезны, у вас громадный талант и, быть может, вас ожидает блестящая будущность, а я неинтересная, ничтожная девушка, и вы сами отлично знаете, что в вашей жизни я буду только помехой. Правда, вы увлеклись мною и вы думали, что встретили во мне ваш идеал, но это была ошибка, и вы теперь уже спрашиваете себя в отчаянии: зачем я встретил эту девушку? И только ваша доброта мешает вам сознаться в этом!..»

Наде стало жаль себя, она заплакала и продолжала:

«Мне тяжело оставить маму и брата, а то бы я надела монашескую рясу и ушла, куда глаза глядят. А вы бы стали свободны и полюбили другую. Ах, если бы я умерла!»

Сквозь слезы нельзя было разобрать написанного; на столе, на полу и на потолке дрожали короткие радуги, как будто Надя смотрела сквозь призму. Писать было нельзя, она откинулась на спинку кресла и стала думать о Горном.

Боже мой, как интересны, как обаятельны мужчины! Надя вспомнила, какое прекрасное выражение, заискивающее, виноватое и мягкое, бывает у офицера, когда с ним спорят о музыке, и какие при этом он делает усилия над собой, чтобы его голос не звучал страстно. В обществе, где холодное высокомерие и равнодушие считаются признаком хорошего воспитания и благородного нрава, следует прятать свою страсть. И он прячет, но это ему не удается, и все отлично знают, что он страстно любит музыку. Бесконечные споры о музыке, смелые суждения людей непонимающих держат его в постоянном напряжении, он напуган, робок, молчалив. Играет он на рояле великолепно, как настоящий пианист, и если бы он не был офицером, то наверное был бы знаменитым музыкантом.

Слезы высохли на глазах. Надя вспомнила, что Горный объяснялся ей в любви в симфоническом собрании и потом внизу около вешалок, когда со всех сторон дул сквозной ветер.

«Я очень рада, что вы, наконец, познакомились со студентом Груздевым, — продолжала она писать. — Он очень умный человек, и вы, наверное, его полюбите. Вчера он был у нас и просидел до двух часов. Все мы были в восторге, и я жалела, что вы не приехали к нам. Он говорил много замечательного».

Надя положила на стол руки и склонила на них голову, и ее волосы закрыли письмо. Она вспомнила, что студент Груздев тоже любит ее и что он имеет такое же право на ее письмо, как и Горный. В самом деле, не написать ли лучше Груздеву? Без всякой причины в груди ее шевельнулась радость: сначала радость была маленькая и каталась в груди, как резиновый мячик, потом она стала шире, больше и хлынула как волна. Надя уже забыла про Горного и Груздева, мысли ее путались, а радость всё росла и росла, из груди она пошла в руки и в ноги, и казалось, будто легкий прохладный ветерок подул на голову и зашевелил волосами. Плечи ее задрожали от тихого смеха, задрожал и стол, и стекло на лампе, и на письмо брызнули из глаз слезы. Она была не в силах остановить этого смеха и, чтобы показать самой себе, что она смеется не без причины, она спешила вспомнить что-нибудь смешное.

— Какой смешной пудель! — проговорила она, чувствуя, что ей становится душно от смеха. — Какой смешной пудель!

Она вспомнила, как Груздев вчера после чаю шалил с пуделем Максимом и потом рассказал про одного очень умного пуделя, который погнался на дворе за вороном, а ворон оглянулся на него и сказал:

— Ах ты, мошенник!

Пудель, не знавший, что он имеет дело с ученым вороном, страшно сконфузился и отступил в недоумении, потом стал лаять.

— Нет, буду лучше любить Груздева, — решила Надя и разорвала письмо.

Она стала думать о студенте, об его любви, о своей любви, но выходило так, что мысли в голове расплывались и она думала обо всем: о маме, об улице, о карандаше, о рояле… Думала она с радостью и находила, что всё хорошо, великолепно, а радость говорила ей, что это еще не всё, что немного погодя будет еще лучше. Скоро весна, лето, ехать с мамой в Горбики, приедет в отпуск Горный, будет гулять с нею по саду и ухаживать. Приедет и Груздев. Он будет играть с нею в крокет и в кегли, рассказывать ей смешные или удивительные вещи. Ей страстно захотелось сада, темноты, чистого неба, звезд. Опять ее плечи задрожали от смеха и показалось ей, что в комнате запахло полынью и будто в окно ударила ветка.

Она пошла к себе на постель, села и, не зная, что делать со своею большою радостью, которая томила ее, смотрела на образ, висевший на спинке ее кровати, и говорила:

— Господи! Господи! Господи!

Источник: Tímarit Máls og menningar, 4. tölublað (01.12.1995), bl. 54.

© Tim Stridmann