Ívan Dmítrítsj, bjargálna maður, sem lifði með fjölskyldu sinni á tólf hundruð rúblum á ári, og var mjög ánægður með hlutskipti sitt, settist einhverju sinni eftir kvöldmat á dívaninn og fór að lesa blaðið sitt.
— Ég gleymdi að líta í blaðið í dag, sagði kona hans sem var að taka af borðinu. Gáðu hvort þú sérð þar ekki vinningaskrána í happdrættinu.
— Jú, hún er á sínum stað, svaraði Ívan Dmítrítsj. En varstu ekki hætt við miðann þinn?
— Nei, ég endurnýjaði hann á þriðjudaginn var.
— Hvaða númer áttu?
— Það er flokkur númer 9499, miði númer 26.
— Einmitt það… Sjáum nú til… níutíu og fjórir níutíu og níu og tuttugu og sex.
Ívan Dmítrítsj trúði ekki á happdrættislánið og hefði aldrei látið sér detta í hug að skoða vinningaskrána, en hann sat nú með blaðið fyrir framan sig og hafði svosem ekkert annað að gera og því lét hann fingurinn elta flokkanúmerin niður blaðsíðuna. Og um leið, rétt eins og verið væri að gera gys að vantrú hans, blasti við honum í annarri línu að ofan talan 9499! Hann leit ekki á miðanúmerið sjálft, án þess að skoða betur það sem hann sá lét hann blaðið síga niður á hné sér, og rétt eins og einhver hefði skvett köldu vatni á magann á honum fann hann undir herðablöðunum notalegan hroll, kitlandi, skelfilegan og ljúfan í senn.
— Masha, það er vinningur á níutíu og fjórir níutíu og níu, sagði hann hljómlausri röddu.
Konan leit á undrandi og skelft andlit hans og skildi að hann var ekki að gera að gamni sínu.
— Níutíu og fjórir níutíu og níu? spurði hún og fölnaði um leið og hún lét samanbrotinn borðdúkinn frá sér á borðið.
— Já, já, ég meina það!
— En miðanúmerið sjálft?
— Æjá! Svo var það miðanúmerið. Bíddu annars… engan asa. Hugsaðu þér bara? Það kom þó upp númerið á okkar flokki! Það kom þó, skilurðu…
Ivan Dmítrítsj horfði á konu sínu með breiðu og marklausu brosi eins og krakki sem verið er að sýna litskæran hlut. Kona hans brosti líka: Henni fannst, rétt eins og honum, að það væri skemmtilegt að hann nefndi barasta flokkinn en flýtti sér ekki að gá að númeri miðans. Það var svo ljúft og hrollvekjandi að kvelja sig og stríða sjálfum sér á voninni um mögulegt happ!
— Okkar flokkur er með, sagði Ívan Dmítrítsj eftir langa þögn. Semsagt: Það eru nokkrar líkur á því að við höfum unnið. Ekki annað en líkur en ekkert minna heldur.
— Gáðu nú að númerinu!
— Bíddu andartak. Það er nógur tíminn til að verða fyrir vonbrigðum. Þetta er í annarri línu að ofan, vinningurinn er semsagt sjötíu og fimm þúsund. Þetta eru ekki peningar heldur blátt áfram heilt fjármagn! Og kannski rek ég nú augun í skrána og þar sé ég tuttugu og sex! Hvað segirðu um það? Hvað ef við höfum nú unnið í raun og veru?
Hjónin fóru að hlæja og horfðu lengi hvort á annað þegjandi. Vinningsmöguleikinn hafði leitt þau í villu og svima, þau gátu ekki einu sinni látið sig dreyma um eða sagt til um það til hvers þau þyrftu þessi 75 þúsund, hvað þau mundu kaupa sér, hvert þau mundu fara. Þau hugsuðu aðeins um tölurnar 9499 og 75000, drógu þær upp í ímyndun sinni, en þeim tókst einhvernveginn ekki enn að hugsa um happið sem var svo mögulegt.
Ívan Dmítrítsj gekk nokkrum sinnum horna á milli í stofunni með blaðið í hendi, og það var ekki fyrr en hann hafði róast eftir fyrstu geðshræringuna að hann gaf sig smám saman dagdraumum á vald.
— Og hvað nú ef við höfum unnið? sagði hann. Það þýðir nýtt líf, það er meiriháttar áfall! Þú átt miðann, en ef þetta væri minn miði þá mundi ég auðvitað kaupa fyrst af öllu einhverja fasteign, til dæmis óðal fyrir tuttugu og fimm þúsund, tíu þúsund færu í meiriháttar útgjöld í eitt skipti fyrir öll: ný húsgögn, ferðalag, borga upp skuldir og svo framvegis. Þau fjörutíu þúsund sem verða afgangs færu í banka að renta sig.
— Já, óðal… það væri ágætt, sagði konan hans, settist niður og lagði hendurnar á hné sér.
— Einhversstaðar í Túla- eða Orlovhéraði… Í fyrsta lagi þyrftum við ekki lengur að leigja okkur sumarhús, og svo hefðum við tekjur af búskapnum.
Svipmyndir flykktu sér í huga hans, hver annarri ljúfari og skáldlegri, og á öllum þessum myndum sá hann sjálfan sig vel saddan, rólegan, hraustan, honum var hlýtt, jafnvel funheitt! Þarna er hann, nýbúinn að fá sér ískalda maltsúpu, liggjandi með magann upp í loft á heitum sandi rétt við ána eða undir linditré í garðinum… Það er heitt… Sonur hans og dóttir skríða í kringum hann, róta í sandinum eða reyna að góma pöddur í grasinu. Hann er í sætu móki, hugsar ekki um nokkurn skapaðan hlut og finnur það með öllum líkamanum að hann þarf ekki að fara í vinnuna, hvorki í dag né á morgun né heldur hinn daginn. Og þegar hann er leiður á að liggja fer hann í sláttinn eða að tína sveppi út í skóg eða þá að hann fylgist með því hvernig karlarnir veiða fisk í net. Þegar sólin er að setjast tekur hann lak og sápu og vafrar út í baðhús, þar fer hann úr fötunum asalaust, strýkur nakta bringuna lengi með lófunum og skríður svo ofan í vatnið. En í vatninu eru litlir fiskar á flökti rétt við matta sápuhringina og grænt slý vaggar sér þeim til samlætis. Eftir baðið: te með rjóma og smjörkringlum… Um kvöldið skreppur hann í göngutúr eða tekur í spil með nágrönnunum.
— Já, það væri gott að kaupa sér óðal, segir konan hans sem er líka að láta sig dreyma og það sést á svip hennar að hún er heilluð af hugsunum sínum.
Ívan Dmítrítsj sér haustið fyrir sér með rigningu, köldum kvöldum og mildum góðviðrisdögum. Á þeim tíma er vel við hæfi að spássera sem lengst milli trjánna, í kálgarðinum, eftir árbakkanum til að fá í sig almennilegan hroll og drekka svo stórt vodkastaup og renna því niður með söltum sveppi eða gúrku — og fá sér svo annað. Börnin koma hlaupandi úr kálgarðinum með gulrófur og radísur sem anga af ferskri mold… Á eftir hreiðrar hann um sig í dívaninum og skoðar eitthvert myndablað í makindum, síðan leggur hann blaðið yfir andlitið, hneppir frá sér vestinu og lætur renna á sig mók…
Á eftir haustblíðunni kemur hráslagalegt skammdegið. Það rignir nótt sem dag, nakin trén grátandi, vindurinn er rakur og kaldur. Hundar, hestar og hænsni — allt er blautt, ömurlegt og lætur fara lítið fyrir sér. Hvergi hægt að spóka sig, hann kemst ekki út úr húsi, getur ekki annað en eigrað horna á milli og horft hnugginn út í dimma gluggana. Honum leiðist!
Ívan Dmítrítsj hætti þessum þönkum og leit á konu sína.
— Veistu það, Masha, ég mundi fara til útlanda, sagði hann.
Og hann fór að hugsa um að það væri gott að fara til útlanda seint um haust, eitthvað til Suður-Frakklands, Ítalíu… Indlands!
— Ég mundi endilega vilja fara til útlanda líka, sagði konan hans. Gáðu nú að númerinu!
— Bíddu aðeins! Ekkert liggur á…
Hann gekk um gólf og hélt áfram að hugsa. Hvað nú ef konan hans færi í raun og veru til útlanda? Það er gaman að ferðast einn eða í félagsskap kvenna sem eru léttar á bárunni, áhyggjulausar, lifa á líðandi stundu, en ekki með kvenmönnum sem hugsa og tala ekki um annað en krakkana alla leiðina, andvarpandi, hræddar við allt og alla og skjálfandi yfir hverri kópeku. Ívan Dmítrítsj ímyndaði sér konu sína sitjandi í járnbrautarvagni með ótal körfur og pinkla, stynjandi yfir einhverju og kvartandi yfir höfuðverk eða því hvað hún er búin að eyða miklum peningum; öðru hvoru verður hann að hlaupa inn á stöðina eftir tevatni og smurbrauði. Hún getur ekki fengið sér almennilega að borða því það er svo dýrt…
Hún mundi áreiðanlega sjá eftir hverri kópeku í mig, hugsaði hann og leit á konu sína. Það er hún sem á miðann, en ekki ég. Já og hvað ætti hún að vera að flækjast til útlanda? Þar hímir hún uppi á hótelherbergi og sleppir mér ekki frá sér… Ætli ég viti það ekki.
Og í fyrsta skipti á ævinni tók hann eftir því, að konan hans hafði elst og ófríkkað, að hún var gagnsósa af eldhúsfnyk, en sjálfur var hann enn ungur, hraustur, hress og ætti kannski að fá sér aðra strax í dag.
Auðvitað er þetta alltsaman tittlingaskítur og vitleysa, hugsaði hann, en… til hvers ætti hún að vera að fara til útlanda? Hvað ætli hún skilji svosem? En hún mundi náttúrlega fara… Ég get rétt ímyndað mér það… En í rauninni er henni sama hvort hún er í Napólí eða á Klín. Bara ef hún getur þvælst fyrir mér. Ég væri henni náttúrlega háður í öllu. Ekki væri hún fyrr búin að fá peningana en hún feldi þá bak við lás og slá eins og þessar kerlingar gera… Hún mundi fela þá fyrir mér… Hún gerir einhver góðverk á þessum ættingjum sínum, en sér eftir hverri kópeku í mig.
Nú skaut ættinni upp í huga Ívans Dmítrítsj. Ekki verða öll þessi bræður, systur, frænkur og frændur fyrr búin að frétta um vinninginn en þau koma skríðandi, gera sig sem aumust, betla með áfergjubrosi og hræsna hver sem betur getur. Viðbjóðslegir ræflar og aumingjar! Ef þeim er gefið þá biðja þeir um meira, en ef þeim er neitað þá fara þeir að formæla manni og rægja og kalla yfir mann hverja hörmung og ólán.
Hann sá fyrir sér tengdafólkið og þessi andlit sem hann áður lét sér standa á sama um vöktu nú með honum viðbjóð og hatur. Hvílík ormagryfja, hugsaði hann.
Og andlit konunnar hans fór líka að vekja honum viðbjóð og hatur. Gremja í hennar garð sauð í honum og hann hugsaði með illkvittni: Hún hefur ekki hundsvit á peningum og þessvegna er hún nísk. Ef hún fengi vinning mundi hún barasta fá mér hundrað rúblur, en afganginn — bak við lás og slá.
Hann horfði ekki lengur brosandi á konu sína heldur með hatri. Henni varð einnig litið til hans og líka með heift og hatri. Sjálf átti hún sér litríka drauma, áform og ráðagerðir; hún skildi ofurvel um hvað mann hennar var að dreyma. Hún vissi hver yrði fyrstur til að reyna að sölsa undir sig vinninginn hennar.
Hægur vandi að láta sig dreyma á annarra kostnað, sagði svipur hemiar. Nei, góði, þú skalt ekki dirfast…
Maður hennar skildi svip hennar, heiftin bylti sér í brjósti hans og til að gera konu sinni lífið leitt leit hann snöggt á fjórðu síðu blaðsins og sagði sigri hrósandi:
— Flokkur níutíu og fjórir níutíu og níu, miði númer fjörutíu og sex. En ekki tuttugu og sex!
Vonin og hatrið hurfu bæði tvö eins og hendi væri veifað og undireins fannst Ívan Dmítrítsj og konu hans að herbergin þeirra væru dimm, lítil og lágt undir loft, að kvöldverðurinn hefði ekki mettað þau heldur þembdi hann upp magann, að kvöldin væru löng og leiðinleg…
— Fjandinn hafi það, sagði Ívan Dmítrítsj eins og rellinn krakki. Það er sama hvar maður stígur niður fæti, allsstaðar er pappírsdrasl fyrir, mylsna og eggjaskurn og ég veit ekki hvað. Það er aldrei sópað hérna hvað þá meir. Ég fer að heiman, andskotinn hafi það. Og hengi mig í næsta tré.
Árni Bergmann þýddi
Иван Дмитрич, человек средний, проживающий с семьей тысячу двести рублей в год и очень довольный своей судьбой, как-то после ужина сел на диван и стал читать газету.
— Забыла я сегодня в газету поглядеть, — сказала его жена, убирая со стола. — Посмотри, нет ли там таблицы тиражей?
— Да, есть, — ответил Иван Дмитрич. — А разве твой билет не пропал в залоге?
— Нет, я во вторник носила проценты.
— Какой номер?
— Серия 9499, билет 26.
— Так-с… Посмотрим-с… 9499 и 26.
Иван Дмитрич не верил в лотерейное счастие и в другое время ни за что не стал бы глядеть в таблицу тиражей, но теперь от нечего делать и — благо, газета была перед глазами — он провел пальцем сверху вниз по номерам серий. И тотчас же, точно в насмешку над его неверием, не дальше как во второй строке сверху резко бросилась в глаза цифра 9499! Не поглядев, какой номер билета, не проверяя себя, он быстро опустил газету на колени и, как будто кто плеснул ему на живот холодной водой, почувствовал под ложечкой приятный холодок: и щекотно, и страшно, и сладко!
— Маша, 9499 есть! — сказал он глухо.
Жена поглядела на его удивленное, испуганное лицо и поняла, что он не шутит.
— 9499? — спросила она, бледнея и опуская на стол сложенную скатерть.
— Да, да… Серьезно есть!
— А номер билета?
— Ах, да! Еще номер билета. Впрочем, постой… погоди. Нет, каково? Все-таки номер нашей серии есть! Все-таки, понимаешь…
Иван Дмитрич, глядя на жену, улыбался широко и бессмысленно, как ребенок, которому показывают блестящую вещь. Жена тоже улыбалась: ей, как и ему, приятно было, что он назвал только серию и не спешит узнать номер счастливого билета. Томить и дразнить себя надеждой на возможное счастие — это так сладко, жутко!
— Наша серия есть, — сказал Иван Дмитрич после долгого молчания. — Значит, есть вероятность, что мы выиграли. Только вероятность, но всё же она есть!
— Ну, теперь взгляни.
— Постой. Еще успеем разочароваться. Это во второй строке сверху, значит, выигрыш в 75000. Это не деньги, а сила, капитал! И вдруг я погляжу сейчас в таблицу, а там — 26! А? Послушай, а что если мы в самом деле выиграли?
Супруги стали смеяться и долго глядели друг на друга молча. Возможность счастья отуманила их, они не могли даже мечтать, сказать, на что им обоим нужны эти 75000, что они купят, куда поедут. Думали они только о цифрах 9499 и 75000, рисовали их в своем воображении, а о самом счастье, которое было так возможно, им как-то не думалось.
Иван Дмитрич, держа в руках газету, несколько раз прошелся из угла в угол и, только когда успокоился от первого впечатления, стал понемногу мечтать.
— А что, если мы выиграли? — сказал он. — Ведь это новая жизнь, это катастрофа! Билет твой, но если бы он был моим, то я прежде всего, конечно, купил бы тысяч за 25 какую-нибудь недвижимость вроде имения; тысяч 10 на единовременные расходы: новая обстановка… путешествие, долги заплатить и прочее… Остальные 40 тысяч в банк под проценты…
— Да, имение — это хорошо, — сказала жена, садясь и опуская на колени руки.
— Где-нибудь в Тульской или Орловской губернии… Во-первых, дачи не нужно, во-вторых, все-таки доход.
И в его воображении затолпились картины, одна другой ласковей, поэтичней, и во всех этих картинах он видел себя самого сытым, спокойным, здоровым, ему тепло, даже жарко! Вот он, поевши холодной, как лед, окрошки, лежит вверх животом на горячем песке у самой речки или в саду под липой… Жарко… Сынишка и дочь ползают возле, роются в песке или ловят в траве козявок. Он сладко дремлет, ни о чем не думает и всем телом чувствует, что ему не идти на службу ни сегодня, ни завтра, ни послезавтра. А надоело лежать, он идет на сенокос или в лес за грибами или же глядит, как мужики ловят неводом рыбу. Когда садится солнце, он берет простыню, мыло и плетется в купальню, где не спеша раздевается, долго разглаживает ладонями свою голую грудь и лезет в воду. А в воде, около матовых мыльных кругов суетятся рыбешки, качаются зеленые водоросли. После купанья чай со сливками и со сдобными кренделями… Вечером прогулка или винт с соседями.
— Да, хорошо бы купить имение, — говорит жена, тоже мечтая, и по лицу ее видно, что она очарована своими мыслями.
Иван Дмитрич рисует себе осень с дождями, с холодными вечерами и с бабьим летом. В это время нужно нарочно подольше гулять по саду, огороду, по берегу реки, чтобы хорошенько озябнуть, а потом выпить большую рюмку водки и закусить соленым рыжиком или укропным огурчиком и — выпить другую. Детишки бегут с огорода и тащат морковь и редьку, от которой пахнет свежей землей… А после развалиться на диване и не спеша рассматривать какой-нибудь иллюстрированный журнал, а потом прикрыть журналом лицо, расстегнуть жилетку, отдаться дремоте…
За бабьим летом следует хмурое, ненастное время. Днем и ночью идет дождь, голые деревья плачут, ветер сыр и холоден. Собаки, лошади, куры — всё мокро, уныло, робко. Гулять негде, из дому выходить нельзя, целый день приходится шагать из угла в угол и тоскливо поглядывать на пасмурные окна. Скучно!
Иван Дмитрич остановился и посмотрел на жену.
— Я, знаешь, Маша, за границу поехал бы, — сказал он.
И он стал думать о том, что хорошо бы поехать глубокой осенью за границу, куда-нибудь в южную Францию, Италию… Индию!
— Я тоже непременно бы за границу поехала, — сказала жена. — Ну, посмотри номер билета!
— Постой! Погоди…
Он ходил по комнате и продолжал думать. Ему пришло на мысль: а что если в самом деле жена поедет за границу? Путешествовать приятно одному или же в обществе женщин легких, беззаботных, живущих минутой, а не таких, которые всю дорогу думают и говорят только о детях, вздыхают, пугаются и дрожат над каждой копейкой. Иван Дмитрии представил себе свою жену в вагоне со множеством узелков, корзинок, свертков; она о чем-то вздыхает и жалуется, что у нее от дороги разболелась голова, что у нее ушло много денег; то и дело приходится бегать на станцию за кипятком, бутербродами, водой… Обедать она не может, потому что это дорого…
«А ведь она бы меня в каждой копейке усчитывала, — подумал он, взглянув на жену. — Билет-то ее, а не мой! Да и зачем ей за границу ехать? Чего она там не видала? Будет в номере сидеть да меня не отпускать от себя… Знаю!»
И он первый раз в жизни обратил внимание на то, что его жена постарела, подурнела, вся насквозь пропахла кухней, а сам он еще молод, здоров, свеж, хоть женись во второй раз.
«Конечно, всё это пустяки и глупости, — думал он, — но… зачем бы она поехала за границу? Что она там понимает? А ведь поехала бы… Воображаю… А на самом деле для нее что Неаполь, что Клин — всё едино. Только бы мне помешала. Я бы у нее в зависимости был. Воображаю, как бы только получила деньги, то сейчас бы их по-бабьи под шесть замков… От меня будет прятать… Родне своей будет благотворить, а меня в каждой копейке усчитает».
Вспомнил Иван Дмитрич родню. Все эти братцы, сестрицы, тетеньки, дяденьки, узнав про выигрыш, приползут, начнут нищенски клянчить, маслено улыбаться, лицемерить. Противные, жалкие люди! Если им дать, то они еще попросят; а отказать — будут клясть, сплетничать, желать всяких напастей.
Иван Дмитрич припоминал своих родственников, и их лица, на которые он прежде глядел безразлично, казались ему теперь противными, ненавистными.
«Это такие гадины!» — думал он.
И лицо жены стало казаться тоже противным, ненавистным. В душе его закипала против нее злоба, и он со злорадством думал:
«Ничего не смыслит в деньгах, а потому скупа. Если бы выиграла, дала бы мне только сто рублей, а остальные — под замок».
И он уже не с улыбкою, а с ненавистью глядел на жену. Она тоже взглянула на него, и тоже с ненавистью и со злобой. У нее были свои радужные мечты, свои планы, свои соображения; она отлично понимала, о чем мечтает ее муж. Она знала, кто первый протянул бы лапу к ее выигрышу.
«На чужой-то счет хорошо мечтать! — говорил ее взгляд. — Нет, ты не смеешь!»
Муж понял ее взгляд; ненависть заворочалась у него в груди, и, чтобы досадить своей жене, он назло ей быстро заглянул на четвертую страницу газеты и провозгласил с торжеством:
— Серия 9499, билет 46! Но не 26!
Надежда и ненависть обе разом исчезли, и тотчас же Ивану Дмитричу и его жене стало казаться, что их комнаты темны, малы и низки, что ужин, который они съели, не насыщает, а только давит под желудком, что вечера длинны и скучны…
— Чёрт знает что, — сказал Иван Дмитрич, начиная капризничать. — Куда ни ступишь, везде бумажки под ногами, крошки, какая-то скорлупа. Никогда не подметают в комнатах! Придется из дому уходить, чёрт меня подери совсем. Уйду и повешусь на первой попавшейся осине.
Источник: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist. Nr. 14 (01.01.1994). Bl. 50.